Arnar í markmannsleit: Brotnaði á fjórum stöðum Valur Páll Eiríksson skrifar 1. maí 2021 20:10 Arnar Grétarsson er í leit að markverði. vísir/stefán Arnar Grétarsson, þjálfari KA, er í leit að markverði eftir slæmt handarbrot Kristijans Jajalo í vikunni. Strákur í þriðja flokki var í leikmannahópi KA í 0-0 jafntefli við HK í Pepsi Max-deild karla í dag. „Ég held heilt yfir að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, það getur vel verið að HK-ingarnir séu ósáttir því þeir fengu náttúrulega besta færið í leiknum þegar Dusan sendir til baka undir engri pressu og gerir bara mistök, eins og gerist stundum í fótbolta. Stubbur [Steinþór Már Auðunsson] var starfi sínu vaxinn. En ef við tökum það út var þetta bara frekar lokaður leikur,“ sagði Arnar um leikinn. Þá segir hann skort á æfingum og leikjum vegna COVID-ástandsins hafa sitt að segja. „Þú vilt reyna, sem þjálfari, að ná 5-6 leikjum með þínu besta liði en það hefur ekki verið, en ég tel að okkar lið sé ekkert eitt með það. Nú komum við inn í mótið og spilum þétt og verðum að sækja úrslit en það gekk ekki. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja þessi þrjú stig en það vantar svolítið upp á síðasta þriðjung.“ 'Stubbur' gerði vel en það vantar annan markvörð Kristijan Jajalo, markvörður KA, handarbrotnaði í vikunni og verður lengi frá. Varamarkvörður KA í dag, Ívar Arnbro Þórhallsson, er leikmaður þriðja flokks - fæddur 2006, svo Arnar segir KA-menn vera að líta í kringum sig. „Þetta var slæmt brot, ég held hann hafi brotnað á fjórum stöðum. Þeir tala um allavega þrjá mánuði þannig að það er orðið ansi langt,“ „Ég var mjög ánægður með frammistöðu Stubbs í dag, hann var mjög góður og hann hefur verið að sýna þetta á æfingum. Hans fyrsti leikur í efstu deild og hann sýndi að hann getur þetta.“ sagði Arnar um Steinþór Má, eða Stubb, en hann lék með Magna í Grenivík í fyrra og var, líkt og Arnar kom inn á að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. Um markmannsmálin sagði Arnar: „Við erum að skoða að reyna að fá einhvern markmann inn vegna þess að Jajalo er frá í þrjá, fjóra mánuði. Þá er til mikils ætlast að mjög ungur strákur geti stigið inn. Hann [Ívar] er mjög efnilegur strákur en mér finnst heldur mikið að setja það á herðarnar á honum að fara í markið. Við ætlum okkur hluti í sumar og við erum að skoða í kringum okkur.“ Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
„Ég held heilt yfir að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, það getur vel verið að HK-ingarnir séu ósáttir því þeir fengu náttúrulega besta færið í leiknum þegar Dusan sendir til baka undir engri pressu og gerir bara mistök, eins og gerist stundum í fótbolta. Stubbur [Steinþór Már Auðunsson] var starfi sínu vaxinn. En ef við tökum það út var þetta bara frekar lokaður leikur,“ sagði Arnar um leikinn. Þá segir hann skort á æfingum og leikjum vegna COVID-ástandsins hafa sitt að segja. „Þú vilt reyna, sem þjálfari, að ná 5-6 leikjum með þínu besta liði en það hefur ekki verið, en ég tel að okkar lið sé ekkert eitt með það. Nú komum við inn í mótið og spilum þétt og verðum að sækja úrslit en það gekk ekki. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja þessi þrjú stig en það vantar svolítið upp á síðasta þriðjung.“ 'Stubbur' gerði vel en það vantar annan markvörð Kristijan Jajalo, markvörður KA, handarbrotnaði í vikunni og verður lengi frá. Varamarkvörður KA í dag, Ívar Arnbro Þórhallsson, er leikmaður þriðja flokks - fæddur 2006, svo Arnar segir KA-menn vera að líta í kringum sig. „Þetta var slæmt brot, ég held hann hafi brotnað á fjórum stöðum. Þeir tala um allavega þrjá mánuði þannig að það er orðið ansi langt,“ „Ég var mjög ánægður með frammistöðu Stubbs í dag, hann var mjög góður og hann hefur verið að sýna þetta á æfingum. Hans fyrsti leikur í efstu deild og hann sýndi að hann getur þetta.“ sagði Arnar um Steinþór Má, eða Stubb, en hann lék með Magna í Grenivík í fyrra og var, líkt og Arnar kom inn á að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. Um markmannsmálin sagði Arnar: „Við erum að skoða að reyna að fá einhvern markmann inn vegna þess að Jajalo er frá í þrjá, fjóra mánuði. Þá er til mikils ætlast að mjög ungur strákur geti stigið inn. Hann [Ívar] er mjög efnilegur strákur en mér finnst heldur mikið að setja það á herðarnar á honum að fara í markið. Við ætlum okkur hluti í sumar og við erum að skoða í kringum okkur.“
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50