Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 23:57 Farið var með um 2,1 milljón atkvæða úr Maricopa-sýslu og kosningavélar á leikvang í Phoenix þar sem einkafyrirtæki ætlar að fara yfir þær. Endurtalningin er afar óhefðbundin og fylgir ekki hefðbundnum reglum ríkisins um þær. AP/Ross D. Franklin Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa um margra mánaða skeið haldið uppi stoðlausum og á köflum framandlegum samsæriskenningum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Engar trúverðugar sannanir hafa verið lagðar fram um það. Engu að síður ákváðu repúblikanar sem hafa meirihluta í öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum, að láta handtelja aftur um 2,1 milljón atkvæða í Maricopa-sýslu, stærstu sýslu ríkisins. Létu þeir leggja hald á kosningavélar sýslunnar og kjörseðla og afhentu fyrirtæki. Forstjóri þess hefur endurómað ásakanirnar um stórfelld kosningasvik en segist nú ætla að gæta hlutleysis við endurtalninguna. Ákvörðun öldungadeildarinnar hefur sætt harðri gagnrýni þar sem repúblikanarnir sem stóðu að henni ruddu reglum ríkisins um endurtalningar úr vegi og leyfðu einkafyrirtæki sem hefur tekið undir samsæriskenningar að stýra henni. Fyrirtækið hefur ennfremur þráast við að gefa upplýsingar um hvernig það standi að talningunni. Kim Wyman, innanríkisráðherra Washington-ríkis og repúblikani, segir að félagar hennar í Arizona hafi ákveðið að blanda stjórnmálum í stjórnsýsluferli án reglna eða laga um hvernig því á að vera háttað. „Í hvert skipti sem flokkur við völd tapar í framtíðinni mun hann nota eitthvað stjórnsýsluferli eftir kosningar til þess að draga það í efa og fólk mun ekki lengur hafa trú á að við höfum sanngjarnar kosningar,“ segir Wyman við Washington Post. Doug Logan er eigandi Cyber Ninjas, fyrirtækisins sem ætlar að telja aftur atkvæði í Arizona. Hann hefur tekið undir stoðlausar samsæriskenningar Trump um kosningasvik en lofar nú að standa að sanngjarnir talningu á atkvæðunum.AP/Ross D. Franklin Í sama streng tekur Gabriel Sterling, einn æðsti embættismaður kosninga í Georgíu og repúblikani, sem varði kosningarnar í sínu ríki fyrir árásum Trump þáverandi forseta í vetur. Hann tísti um að endurtalningin í Arizona væri annað skref í að grafa undan trausti á kosningum. „Þetta ferli er hvorki gegnsætt né löglegt, að líkindum,“ tísti Sterling. Trump er sagður með endurtalninguna á heilanum. Aðstoðarmenn hans í sveitaklúbbi hana á Flórída segja að hann spyrja um hvernig endurtalningin líði oft á dag. Þá ræði hann oft um að koma upp um meint svik í fleiri ríkjum eins og Pennsylvaníu og Georgíu þar sem hann tapaði fyrir Biden. Fyrrverandi forsetinn segi öllum þeim sem heyra vilja að hann hafi í raun unnið sigur í kosningunum sem hann tapaði með fleiri en sjö milljónum atkvæða á landsvísu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa um margra mánaða skeið haldið uppi stoðlausum og á köflum framandlegum samsæriskenningum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Engar trúverðugar sannanir hafa verið lagðar fram um það. Engu að síður ákváðu repúblikanar sem hafa meirihluta í öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum, að láta handtelja aftur um 2,1 milljón atkvæða í Maricopa-sýslu, stærstu sýslu ríkisins. Létu þeir leggja hald á kosningavélar sýslunnar og kjörseðla og afhentu fyrirtæki. Forstjóri þess hefur endurómað ásakanirnar um stórfelld kosningasvik en segist nú ætla að gæta hlutleysis við endurtalninguna. Ákvörðun öldungadeildarinnar hefur sætt harðri gagnrýni þar sem repúblikanarnir sem stóðu að henni ruddu reglum ríkisins um endurtalningar úr vegi og leyfðu einkafyrirtæki sem hefur tekið undir samsæriskenningar að stýra henni. Fyrirtækið hefur ennfremur þráast við að gefa upplýsingar um hvernig það standi að talningunni. Kim Wyman, innanríkisráðherra Washington-ríkis og repúblikani, segir að félagar hennar í Arizona hafi ákveðið að blanda stjórnmálum í stjórnsýsluferli án reglna eða laga um hvernig því á að vera háttað. „Í hvert skipti sem flokkur við völd tapar í framtíðinni mun hann nota eitthvað stjórnsýsluferli eftir kosningar til þess að draga það í efa og fólk mun ekki lengur hafa trú á að við höfum sanngjarnar kosningar,“ segir Wyman við Washington Post. Doug Logan er eigandi Cyber Ninjas, fyrirtækisins sem ætlar að telja aftur atkvæði í Arizona. Hann hefur tekið undir stoðlausar samsæriskenningar Trump um kosningasvik en lofar nú að standa að sanngjarnir talningu á atkvæðunum.AP/Ross D. Franklin Í sama streng tekur Gabriel Sterling, einn æðsti embættismaður kosninga í Georgíu og repúblikani, sem varði kosningarnar í sínu ríki fyrir árásum Trump þáverandi forseta í vetur. Hann tísti um að endurtalningin í Arizona væri annað skref í að grafa undan trausti á kosningum. „Þetta ferli er hvorki gegnsætt né löglegt, að líkindum,“ tísti Sterling. Trump er sagður með endurtalninguna á heilanum. Aðstoðarmenn hans í sveitaklúbbi hana á Flórída segja að hann spyrja um hvernig endurtalningin líði oft á dag. Þá ræði hann oft um að koma upp um meint svik í fleiri ríkjum eins og Pennsylvaníu og Georgíu þar sem hann tapaði fyrir Biden. Fyrrverandi forsetinn segi öllum þeim sem heyra vilja að hann hafi í raun unnið sigur í kosningunum sem hann tapaði með fleiri en sjö milljónum atkvæða á landsvísu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira