Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2021 11:38 Fyrsta hluta geimstöðvarinnar verður skotið á loft með Long March 5B eldflaug. AP/Guo Wenbin Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. Geimstöðin ber heitið Tianhe eða Himneskt samlyndi. Fyrsta hluta hennar verður skotið á loft frá eyjunni Hainan á Long March 5B eldflaug, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Seinna meir stendur til að senda upp tvo hluta geimstöðvarinnar til viðbótar, auk fjögurra birgðaskipa og fjögurra mannaðra geimferða, þar sem geimfarar munu vinna að því að ljúka gerð geimstöðvarinnar. Þá er verið að þjálfa tólf geimfara sem senda á til geimstöðvarinnar og munu búa þar. Þrír geimfarar munu geta búið þar í um hálft ár í senn. Fullkláruð á geimstöðin að vera um 66 tonn að þyngd, sem er töluvert minna en Alþjóðlega geimstöðin sem er um 450 tonn. Mögulegt verður þó að stækja Tianhe í framtíðinni. Undirbúningur Kínverja hófst á tíunda áratug síðustu aldar en Kína var meinuð aðkoma að alþjóðlegu geimstöðinni, að hluta til vegna tengsla Geimvísindastofnunar Kína við her landsins og þeirrar leyndar sem hvílir yfir störfum hennar. Á síðustu árum hefur tveimur frumgerðum að geimstöð verið skotið á braut um jörðu frá Kína. Tiangong-1 var skotið á loft árið 2011 en árið 2016 misstu Kínverjar stjórn á henni og hún brann upp í gufuhvolfinu. Tiangong-2 var látið brenna upp árið 2018. Þegar Tianhe verður tilbúin verða tvær geimstöðvar á braut um jörðu. Þá segjast Rússar ætla að gera sína eigin geimstöð á næstu árum. Á tiltölulega skömmum tíma hafa Kínverjar byggt upp töluverða reynslu í geimferðum. Kína varð þriðja ríkið til að senda menn út í geim sjálfstætt árið 2003, á eftir Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þá hafa Kínverjar sent geimför til tunglsins og stendur til að lenda vélmenni á Mars á næstu vikum. Þá hafa ráðmenn í Kína sagt að til standi að reyna að koma upp geimstöð á tunglinu. Kína Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Geimstöðin ber heitið Tianhe eða Himneskt samlyndi. Fyrsta hluta hennar verður skotið á loft frá eyjunni Hainan á Long March 5B eldflaug, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Seinna meir stendur til að senda upp tvo hluta geimstöðvarinnar til viðbótar, auk fjögurra birgðaskipa og fjögurra mannaðra geimferða, þar sem geimfarar munu vinna að því að ljúka gerð geimstöðvarinnar. Þá er verið að þjálfa tólf geimfara sem senda á til geimstöðvarinnar og munu búa þar. Þrír geimfarar munu geta búið þar í um hálft ár í senn. Fullkláruð á geimstöðin að vera um 66 tonn að þyngd, sem er töluvert minna en Alþjóðlega geimstöðin sem er um 450 tonn. Mögulegt verður þó að stækja Tianhe í framtíðinni. Undirbúningur Kínverja hófst á tíunda áratug síðustu aldar en Kína var meinuð aðkoma að alþjóðlegu geimstöðinni, að hluta til vegna tengsla Geimvísindastofnunar Kína við her landsins og þeirrar leyndar sem hvílir yfir störfum hennar. Á síðustu árum hefur tveimur frumgerðum að geimstöð verið skotið á braut um jörðu frá Kína. Tiangong-1 var skotið á loft árið 2011 en árið 2016 misstu Kínverjar stjórn á henni og hún brann upp í gufuhvolfinu. Tiangong-2 var látið brenna upp árið 2018. Þegar Tianhe verður tilbúin verða tvær geimstöðvar á braut um jörðu. Þá segjast Rússar ætla að gera sína eigin geimstöð á næstu árum. Á tiltölulega skömmum tíma hafa Kínverjar byggt upp töluverða reynslu í geimferðum. Kína varð þriðja ríkið til að senda menn út í geim sjálfstætt árið 2003, á eftir Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þá hafa Kínverjar sent geimför til tunglsins og stendur til að lenda vélmenni á Mars á næstu vikum. Þá hafa ráðmenn í Kína sagt að til standi að reyna að koma upp geimstöð á tunglinu.
Kína Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira