Loftslagsbreytingar og vinnumarkaðurinn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. apríl 2021 10:31 Á næsta áratug verðum við á Íslandi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um nær helming. Ríkisstjórnin gaf út uppfærða útgáfu af aðgerðaáæltun í loftslagsmálum síðast liðið sumar með metnaðarfullum markmiðum. Margar af aðgerðunum eru þó óútfærðar og ekki vænlegar til árangurs nema ríkisvaldið taki til hendinni svo um munar. Það eru fyrst og fremst þeir sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta sem eru tregir til að gera nauðsynlegar breytingar. Þetta er skiljanlegt, en þó skammsýnt viðhorf. Kostnaður vegna hamfarahlýnuar er til lengdar miklu meiri en við nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir hana og þann kostnað munum við öll bera. Nauðsynlegar aðgerðir geta einnig valdið óvissu fyrir venjulegt fólk, meðal annars vegna breyttra atvinnuhátta og þar með breytinga á störfum. Þetta veldur skiljanlega ótta og jafnvel andstöðu við breytingarnar. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast með sanngirni að leiðarljósi. Loftslagsmálin eru því bæði tæknilegt og félagslegt viðfangsefni. Verkalýðshreyfingin verður að sitja við borðið BSRB, ASÍ og BHM gáfu nýlega út skýrslu um verkalýðshreyfinguna og loftslagsmálin. Þar lýsum við yfir stuðningi við loftslagsmarkmið stjórnvalda en áréttum að þeim verði að ná á forsendum réttlátra umskipta. Réttlát umskipti fela í sér að við hámörkum áhrif loftslagsaðgerða til að ná kolefnishlutleysi en tryggjum um leið sanngjarna dreifingu kostnaðar og ávinnings. Áhersla er á sköpun grænna og góðra starfa sem eru launuð með sanngjörnum hætti, veita vinnumarkaðstengd réttindi og að tryggja starfsfólki áhrif á starfsaðstæður sínar. Grænar fjárfestingar þarf því að meta út frá áhrifum á fjölda og gæði starfa ekki síður en fyrirtæki. Gera þarf fólki kleift að efla þekkingu sína og færni fyrir ný eða breytt störf með sí- og endurmenntun og tryggja afkomu milli starfa. Í réttlátum umskiptum felst að verkalýðshreyfingin taki þátt í stefnumótun og útfærslu loftslagsaðgerða sem hafa munu áhrif á hag og aðstæður launafólks og almennings. Ný störf skapast vegna loftslagsaðgerða Þegar gerðar eru breytingar til að koma á kolefnishlutleysi er óhjákvæmilegt að sum störf muni breytast eða jafnvel hverfa, en önnur verða til á móti. Á sumardaginn fyrsta kynnti Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, að þau ætluðu að opna móttöku- og förgunarstöð fyrir koltvíoxíð í Straumsvík. Þetta eru frábærar fréttir og sýna að hugvit og tækniframfarir skipta sköpum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tilraunaborarnir hefjast á næsta ári og starfsemin á að hefjast árið 2025. Þetta metnaðarfulla verkefni er gott dæmi um hvernig loftslagsaðgerðir geta skapað ný störf en reiknað er með að 600 bein og afleidd störf skapist við uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar. Losun frá íslenska hagkerfinu Hér á landi hefur ekki verið gerð greining á áhrifum loftslagsbreytinga á vinnumarkaðinn. Í töflunni eru upplýsingar Hagstofu Íslands úr bókahaldi um losun frá hagkerfinu (AEA) skoðaðar í samhengi við upplýsingar úr þjóðhagsreikningum og staðgreiðsluskrám til að sjá hvaða atvinnugreinar losa mest, hlutdeild þeirra í landsframleiðslu og fjölda starfandi í hverri grein. Hlutdeild atvinnugreina í losun gróðurhúsalofttegunda frá hagkerfi Íslands (AEA bókhald), landsframleiðslu og hlutfall af heildarfjölda starfandi árið 2019. Heimild: Hagstofa Íslands. Þær fjórar atvinnugreinar sem valda um 75% af losun íslenska hagkerfisins, leggja um 12% til landsframleiðslunnar og um 10% af starfandi vinna í þessum greinum. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þrjár þessara greina, flutningar með flugi, framleiðsla málma og sjávarútvegur eru burðargreinar þegar kemur að því að skapa útflutningsverðmæti og hafa mikil áhrif á afkomu í öðrum atvinnugreinum landsins. Það er því mikið í húfi að þessar greinar nái að draga úr losun án þess að það dragi úr framleiðsluvirði þeirra. Til þess þarf miklu markvissari aðgerðir, fjárfestingu og starfsfólk sem getur tekist á við breytingar innan greinanna. Rétt er að taka fram að flug heyrir undir alþjóðlegt kerfi flugsins um samdrátt í losun og málmframleiðsla undir Evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir. Stuðningur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur Verkalýðshreyfingin beitir sér fyrir réttlátum umskiptum í opinberri umræðu en fyrst og fremst með samtali við stjórnvöld. Stjórnvöld verða að taka stuðningi okkar og áherslum á réttlát umskipti fagnandi til að verja hagsmuni almennings og skapa um leið betri sátt um þær lífsnauðsynlegu og umfangsmiklu breytingar sem við verðum að ráðast í á næstu árum. Höfundur er hagfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Loftslagsmál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Á næsta áratug verðum við á Íslandi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um nær helming. Ríkisstjórnin gaf út uppfærða útgáfu af aðgerðaáæltun í loftslagsmálum síðast liðið sumar með metnaðarfullum markmiðum. Margar af aðgerðunum eru þó óútfærðar og ekki vænlegar til árangurs nema ríkisvaldið taki til hendinni svo um munar. Það eru fyrst og fremst þeir sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta sem eru tregir til að gera nauðsynlegar breytingar. Þetta er skiljanlegt, en þó skammsýnt viðhorf. Kostnaður vegna hamfarahlýnuar er til lengdar miklu meiri en við nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir hana og þann kostnað munum við öll bera. Nauðsynlegar aðgerðir geta einnig valdið óvissu fyrir venjulegt fólk, meðal annars vegna breyttra atvinnuhátta og þar með breytinga á störfum. Þetta veldur skiljanlega ótta og jafnvel andstöðu við breytingarnar. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast með sanngirni að leiðarljósi. Loftslagsmálin eru því bæði tæknilegt og félagslegt viðfangsefni. Verkalýðshreyfingin verður að sitja við borðið BSRB, ASÍ og BHM gáfu nýlega út skýrslu um verkalýðshreyfinguna og loftslagsmálin. Þar lýsum við yfir stuðningi við loftslagsmarkmið stjórnvalda en áréttum að þeim verði að ná á forsendum réttlátra umskipta. Réttlát umskipti fela í sér að við hámörkum áhrif loftslagsaðgerða til að ná kolefnishlutleysi en tryggjum um leið sanngjarna dreifingu kostnaðar og ávinnings. Áhersla er á sköpun grænna og góðra starfa sem eru launuð með sanngjörnum hætti, veita vinnumarkaðstengd réttindi og að tryggja starfsfólki áhrif á starfsaðstæður sínar. Grænar fjárfestingar þarf því að meta út frá áhrifum á fjölda og gæði starfa ekki síður en fyrirtæki. Gera þarf fólki kleift að efla þekkingu sína og færni fyrir ný eða breytt störf með sí- og endurmenntun og tryggja afkomu milli starfa. Í réttlátum umskiptum felst að verkalýðshreyfingin taki þátt í stefnumótun og útfærslu loftslagsaðgerða sem hafa munu áhrif á hag og aðstæður launafólks og almennings. Ný störf skapast vegna loftslagsaðgerða Þegar gerðar eru breytingar til að koma á kolefnishlutleysi er óhjákvæmilegt að sum störf muni breytast eða jafnvel hverfa, en önnur verða til á móti. Á sumardaginn fyrsta kynnti Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, að þau ætluðu að opna móttöku- og förgunarstöð fyrir koltvíoxíð í Straumsvík. Þetta eru frábærar fréttir og sýna að hugvit og tækniframfarir skipta sköpum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tilraunaborarnir hefjast á næsta ári og starfsemin á að hefjast árið 2025. Þetta metnaðarfulla verkefni er gott dæmi um hvernig loftslagsaðgerðir geta skapað ný störf en reiknað er með að 600 bein og afleidd störf skapist við uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar. Losun frá íslenska hagkerfinu Hér á landi hefur ekki verið gerð greining á áhrifum loftslagsbreytinga á vinnumarkaðinn. Í töflunni eru upplýsingar Hagstofu Íslands úr bókahaldi um losun frá hagkerfinu (AEA) skoðaðar í samhengi við upplýsingar úr þjóðhagsreikningum og staðgreiðsluskrám til að sjá hvaða atvinnugreinar losa mest, hlutdeild þeirra í landsframleiðslu og fjölda starfandi í hverri grein. Hlutdeild atvinnugreina í losun gróðurhúsalofttegunda frá hagkerfi Íslands (AEA bókhald), landsframleiðslu og hlutfall af heildarfjölda starfandi árið 2019. Heimild: Hagstofa Íslands. Þær fjórar atvinnugreinar sem valda um 75% af losun íslenska hagkerfisins, leggja um 12% til landsframleiðslunnar og um 10% af starfandi vinna í þessum greinum. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þrjár þessara greina, flutningar með flugi, framleiðsla málma og sjávarútvegur eru burðargreinar þegar kemur að því að skapa útflutningsverðmæti og hafa mikil áhrif á afkomu í öðrum atvinnugreinum landsins. Það er því mikið í húfi að þessar greinar nái að draga úr losun án þess að það dragi úr framleiðsluvirði þeirra. Til þess þarf miklu markvissari aðgerðir, fjárfestingu og starfsfólk sem getur tekist á við breytingar innan greinanna. Rétt er að taka fram að flug heyrir undir alþjóðlegt kerfi flugsins um samdrátt í losun og málmframleiðsla undir Evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir. Stuðningur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur Verkalýðshreyfingin beitir sér fyrir réttlátum umskiptum í opinberri umræðu en fyrst og fremst með samtali við stjórnvöld. Stjórnvöld verða að taka stuðningi okkar og áherslum á réttlát umskipti fagnandi til að verja hagsmuni almennings og skapa um leið betri sátt um þær lífsnauðsynlegu og umfangsmiklu breytingar sem við verðum að ráðast í á næstu árum. Höfundur er hagfræðingur BSRB.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun