Arnar í markmannsleit: Brotnaði á fjórum stöðum Valur Páll Eiríksson skrifar 1. maí 2021 20:10 Arnar Grétarsson er í leit að markverði. vísir/stefán Arnar Grétarsson, þjálfari KA, er í leit að markverði eftir slæmt handarbrot Kristijans Jajalo í vikunni. Strákur í þriðja flokki var í leikmannahópi KA í 0-0 jafntefli við HK í Pepsi Max-deild karla í dag. „Ég held heilt yfir að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, það getur vel verið að HK-ingarnir séu ósáttir því þeir fengu náttúrulega besta færið í leiknum þegar Dusan sendir til baka undir engri pressu og gerir bara mistök, eins og gerist stundum í fótbolta. Stubbur [Steinþór Már Auðunsson] var starfi sínu vaxinn. En ef við tökum það út var þetta bara frekar lokaður leikur,“ sagði Arnar um leikinn. Þá segir hann skort á æfingum og leikjum vegna COVID-ástandsins hafa sitt að segja. „Þú vilt reyna, sem þjálfari, að ná 5-6 leikjum með þínu besta liði en það hefur ekki verið, en ég tel að okkar lið sé ekkert eitt með það. Nú komum við inn í mótið og spilum þétt og verðum að sækja úrslit en það gekk ekki. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja þessi þrjú stig en það vantar svolítið upp á síðasta þriðjung.“ 'Stubbur' gerði vel en það vantar annan markvörð Kristijan Jajalo, markvörður KA, handarbrotnaði í vikunni og verður lengi frá. Varamarkvörður KA í dag, Ívar Arnbro Þórhallsson, er leikmaður þriðja flokks - fæddur 2006, svo Arnar segir KA-menn vera að líta í kringum sig. „Þetta var slæmt brot, ég held hann hafi brotnað á fjórum stöðum. Þeir tala um allavega þrjá mánuði þannig að það er orðið ansi langt,“ „Ég var mjög ánægður með frammistöðu Stubbs í dag, hann var mjög góður og hann hefur verið að sýna þetta á æfingum. Hans fyrsti leikur í efstu deild og hann sýndi að hann getur þetta.“ sagði Arnar um Steinþór Má, eða Stubb, en hann lék með Magna í Grenivík í fyrra og var, líkt og Arnar kom inn á að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. Um markmannsmálin sagði Arnar: „Við erum að skoða að reyna að fá einhvern markmann inn vegna þess að Jajalo er frá í þrjá, fjóra mánuði. Þá er til mikils ætlast að mjög ungur strákur geti stigið inn. Hann [Ívar] er mjög efnilegur strákur en mér finnst heldur mikið að setja það á herðarnar á honum að fara í markið. Við ætlum okkur hluti í sumar og við erum að skoða í kringum okkur.“ Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
„Ég held heilt yfir að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, það getur vel verið að HK-ingarnir séu ósáttir því þeir fengu náttúrulega besta færið í leiknum þegar Dusan sendir til baka undir engri pressu og gerir bara mistök, eins og gerist stundum í fótbolta. Stubbur [Steinþór Már Auðunsson] var starfi sínu vaxinn. En ef við tökum það út var þetta bara frekar lokaður leikur,“ sagði Arnar um leikinn. Þá segir hann skort á æfingum og leikjum vegna COVID-ástandsins hafa sitt að segja. „Þú vilt reyna, sem þjálfari, að ná 5-6 leikjum með þínu besta liði en það hefur ekki verið, en ég tel að okkar lið sé ekkert eitt með það. Nú komum við inn í mótið og spilum þétt og verðum að sækja úrslit en það gekk ekki. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja þessi þrjú stig en það vantar svolítið upp á síðasta þriðjung.“ 'Stubbur' gerði vel en það vantar annan markvörð Kristijan Jajalo, markvörður KA, handarbrotnaði í vikunni og verður lengi frá. Varamarkvörður KA í dag, Ívar Arnbro Þórhallsson, er leikmaður þriðja flokks - fæddur 2006, svo Arnar segir KA-menn vera að líta í kringum sig. „Þetta var slæmt brot, ég held hann hafi brotnað á fjórum stöðum. Þeir tala um allavega þrjá mánuði þannig að það er orðið ansi langt,“ „Ég var mjög ánægður með frammistöðu Stubbs í dag, hann var mjög góður og hann hefur verið að sýna þetta á æfingum. Hans fyrsti leikur í efstu deild og hann sýndi að hann getur þetta.“ sagði Arnar um Steinþór Má, eða Stubb, en hann lék með Magna í Grenivík í fyrra og var, líkt og Arnar kom inn á að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. Um markmannsmálin sagði Arnar: „Við erum að skoða að reyna að fá einhvern markmann inn vegna þess að Jajalo er frá í þrjá, fjóra mánuði. Þá er til mikils ætlast að mjög ungur strákur geti stigið inn. Hann [Ívar] er mjög efnilegur strákur en mér finnst heldur mikið að setja það á herðarnar á honum að fara í markið. Við ætlum okkur hluti í sumar og við erum að skoða í kringum okkur.“
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50