Vinur Gaetz vildi náðun og viðurkenndi kynlíf með sautján ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2021 12:09 Matt Gaetz er þingmaður fyrir Repúblikanaflokkinn og situr í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. AP/Manuel Balce Ceneta Joel Greenberg, kjörinn fulltrúi í Flórída og vinur þingmannsins umdeilda Matt Gaetz, skrifaði í bréfi til Rogers Stone, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trump, fyrrverandi forseta, að hann og Gaetz hefðu greitt fyrir kynlíf með mörgum konum, þeirra á meðal sautján ára stúlku. Þetta stóð í bréfi sem Greenberg sendi Stone um það leyti sem hann leitaði eftir því að Stone aðstoðaði sig við að fá náðun frá Trump. Í bréfinu útlistaði Greenberg það sem hann taldi Trump þurfa að náða sig fyrir og ætlaði hann að greiða Stone 250 þúsund dali í rafmynt fyrir náðunina. Í bréfi sínu til Stone skrifaði Greenberg að hann og Gaetz hefðu af og til greitt ungum konum peninga fyrir kynlíf. Nefnir hann sérstaklega að peningarnir hafi farið í eldsneyti, leigu eða skólagjöld. Þá segir hann að ein þeirra hafi ekki verið orðin átján ára gömul. Blaðamenn Daily Beast hafa komið höndum yfir bréfið og samskipti Greenberg og Stone. Greenberg og Stone ræddu saman í lok síðasta árs og upphafi þessa árs og var það eftir að Trump hafði mildað dóm sem Stone hlaut fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Sjá einnig: Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Í skilaboðum til blaðamanna Daily Beast staðfesti Stone að Greenberg hefði reynt að ráða sig til að hjálpa sér við að fá náðun en sagðist ekki hafa beðið um eða fengið greiðslu. Þá staðfesti hann að Greenberg hefði sent sér „skjal“ þar sem hann útskýrði málið gegn sér. Í samskiptum Greenberg og Stone kemur fram að Greenberg bauðst til að útvega Stone 250 þúsund dali í rafmynt og spurði hvort það myndi hjálpa. Stone sagðist ekki geta þrýst of mikið. Þann 13. janúar sendi Stone svo skilaboð þar sem hann lagði til að Greenberg setti sig í startholurnar til að millifæra rafmyntina, því honum þætti líklegt að náðun væri á leiðinni. Greenberg var ekki náðaður og hafa hann og Gaetz verið til rannsóknar vegna vændiskaupa og meints mansals. Greenberg er sagður hafa veitt saksóknurum upplýsingar um vændiskaup sín og Gaetz, með því markmiði að ná samkomulagi um vægð. Rannsóknin beinist að því hvort að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum til kynferðislegra athafna. Grunur leikur á að þeir hafi jafnvel báðir átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku sem Greenberg er sakaður um að greitt fyrir kynlíf. Vísbendingar komu fram við rannsóknina um að Gaetz hefði gerst sekur um mansal með því að greiða stúlkum til að ferðast með sér á milli ríkja. Gaetz neitar sök og hefur ekki verið ákærður í málinu. Í samskiptum sínum við Stone segir Greenberg að hann hafi rekið lögmenn sína og þeir hafi vitað allt um aðkomu MG (Matt Gaetz) að vændiskaupunum. „Þeir vita að hann borgaði mér til að borga stelpunum og það að bæði ég og hann stundum kynlíf með stúlkunni sem var ólögráða,“ skrifaði Greenberg. Greenberg skrifaði nokkur drög af bréfinu sem hann sendi Stone en í einu þeirra segir hann að þeir hafi talið stúlkuna verið nítján ára gamla. Hann hafi komist að hinu sanna þann 4. september 2017 og strax hringt í Gaetz til að segja honum að halda sig frá henni. Hann sagðist einnig hafa rætt við hana og sagt henni hvað lygi hennar væri alvarleg fyrir marga. „Hún baðst afsökunar og áttaði sig á því að með því að ljúga um aldur sinn hafi hún ógnað fólki,“ skrifaði Greenberg í eina útgáfu bréfsins. Hann bætti við að hann hefði ekki átt í frekari samskiptum við hana fyrr en eftir að hún varð átján ára gömul. Höfðu aftur samband við hana eftir afmælið Daily Beast segir að rannsókn blaðamanna miðilsins hafi leitt í ljós að eftir að stúlkan varð átján ára hafi Gaetz sent Greenberg 900 dali með þeim skilaboðum að hann ætti að hafa samband við stúlkuna. Greenberg greiddi henni og tveimur öðrum ungum konum peningana sex klukkustundum síðar. Þetta var í maí 2018. Greenberg skrifaði einnig að ungu konurnar hefðu allar verið í háskóla, eða nýbúnar í háskóla, og að það hafi verið algengt að hann eða Gaetz hafi aðstoðað þær fjárhagslega. Meðal annars með því að greiða af bílum þeirra, borga flugmiða fyrir þær eða jafnvel hraðasektir. Bandaríkin Tengdar fréttir Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. 14. apríl 2021 08:48 Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
Þetta stóð í bréfi sem Greenberg sendi Stone um það leyti sem hann leitaði eftir því að Stone aðstoðaði sig við að fá náðun frá Trump. Í bréfinu útlistaði Greenberg það sem hann taldi Trump þurfa að náða sig fyrir og ætlaði hann að greiða Stone 250 þúsund dali í rafmynt fyrir náðunina. Í bréfi sínu til Stone skrifaði Greenberg að hann og Gaetz hefðu af og til greitt ungum konum peninga fyrir kynlíf. Nefnir hann sérstaklega að peningarnir hafi farið í eldsneyti, leigu eða skólagjöld. Þá segir hann að ein þeirra hafi ekki verið orðin átján ára gömul. Blaðamenn Daily Beast hafa komið höndum yfir bréfið og samskipti Greenberg og Stone. Greenberg og Stone ræddu saman í lok síðasta árs og upphafi þessa árs og var það eftir að Trump hafði mildað dóm sem Stone hlaut fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Sjá einnig: Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Í skilaboðum til blaðamanna Daily Beast staðfesti Stone að Greenberg hefði reynt að ráða sig til að hjálpa sér við að fá náðun en sagðist ekki hafa beðið um eða fengið greiðslu. Þá staðfesti hann að Greenberg hefði sent sér „skjal“ þar sem hann útskýrði málið gegn sér. Í samskiptum Greenberg og Stone kemur fram að Greenberg bauðst til að útvega Stone 250 þúsund dali í rafmynt og spurði hvort það myndi hjálpa. Stone sagðist ekki geta þrýst of mikið. Þann 13. janúar sendi Stone svo skilaboð þar sem hann lagði til að Greenberg setti sig í startholurnar til að millifæra rafmyntina, því honum þætti líklegt að náðun væri á leiðinni. Greenberg var ekki náðaður og hafa hann og Gaetz verið til rannsóknar vegna vændiskaupa og meints mansals. Greenberg er sagður hafa veitt saksóknurum upplýsingar um vændiskaup sín og Gaetz, með því markmiði að ná samkomulagi um vægð. Rannsóknin beinist að því hvort að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum til kynferðislegra athafna. Grunur leikur á að þeir hafi jafnvel báðir átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku sem Greenberg er sakaður um að greitt fyrir kynlíf. Vísbendingar komu fram við rannsóknina um að Gaetz hefði gerst sekur um mansal með því að greiða stúlkum til að ferðast með sér á milli ríkja. Gaetz neitar sök og hefur ekki verið ákærður í málinu. Í samskiptum sínum við Stone segir Greenberg að hann hafi rekið lögmenn sína og þeir hafi vitað allt um aðkomu MG (Matt Gaetz) að vændiskaupunum. „Þeir vita að hann borgaði mér til að borga stelpunum og það að bæði ég og hann stundum kynlíf með stúlkunni sem var ólögráða,“ skrifaði Greenberg. Greenberg skrifaði nokkur drög af bréfinu sem hann sendi Stone en í einu þeirra segir hann að þeir hafi talið stúlkuna verið nítján ára gamla. Hann hafi komist að hinu sanna þann 4. september 2017 og strax hringt í Gaetz til að segja honum að halda sig frá henni. Hann sagðist einnig hafa rætt við hana og sagt henni hvað lygi hennar væri alvarleg fyrir marga. „Hún baðst afsökunar og áttaði sig á því að með því að ljúga um aldur sinn hafi hún ógnað fólki,“ skrifaði Greenberg í eina útgáfu bréfsins. Hann bætti við að hann hefði ekki átt í frekari samskiptum við hana fyrr en eftir að hún varð átján ára gömul. Höfðu aftur samband við hana eftir afmælið Daily Beast segir að rannsókn blaðamanna miðilsins hafi leitt í ljós að eftir að stúlkan varð átján ára hafi Gaetz sent Greenberg 900 dali með þeim skilaboðum að hann ætti að hafa samband við stúlkuna. Greenberg greiddi henni og tveimur öðrum ungum konum peningana sex klukkustundum síðar. Þetta var í maí 2018. Greenberg skrifaði einnig að ungu konurnar hefðu allar verið í háskóla, eða nýbúnar í háskóla, og að það hafi verið algengt að hann eða Gaetz hafi aðstoðað þær fjárhagslega. Meðal annars með því að greiða af bílum þeirra, borga flugmiða fyrir þær eða jafnvel hraðasektir.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. 14. apríl 2021 08:48 Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43
Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. 14. apríl 2021 08:48
Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38
Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14