Arnar í markmannsleit: Brotnaði á fjórum stöðum Valur Páll Eiríksson skrifar 1. maí 2021 20:10 Arnar Grétarsson er í leit að markverði. vísir/stefán Arnar Grétarsson, þjálfari KA, er í leit að markverði eftir slæmt handarbrot Kristijans Jajalo í vikunni. Strákur í þriðja flokki var í leikmannahópi KA í 0-0 jafntefli við HK í Pepsi Max-deild karla í dag. „Ég held heilt yfir að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, það getur vel verið að HK-ingarnir séu ósáttir því þeir fengu náttúrulega besta færið í leiknum þegar Dusan sendir til baka undir engri pressu og gerir bara mistök, eins og gerist stundum í fótbolta. Stubbur [Steinþór Már Auðunsson] var starfi sínu vaxinn. En ef við tökum það út var þetta bara frekar lokaður leikur,“ sagði Arnar um leikinn. Þá segir hann skort á æfingum og leikjum vegna COVID-ástandsins hafa sitt að segja. „Þú vilt reyna, sem þjálfari, að ná 5-6 leikjum með þínu besta liði en það hefur ekki verið, en ég tel að okkar lið sé ekkert eitt með það. Nú komum við inn í mótið og spilum þétt og verðum að sækja úrslit en það gekk ekki. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja þessi þrjú stig en það vantar svolítið upp á síðasta þriðjung.“ 'Stubbur' gerði vel en það vantar annan markvörð Kristijan Jajalo, markvörður KA, handarbrotnaði í vikunni og verður lengi frá. Varamarkvörður KA í dag, Ívar Arnbro Þórhallsson, er leikmaður þriðja flokks - fæddur 2006, svo Arnar segir KA-menn vera að líta í kringum sig. „Þetta var slæmt brot, ég held hann hafi brotnað á fjórum stöðum. Þeir tala um allavega þrjá mánuði þannig að það er orðið ansi langt,“ „Ég var mjög ánægður með frammistöðu Stubbs í dag, hann var mjög góður og hann hefur verið að sýna þetta á æfingum. Hans fyrsti leikur í efstu deild og hann sýndi að hann getur þetta.“ sagði Arnar um Steinþór Má, eða Stubb, en hann lék með Magna í Grenivík í fyrra og var, líkt og Arnar kom inn á að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. Um markmannsmálin sagði Arnar: „Við erum að skoða að reyna að fá einhvern markmann inn vegna þess að Jajalo er frá í þrjá, fjóra mánuði. Þá er til mikils ætlast að mjög ungur strákur geti stigið inn. Hann [Ívar] er mjög efnilegur strákur en mér finnst heldur mikið að setja það á herðarnar á honum að fara í markið. Við ætlum okkur hluti í sumar og við erum að skoða í kringum okkur.“ Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
„Ég held heilt yfir að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, það getur vel verið að HK-ingarnir séu ósáttir því þeir fengu náttúrulega besta færið í leiknum þegar Dusan sendir til baka undir engri pressu og gerir bara mistök, eins og gerist stundum í fótbolta. Stubbur [Steinþór Már Auðunsson] var starfi sínu vaxinn. En ef við tökum það út var þetta bara frekar lokaður leikur,“ sagði Arnar um leikinn. Þá segir hann skort á æfingum og leikjum vegna COVID-ástandsins hafa sitt að segja. „Þú vilt reyna, sem þjálfari, að ná 5-6 leikjum með þínu besta liði en það hefur ekki verið, en ég tel að okkar lið sé ekkert eitt með það. Nú komum við inn í mótið og spilum þétt og verðum að sækja úrslit en það gekk ekki. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja þessi þrjú stig en það vantar svolítið upp á síðasta þriðjung.“ 'Stubbur' gerði vel en það vantar annan markvörð Kristijan Jajalo, markvörður KA, handarbrotnaði í vikunni og verður lengi frá. Varamarkvörður KA í dag, Ívar Arnbro Þórhallsson, er leikmaður þriðja flokks - fæddur 2006, svo Arnar segir KA-menn vera að líta í kringum sig. „Þetta var slæmt brot, ég held hann hafi brotnað á fjórum stöðum. Þeir tala um allavega þrjá mánuði þannig að það er orðið ansi langt,“ „Ég var mjög ánægður með frammistöðu Stubbs í dag, hann var mjög góður og hann hefur verið að sýna þetta á æfingum. Hans fyrsti leikur í efstu deild og hann sýndi að hann getur þetta.“ sagði Arnar um Steinþór Má, eða Stubb, en hann lék með Magna í Grenivík í fyrra og var, líkt og Arnar kom inn á að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. Um markmannsmálin sagði Arnar: „Við erum að skoða að reyna að fá einhvern markmann inn vegna þess að Jajalo er frá í þrjá, fjóra mánuði. Þá er til mikils ætlast að mjög ungur strákur geti stigið inn. Hann [Ívar] er mjög efnilegur strákur en mér finnst heldur mikið að setja það á herðarnar á honum að fara í markið. Við ætlum okkur hluti í sumar og við erum að skoða í kringum okkur.“
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50