Gjörbreyttur eftir áfallið á spítalanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2021 12:26 Marek Moszczynski í dómsal á mánudag. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Marek Moszczynski, pólskur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar, taldi sig vera með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Geðlæknar telja líklegt að áfallið við þær fréttir hafi komið andlegum veikindum hans af stað. Aðalmeðferð í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur er nú á þriðja degi. Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks fór fram á það við dóminn að þinghaldi yrði lokað meðan andleg veikindi og persónuleg sjúkrasaga Mareks yrði til umfjöllunar – eða að fjölmiðlum yrði að minnsta kosti meinað að fjalla um þann hluta málsins. Dómurinn féllst ekki á það og þinghald hélst áfram opið. Fram kom í máli geðlækna sem komu að geðmati eða meðferð á Marek að hann væri elstur þríbura. Líkt og greint var frá áður hafði Marek orðið veikur í byrjun maí 2020, tæpum tveimur mánuðum fyrir brunann, og verið lagður inn á spítala með einkenni sem talið var að gætu verið magakrabbamein. Geðlæknir hafði eftir bróðurdóttur Mareks að aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Marek hefði verið tilkynnt um að hann gæti verið með illkynja krabbamein, sem mögulega gæti leitt til dauða, hefði hegðun hans gjörbreyst – líkt og hann hefði fengið sjokk eftir þessar upplýsingar. Geðlæknar voru sammála um að álagið af legu hans á deildinni, þegar hann stóð í þeirri trú að hann væri mögulega að deyja, hafi komið af stað andlegu veikindum hans, sem enduðu með maníu eða geðrofsástandi. Þá hefði hann staðið í þeirri trú að hann væri með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Síðar kom í ljós að veikindin voru ekki illkynja en ekki fyrr en eftir brunann. Samkvæmt samtölum við fjölskyldumeðlimi Mareks hefði hann jafnframt sýnt af sér hegðun gegnum tíðina sem gæti bent til þess að hann væri með geðhvarfasjúkdóm. Óljós innlögn á hergeðdeild Þá var greint frá óljósri sögu um innlögn Mareks á geðdeild á vegum pólska hersins fyrir um þrjátíu til fjörutíu árum. Geðlæknarnir sögðu allir að mjög erfiðlega hefði gengið að fá upplýsingar um þessa innlögn og einn sagði að Marek hefði fengið einhverja greiningu þar. Hins vegar hefði Marek sjálfur sagt að hann hefði gert sér upp þessi veikindi til að komast hjá því að gegna herskyldu. Einn geðlæknir sem vann að yfirmati á Marek sagði að það væri mat hans að Marek hefði verið ófær um að bera ábyrgð á gjörðum sínum daginn sem bruninn varð. Það væri til dæmis augljóst af upptökum úr búkmyndavélum lögreglu og af þeirri hegðun hans sem geðlæknarnir urðu sjálfir vitni að. Þá töldu geðlæknarnir afar ólíklegt að Marek hefði gert sér einkenni sín upp. Antíbíómanía? Þá var töluverðu púðri varið í umræðu um svokallaða „antíbíómaníu“, maníuástand sem orsakast getur af inntöku sýklalyfja. Geðlæknar voru spurðir að því hvort sýklalyf sem Marek fékk á magadeild Landspítalans gætu hafa framkallað veikindi hans. Einn taldi það með ólíkindum og hinir töldu það í það minnsta afar ólíklegt. Dæmi væru vissulega um að sjúklingar sýndu maníueinkenni eftir að fá slík lyf en það væri mjög sjaldgæft. Líkt og fram hefur komið er Marek metinn ósakhæfur. Geðlæknarnir voru allir inntir eftir því hvort þeir teldu að Marek þyrfti að sæta öryggisráðstöfunum, verði hann fundinn sekur. Einn taldi ekki þörf á því en hinir töldu öruggast að hann fengi einhvers konar eftirfylgni, til að mynda á réttargeðdeild. Þá voru geðlæknarnir þeirrar skoðunar að það breytti engu um téða eftirfylgni hvort veikindi Mareks væru tilkomin vegna geðræns sjúkdóms, áfalls eða sýklalyfjanna. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í. 28. apríl 2021 10:41 Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. 27. apríl 2021 16:41 Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir. 27. apríl 2021 13:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur er nú á þriðja degi. Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks fór fram á það við dóminn að þinghaldi yrði lokað meðan andleg veikindi og persónuleg sjúkrasaga Mareks yrði til umfjöllunar – eða að fjölmiðlum yrði að minnsta kosti meinað að fjalla um þann hluta málsins. Dómurinn féllst ekki á það og þinghald hélst áfram opið. Fram kom í máli geðlækna sem komu að geðmati eða meðferð á Marek að hann væri elstur þríbura. Líkt og greint var frá áður hafði Marek orðið veikur í byrjun maí 2020, tæpum tveimur mánuðum fyrir brunann, og verið lagður inn á spítala með einkenni sem talið var að gætu verið magakrabbamein. Geðlæknir hafði eftir bróðurdóttur Mareks að aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Marek hefði verið tilkynnt um að hann gæti verið með illkynja krabbamein, sem mögulega gæti leitt til dauða, hefði hegðun hans gjörbreyst – líkt og hann hefði fengið sjokk eftir þessar upplýsingar. Geðlæknar voru sammála um að álagið af legu hans á deildinni, þegar hann stóð í þeirri trú að hann væri mögulega að deyja, hafi komið af stað andlegu veikindum hans, sem enduðu með maníu eða geðrofsástandi. Þá hefði hann staðið í þeirri trú að hann væri með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Síðar kom í ljós að veikindin voru ekki illkynja en ekki fyrr en eftir brunann. Samkvæmt samtölum við fjölskyldumeðlimi Mareks hefði hann jafnframt sýnt af sér hegðun gegnum tíðina sem gæti bent til þess að hann væri með geðhvarfasjúkdóm. Óljós innlögn á hergeðdeild Þá var greint frá óljósri sögu um innlögn Mareks á geðdeild á vegum pólska hersins fyrir um þrjátíu til fjörutíu árum. Geðlæknarnir sögðu allir að mjög erfiðlega hefði gengið að fá upplýsingar um þessa innlögn og einn sagði að Marek hefði fengið einhverja greiningu þar. Hins vegar hefði Marek sjálfur sagt að hann hefði gert sér upp þessi veikindi til að komast hjá því að gegna herskyldu. Einn geðlæknir sem vann að yfirmati á Marek sagði að það væri mat hans að Marek hefði verið ófær um að bera ábyrgð á gjörðum sínum daginn sem bruninn varð. Það væri til dæmis augljóst af upptökum úr búkmyndavélum lögreglu og af þeirri hegðun hans sem geðlæknarnir urðu sjálfir vitni að. Þá töldu geðlæknarnir afar ólíklegt að Marek hefði gert sér einkenni sín upp. Antíbíómanía? Þá var töluverðu púðri varið í umræðu um svokallaða „antíbíómaníu“, maníuástand sem orsakast getur af inntöku sýklalyfja. Geðlæknar voru spurðir að því hvort sýklalyf sem Marek fékk á magadeild Landspítalans gætu hafa framkallað veikindi hans. Einn taldi það með ólíkindum og hinir töldu það í það minnsta afar ólíklegt. Dæmi væru vissulega um að sjúklingar sýndu maníueinkenni eftir að fá slík lyf en það væri mjög sjaldgæft. Líkt og fram hefur komið er Marek metinn ósakhæfur. Geðlæknarnir voru allir inntir eftir því hvort þeir teldu að Marek þyrfti að sæta öryggisráðstöfunum, verði hann fundinn sekur. Einn taldi ekki þörf á því en hinir töldu öruggast að hann fengi einhvers konar eftirfylgni, til að mynda á réttargeðdeild. Þá voru geðlæknarnir þeirrar skoðunar að það breytti engu um téða eftirfylgni hvort veikindi Mareks væru tilkomin vegna geðræns sjúkdóms, áfalls eða sýklalyfjanna.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í. 28. apríl 2021 10:41 Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. 27. apríl 2021 16:41 Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir. 27. apríl 2021 13:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í. 28. apríl 2021 10:41
Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. 27. apríl 2021 16:41
Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir. 27. apríl 2021 13:47