Segja það skammarlegt hvað FH-ingar gerðu lítið fyrir kvennaliðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 09:30 FH stelpurnar Aþena Arna Ágústsdóttir og Hildur Guðjónsdóttir ganga niðurlútar af velli eftir tap á móti Haukum. Eitt af þrettán tapleikjum FH-liðsins á tímabilinu. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar létu forráðamenn FH heyra það fyrir það hvað félagið gerði lítið fyrir kvennaliðið sitt í Olís deild kvenna í vetur. Það lítur út fyrir FH konur munu ekki fá stig í Olís deild kvenna í handbolta í vetur. Liðið kom upp úr Grill66-deild kvenna í fyrra en hefur tapað fyrstu þrettán leikjum sínum í Olís deildinni. Sigurlaug Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir voru sérfræðingar Svövu Kristínar Grétarsdóttur í síðustu Seinni bylgju og þar barst umræðan að liði FH og frammistöðu Hafnarfjarðarliðsins á tímabilinu. „Það lítur allt út fyrir það að FH sé að fara í gegnum þessa deild án þess að fá stig. Hvað getum við sagt? Er allt of mikill munur á milli Grillsins og Olís,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir og byrjaði umræðuna. „Það er getumunur. Þegar lið ætla að fara upp í Olís deildina og setja enga peninga í það þá er þetta ekki hægt. Ég held að þetta sé skólabókardæmi um það. Félög verða vara að pæla í þessu. Það er ekki hægt að fara upp í Olís ef þú ætlar ekki að gera neitt. Þær voru með smá baráttu fyrstu mínúturnar en svo ekki söguna meir. Þær eiga ekki möguleika í þetta eins leiðinlegt og það er,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um kvennalið FH „Nægu er eitt í karlaliðið, Hefði maður ekki haldið að klúbbur eins og FH ætti að geta alla vega sótt einhverja leikmenn,“ skaut Svava Kristín inn í. „Mér finnst félagið ekki sýna nægilega mikinn áhuga og kvennaliðinu eins og karlaliðinu. Þær fengu sænskan miðjumann en fór síðan í burtu af því að þeir borguðu ekki félagsgjaldið fyrir hana í byrjun. Þetta er bara eitt dæmi,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir. „Komdu upp í úrvalsdeildina og sýndu þessu smá áhuga með að fá fleiri leikmenn. Fáum útlendinga eða gerum eitthvað til þess að halda liðinu í deildinni. FH er alveg stórveldi,“ sagði Íris Ásta sem var mikið niðri fyrir. „FH er stórveldi og ekki bara í handbolta heldur í fullt af íþróttum. Það er skammarlegt að þeir hafi ekki gert þetta almennilega. Þú verður alla vega að fá tvo leikmenn þegar þú ferð upp. Ef þú ert efnilegan hóp þá verður þú að fá tvo leikmenn með til að hjálpa þeim. Að minnsta kosti því það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi. Ef þú ert ekki með fjármagn í það þá átti ekki að fara upp,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir ofan má finna alla umfjöllun Seinni bylgjunnar um FH og umgjörðina í kringum um FH-konur í Olís deild kvenna í vetur. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan FH Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Það lítur út fyrir FH konur munu ekki fá stig í Olís deild kvenna í handbolta í vetur. Liðið kom upp úr Grill66-deild kvenna í fyrra en hefur tapað fyrstu þrettán leikjum sínum í Olís deildinni. Sigurlaug Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir voru sérfræðingar Svövu Kristínar Grétarsdóttur í síðustu Seinni bylgju og þar barst umræðan að liði FH og frammistöðu Hafnarfjarðarliðsins á tímabilinu. „Það lítur allt út fyrir það að FH sé að fara í gegnum þessa deild án þess að fá stig. Hvað getum við sagt? Er allt of mikill munur á milli Grillsins og Olís,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir og byrjaði umræðuna. „Það er getumunur. Þegar lið ætla að fara upp í Olís deildina og setja enga peninga í það þá er þetta ekki hægt. Ég held að þetta sé skólabókardæmi um það. Félög verða vara að pæla í þessu. Það er ekki hægt að fara upp í Olís ef þú ætlar ekki að gera neitt. Þær voru með smá baráttu fyrstu mínúturnar en svo ekki söguna meir. Þær eiga ekki möguleika í þetta eins leiðinlegt og það er,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um kvennalið FH „Nægu er eitt í karlaliðið, Hefði maður ekki haldið að klúbbur eins og FH ætti að geta alla vega sótt einhverja leikmenn,“ skaut Svava Kristín inn í. „Mér finnst félagið ekki sýna nægilega mikinn áhuga og kvennaliðinu eins og karlaliðinu. Þær fengu sænskan miðjumann en fór síðan í burtu af því að þeir borguðu ekki félagsgjaldið fyrir hana í byrjun. Þetta er bara eitt dæmi,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir. „Komdu upp í úrvalsdeildina og sýndu þessu smá áhuga með að fá fleiri leikmenn. Fáum útlendinga eða gerum eitthvað til þess að halda liðinu í deildinni. FH er alveg stórveldi,“ sagði Íris Ásta sem var mikið niðri fyrir. „FH er stórveldi og ekki bara í handbolta heldur í fullt af íþróttum. Það er skammarlegt að þeir hafi ekki gert þetta almennilega. Þú verður alla vega að fá tvo leikmenn þegar þú ferð upp. Ef þú ert efnilegan hóp þá verður þú að fá tvo leikmenn með til að hjálpa þeim. Að minnsta kosti því það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi. Ef þú ert ekki með fjármagn í það þá átti ekki að fara upp,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir ofan má finna alla umfjöllun Seinni bylgjunnar um FH og umgjörðina í kringum um FH-konur í Olís deild kvenna í vetur.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan FH Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira