Chelsea komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2021 13:45 Chelsea er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Chris Lee/Getty Images Chelsea vann ótrúlegan 4-1 sigur á Bayern München í dag er liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea vinnur einvígið þar með 5-3 og er komið í úrslit gegn Barcelona. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bæjara sem voru 2-1 eftir fyrri undanúrslitaleikinn. Francesca Kirby kom Chelsea yfir strax á 11. mínútu en Sarah Zadrazil jafnaði metin fyrir Bayern með frábæru marki þegar rétt tæpur hálftími var liðinn af leiknum. BEND IT LIKE @SarahZadrazil! #CFCFCB 1:1 | #UWCL pic.twitter.com/3srAPBYnJa— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) May 2, 2021 Það stefndi allt í að staðan yrði 1-1 í hálfleik en Ji So-Yun kom Chelsea aftur yfir á markamínútunni frægu, 43. mínútu leiksins. Staðan 2-1 í hálfleik og ljóst að framlengja þyrfti ef það yrði lokatölur. Lengi vel stefndi í að leiknum myndi ljúka 2-1 en á 84. mínútu átti Jessica Carter aukaspyrnu inn á teig, Pernille Harder stakk sér fram fyrir alla og skallaði boltann í netið. Staðan orðin 3-1 og Chelsea á leiðinni í úrslit. Pernille Harder skorar markið sem tryggði Chelsea í raun sæti í úrslitaleiknum.Catherine Ivill/Getty Images Bayern sendi alla sína leikmenn fram í leit að jöfnunarmarki. Það gekk ekki og þegar uppbótartíminn var liðinn hreinsaði Chelsea fram á Kirby sem var á auðum sjó með opið mark fyrir framan sig þar sem Laura Benkarth, markvörður Bayern, hafði farið fram. Kirby renndi boltanum í netið og skoraði þar með fjórða mark Chelsea sem og sitt annað mark í leiknum. Staðan orðin 4-1 og var leikurinn flautaður af áður en Bayern tók miðju. Chelsea því komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar það mætir Barcelona. Er þetta í fyrsta sinn sem Chelsea kemst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Chelsea vs. Barcelona The #UWCL final is set pic.twitter.com/t7CTlvQ6kD— B/R Football (@brfootball) May 2, 2021 Chelsea er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, í 16-liða úrslitum FA-bikarsins, úrslitum Meistaradeildar Evrópu og búið að vinna deildarbikarinn. Ágætis tímabil hjá lærlingum Emmu Hayes. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Chelsea vann ótrúlegan 4-1 sigur á Bayern München í dag er liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea vinnur einvígið þar með 5-3 og er komið í úrslit gegn Barcelona. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bæjara sem voru 2-1 eftir fyrri undanúrslitaleikinn. Francesca Kirby kom Chelsea yfir strax á 11. mínútu en Sarah Zadrazil jafnaði metin fyrir Bayern með frábæru marki þegar rétt tæpur hálftími var liðinn af leiknum. BEND IT LIKE @SarahZadrazil! #CFCFCB 1:1 | #UWCL pic.twitter.com/3srAPBYnJa— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) May 2, 2021 Það stefndi allt í að staðan yrði 1-1 í hálfleik en Ji So-Yun kom Chelsea aftur yfir á markamínútunni frægu, 43. mínútu leiksins. Staðan 2-1 í hálfleik og ljóst að framlengja þyrfti ef það yrði lokatölur. Lengi vel stefndi í að leiknum myndi ljúka 2-1 en á 84. mínútu átti Jessica Carter aukaspyrnu inn á teig, Pernille Harder stakk sér fram fyrir alla og skallaði boltann í netið. Staðan orðin 3-1 og Chelsea á leiðinni í úrslit. Pernille Harder skorar markið sem tryggði Chelsea í raun sæti í úrslitaleiknum.Catherine Ivill/Getty Images Bayern sendi alla sína leikmenn fram í leit að jöfnunarmarki. Það gekk ekki og þegar uppbótartíminn var liðinn hreinsaði Chelsea fram á Kirby sem var á auðum sjó með opið mark fyrir framan sig þar sem Laura Benkarth, markvörður Bayern, hafði farið fram. Kirby renndi boltanum í netið og skoraði þar með fjórða mark Chelsea sem og sitt annað mark í leiknum. Staðan orðin 4-1 og var leikurinn flautaður af áður en Bayern tók miðju. Chelsea því komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar það mætir Barcelona. Er þetta í fyrsta sinn sem Chelsea kemst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Chelsea vs. Barcelona The #UWCL final is set pic.twitter.com/t7CTlvQ6kD— B/R Football (@brfootball) May 2, 2021 Chelsea er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, í 16-liða úrslitum FA-bikarsins, úrslitum Meistaradeildar Evrópu og búið að vinna deildarbikarinn. Ágætis tímabil hjá lærlingum Emmu Hayes.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti