Birgitta Líf endurreisir B5 Snorri Másson skrifar 3. maí 2021 21:12 Birgitta Líf Björnsdóttir tekur við keflinu á einum vinsælasta skemmtistað landsins. Birgittalif/Vísir Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, hefur tekið við lyklunum að Bankastræti 5, þar sem hún er að opna nýjan skemmtistað þegar veiran leyfir. Um er að ræða endurreistan B5, en sá skemmtistaður lagði upp laupana á síðasta ári í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Birgitta Líf staðfestir þetta í samtali við Vísi en vill ekki tjá sig að öðru leyti um áformin. B5 hefur löngum verið einn vinsælasti skemmtistaður landsins og var ráðist í verulegar umbætur á innréttingu skemmtistaðarins síðasta sumar, þegar enn voru bundnar vonir við að geta opnað strax um haustið. Ekki varð af því. Búast má við að ekki líðu á löngu þar til B5 verði aftur kominn í fulla sveiflu án þeirra tíma- og fjöldatakmarkana sem næturlífið hefur þurft að lifa við síðan í mars í fyrra. Í síðari hluta júní hafa stjórnvöld boðað að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt, enda verði 75% Íslendinga 16 ára og eldri komnir með í það minnsta einn skammt af bóluefni. Fyrri rekstraraðilar B5 kvörtuðu í heimsfaraldrinum sáran undan samskiptum sínum við leigusalann, sem er fasteignafélagið Eik. Félagið var sagt hafa hækkað leiguna á sama tíma og allur grundvöllur var horfinn undan rekstri skemmtistaðarins vegna samkomubanns. Loks var öllum starfsmönnum sagt upp í ágúst í fyrra. Birgitta Líf er 28 ára gömul og hefur undanfarin ár starfað sem markaðsstjóri líkamsræktarstöðva World Class. Eigendur þeirrar keðju eru foreldrar Birgittu, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir. Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Birgitta Líf staðfestir þetta í samtali við Vísi en vill ekki tjá sig að öðru leyti um áformin. B5 hefur löngum verið einn vinsælasti skemmtistaður landsins og var ráðist í verulegar umbætur á innréttingu skemmtistaðarins síðasta sumar, þegar enn voru bundnar vonir við að geta opnað strax um haustið. Ekki varð af því. Búast má við að ekki líðu á löngu þar til B5 verði aftur kominn í fulla sveiflu án þeirra tíma- og fjöldatakmarkana sem næturlífið hefur þurft að lifa við síðan í mars í fyrra. Í síðari hluta júní hafa stjórnvöld boðað að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt, enda verði 75% Íslendinga 16 ára og eldri komnir með í það minnsta einn skammt af bóluefni. Fyrri rekstraraðilar B5 kvörtuðu í heimsfaraldrinum sáran undan samskiptum sínum við leigusalann, sem er fasteignafélagið Eik. Félagið var sagt hafa hækkað leiguna á sama tíma og allur grundvöllur var horfinn undan rekstri skemmtistaðarins vegna samkomubanns. Loks var öllum starfsmönnum sagt upp í ágúst í fyrra. Birgitta Líf er 28 ára gömul og hefur undanfarin ár starfað sem markaðsstjóri líkamsræktarstöðva World Class. Eigendur þeirrar keðju eru foreldrar Birgittu, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir.
Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29
Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58