Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2021 10:36 Alma Möller landlæknir var bólusett með bóluefni Pfizer klukkan tíu í morgun. Vísir/Vilhelm Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. Fjöldi fólks var bólusettur í dag í Laugardalshöll og náði röðin alla leið út Engjaveginn, þar sem Laugardalhöll stendur, og að hringtorginu á Reykjavegi þegar mest lét. Til stendur að bólusetja um 40 þúsund manns á landsvísu í þessari viku. Heimir Már Pétursson ræddi við Ölmu þegar hún mætti í Laugardalshöll í dag. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og segir hann stemninguna hafa verið mjög góða í Laugardalshöll þegar Alma gekk inn í salinn. Það var klappað fyrir Ölmu þegar hún hlaut bólusetninguna.Vísir/Vilhelm Klappað var fyrir henni í framhaldinu eins og gert var þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætti á dögunum. „Hægt að færa rök fyrir því að hjarðónæmi náist fyrr með því að taka úrtak úr öllum aldurshópum,“ sagði Alma áður en að hún var bólusett. „Þetta gengur stórkostlega vel og eina er að það er takmarkað framboð af bóluefninu.“ Röðin fyrir utan Laugardalshöll í morgun náði langar leiðir en tíu þúsund voru boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm Í vikunni verða samtals 14 þúsund bólusettir með bóluefninu frá Pfizer, 6.500 verða bólusettir með bóluefninu frá Janssen, 15 þúsund verða bólusettir með bóluefni AstraZeneca og á höfuðborgarsvæðinu verða fjögur þúsund bólusettir með bóluefni Moderna að því er fram kemur á vef embættis landlæknis. Alma hlaut fyrsta skammt bóluefnis Pfizer gegn Covid-19 í morgun.Vísir/Vilhelm Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Laugardalshöll eins og vel smurð vél í bólusetningunum Það var eins og fólk hefði aldrei gert annað en tekið þátt í skipulegum bólusetningum þegar það streymdi inn í Laugardalshöllina öðrum megin og út úr henni hinum meginn í dag. Sóttvarnalæknir var einn þeirra og var snortinn af móttökunum sem hann fékk. 28. apríl 2021 19:46 Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Fjöldi fólks var bólusettur í dag í Laugardalshöll og náði röðin alla leið út Engjaveginn, þar sem Laugardalhöll stendur, og að hringtorginu á Reykjavegi þegar mest lét. Til stendur að bólusetja um 40 þúsund manns á landsvísu í þessari viku. Heimir Már Pétursson ræddi við Ölmu þegar hún mætti í Laugardalshöll í dag. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og segir hann stemninguna hafa verið mjög góða í Laugardalshöll þegar Alma gekk inn í salinn. Það var klappað fyrir Ölmu þegar hún hlaut bólusetninguna.Vísir/Vilhelm Klappað var fyrir henni í framhaldinu eins og gert var þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætti á dögunum. „Hægt að færa rök fyrir því að hjarðónæmi náist fyrr með því að taka úrtak úr öllum aldurshópum,“ sagði Alma áður en að hún var bólusett. „Þetta gengur stórkostlega vel og eina er að það er takmarkað framboð af bóluefninu.“ Röðin fyrir utan Laugardalshöll í morgun náði langar leiðir en tíu þúsund voru boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm Í vikunni verða samtals 14 þúsund bólusettir með bóluefninu frá Pfizer, 6.500 verða bólusettir með bóluefninu frá Janssen, 15 þúsund verða bólusettir með bóluefni AstraZeneca og á höfuðborgarsvæðinu verða fjögur þúsund bólusettir með bóluefni Moderna að því er fram kemur á vef embættis landlæknis. Alma hlaut fyrsta skammt bóluefnis Pfizer gegn Covid-19 í morgun.Vísir/Vilhelm
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Laugardalshöll eins og vel smurð vél í bólusetningunum Það var eins og fólk hefði aldrei gert annað en tekið þátt í skipulegum bólusetningum þegar það streymdi inn í Laugardalshöllina öðrum megin og út úr henni hinum meginn í dag. Sóttvarnalæknir var einn þeirra og var snortinn af móttökunum sem hann fékk. 28. apríl 2021 19:46 Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Laugardalshöll eins og vel smurð vél í bólusetningunum Það var eins og fólk hefði aldrei gert annað en tekið þátt í skipulegum bólusetningum þegar það streymdi inn í Laugardalshöllina öðrum megin og út úr henni hinum meginn í dag. Sóttvarnalæknir var einn þeirra og var snortinn af móttökunum sem hann fékk. 28. apríl 2021 19:46
Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00
Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15