Orkupakki fjögur frá Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar 1. maí 2021 20:01 Undanfarnar vikur hafa andstæðingar Evrópusambandsins verið að blása upp andstöðu við Orkupakka fjögur sem Ísland þarf að innleiða í lög á næstu mánuðum. Það eru nákvæmlega sömu mótrök notuð gegn orkupakka fjögur og voru notuð gegn orkupakka þrjú sem var innleiddur í íslensk lög fyrir nokkrum árum síðan. Auk þess sem þjóðremba og annar óþrifnaður er notaður sem mótrök gegn Orkupakka fjögur og Evrópusambandinu. Orkupakki fjögur er ekki flókinn. Þetta snýst að mestu leiti um umhverfisvæna orkugjafa. Tengingar smávirkjana inná stærri rafmagnsnet, kostnað og kröfur í kringum slíkar tengingar. Reikna má með að núverandi íslensk lög um sama málefni þurfi að víkja í heild sinni eða verða breytt verulega frá því sem er núna í dag. Þar sem lögin frá Evrópusambandinu ættu að gera smávirkjunum einfaldara að tengjast inná stærri rafmagnsnet og selja umframorku þar inn. Að auki er um venjulegar uppfærslu á eldri lagagreinum varðandi raforku eftir því sem þörf er á. Hjá Evrópusambandinu heitir Orkupakki fjögur, „Hrein orka fyrir alla Evrópubúa“ og helstu markmið eru að ná Evrópusambandinu og EES innan þeirra markmiða sem eru sett í Parísarsamkomulaginu varðandi takmörkun á gróðurhúsaloftegundum. Enda er útblástur á þeim að setja mannkynið allt í stórhættu ásamt öðru lífríki á Jörðinni. Annar hluti Orkupakka fjögur er að styrkja réttindi fólksins sem kaupir raforku, auka gagnsæi rafmagnsreikninga. Auk aukinna réttinda til fólks til þess að framleiða og geyma sína eigin raforku eins og ég nefni að ofan. Hversu mikið af þessu mun nákvæmlega ná til Íslendinga á eftir að koma í ljós enda er raforku markaðurinn á Íslandi einangraður og það mun ekkert breytast af landfræðilegum ástæðum. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa andstæðingar Evrópusambandsins verið að blása upp andstöðu við Orkupakka fjögur sem Ísland þarf að innleiða í lög á næstu mánuðum. Það eru nákvæmlega sömu mótrök notuð gegn orkupakka fjögur og voru notuð gegn orkupakka þrjú sem var innleiddur í íslensk lög fyrir nokkrum árum síðan. Auk þess sem þjóðremba og annar óþrifnaður er notaður sem mótrök gegn Orkupakka fjögur og Evrópusambandinu. Orkupakki fjögur er ekki flókinn. Þetta snýst að mestu leiti um umhverfisvæna orkugjafa. Tengingar smávirkjana inná stærri rafmagnsnet, kostnað og kröfur í kringum slíkar tengingar. Reikna má með að núverandi íslensk lög um sama málefni þurfi að víkja í heild sinni eða verða breytt verulega frá því sem er núna í dag. Þar sem lögin frá Evrópusambandinu ættu að gera smávirkjunum einfaldara að tengjast inná stærri rafmagnsnet og selja umframorku þar inn. Að auki er um venjulegar uppfærslu á eldri lagagreinum varðandi raforku eftir því sem þörf er á. Hjá Evrópusambandinu heitir Orkupakki fjögur, „Hrein orka fyrir alla Evrópubúa“ og helstu markmið eru að ná Evrópusambandinu og EES innan þeirra markmiða sem eru sett í Parísarsamkomulaginu varðandi takmörkun á gróðurhúsaloftegundum. Enda er útblástur á þeim að setja mannkynið allt í stórhættu ásamt öðru lífríki á Jörðinni. Annar hluti Orkupakka fjögur er að styrkja réttindi fólksins sem kaupir raforku, auka gagnsæi rafmagnsreikninga. Auk aukinna réttinda til fólks til þess að framleiða og geyma sína eigin raforku eins og ég nefni að ofan. Hversu mikið af þessu mun nákvæmlega ná til Íslendinga á eftir að koma í ljós enda er raforku markaðurinn á Íslandi einangraður og það mun ekkert breytast af landfræðilegum ástæðum. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar