Í kjölfarið tilkynntu forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins, sem hefur tekið þátt í átökum í Afganistan og er nú með þúsundir hermanna þar, að þar á bæ hefði sú ákvörðun verið tekin að fylgja Bandaríkjunum eftir.
Í dag bárust þær fregnir frá NATO að brottflutningur bandalagsins frá Afganistan væri nú hafinn, samkvæmt AFP fréttaveitunni.
Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti.
Markmið Bandaríkjanna breyttist þó fljótt í að reyna að koma á nútíma lýðræðisríki í Afganistan en það hefur ekki gengið eftir. Tuttugu árum síðar hafa talibanar ekki stjórnað stærri hluta landsins frá því þeim var komið frá völdum.