Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2021 15:05 Búlgarar eru reiðir yfir ummælum rússneskra embættismanna um að Búlgaría sé einhverskonar leppríki Evrópusambandsins. Getty/Artur Widak Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. Þetta var tilkynnt eftir að ríkissaksóknari Búlgaríu tilkynnti í gær að verið væri að rannsaka fjórar sprengingar í vopnaverksmiðjum í landinu á árunum 2011 til 2020 og tilvik þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir þremur Búlgörum á undanförnum árum. Á blaðamannafundi í gær kom fram að tengsl hefðu fundist milli þessara atvika og Rússlands og grunur léki á að markmið sprenginganna hefði verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Úkraínu og Georgíu. Sofia Globe vitnar í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þar sem segir að Ekaterina Zahaieva, utanríkisráðherra, hafi rætt ítarlega við sendiherra Rússlands í Búlgaríu í dag. Hún hafi gagnrýnt ummæli rússneskra embættismanna í rússneskum fjölmiðlum um að Búlgaría væri leppur Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Ráðherrann mun hafa sagt sendiherranum að þó Búlgaría væri í ESB og starfaði með NATO þýddi það ekki að Búlgaría væri einhverskonar leppríki. Yfirvöld Búlgaríu vinni eingöngu í hag Búlgara. Þá sagði hún sendiherranum að Rússar ættu að láta af aðgerðum sem færu gegn Vínarsamningin um milliríkjasamskipti. Sprengingarnar sagðar tengjast umdeildri sveit GRU Sprengingarnar sem eru til rannsóknar eru taldar tengjast sprengingu sem varð í Tékklandi árið 2014. Yfirvöld þar í landi vísuðu nýverið átján rússneskum erindrekum úr landi eftir að vísbendingar litu dagsins ljós sem tengja umdeilda sveit í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) við sprenginguna. Sömu mennirnir og voru ákærðir fyrir að hafa eitrað fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi árið 2018 eru sakaðir um að hafa komið að sprengingunni. Þeir eru taldir tilheyra sérstakri deild í GRU sem séð hefur um skemmdarverk og launmorð í Evrópu á undanförnum árum. Deildin kallast Unit 29155. Siyka Mileva, talskona ríkissaksóknara Búlgaríu, sagði í gær að rannsakendur teldu tengsl á milli áðurnefndra sprenginga og eitrunar vopnasalans Emilian Gebrev árið 2015, samkvæmt frétt DW. Gebrev átti vopnageymsluna sem sprakk í loft upp í Tékklandi árið 2014. Sönnunargögnin bendi til þess að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Georgíu og Úkraínu og búið væri að bendla sex rússneska borgara við atvikin. Rússar hafa staðið í beinum og óbeinum átökum við Úkraínumenn frá 2014, þegar Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu með herafli. Þá hefur einnig verið mikil spenna milli Rússlands og Georgíu frá því ríkin áttu í stuttu stríði árið 2008. Búlgaría Rússland Tékkland Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Þetta var tilkynnt eftir að ríkissaksóknari Búlgaríu tilkynnti í gær að verið væri að rannsaka fjórar sprengingar í vopnaverksmiðjum í landinu á árunum 2011 til 2020 og tilvik þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir þremur Búlgörum á undanförnum árum. Á blaðamannafundi í gær kom fram að tengsl hefðu fundist milli þessara atvika og Rússlands og grunur léki á að markmið sprenginganna hefði verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Úkraínu og Georgíu. Sofia Globe vitnar í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þar sem segir að Ekaterina Zahaieva, utanríkisráðherra, hafi rætt ítarlega við sendiherra Rússlands í Búlgaríu í dag. Hún hafi gagnrýnt ummæli rússneskra embættismanna í rússneskum fjölmiðlum um að Búlgaría væri leppur Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Ráðherrann mun hafa sagt sendiherranum að þó Búlgaría væri í ESB og starfaði með NATO þýddi það ekki að Búlgaría væri einhverskonar leppríki. Yfirvöld Búlgaríu vinni eingöngu í hag Búlgara. Þá sagði hún sendiherranum að Rússar ættu að láta af aðgerðum sem færu gegn Vínarsamningin um milliríkjasamskipti. Sprengingarnar sagðar tengjast umdeildri sveit GRU Sprengingarnar sem eru til rannsóknar eru taldar tengjast sprengingu sem varð í Tékklandi árið 2014. Yfirvöld þar í landi vísuðu nýverið átján rússneskum erindrekum úr landi eftir að vísbendingar litu dagsins ljós sem tengja umdeilda sveit í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) við sprenginguna. Sömu mennirnir og voru ákærðir fyrir að hafa eitrað fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi árið 2018 eru sakaðir um að hafa komið að sprengingunni. Þeir eru taldir tilheyra sérstakri deild í GRU sem séð hefur um skemmdarverk og launmorð í Evrópu á undanförnum árum. Deildin kallast Unit 29155. Siyka Mileva, talskona ríkissaksóknara Búlgaríu, sagði í gær að rannsakendur teldu tengsl á milli áðurnefndra sprenginga og eitrunar vopnasalans Emilian Gebrev árið 2015, samkvæmt frétt DW. Gebrev átti vopnageymsluna sem sprakk í loft upp í Tékklandi árið 2014. Sönnunargögnin bendi til þess að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Georgíu og Úkraínu og búið væri að bendla sex rússneska borgara við atvikin. Rússar hafa staðið í beinum og óbeinum átökum við Úkraínumenn frá 2014, þegar Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu með herafli. Þá hefur einnig verið mikil spenna milli Rússlands og Georgíu frá því ríkin áttu í stuttu stríði árið 2008.
Búlgaría Rússland Tékkland Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira