Dæmdur fyrir að níða og taka myndskeið af deyjandi lögreglumönnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2021 07:43 Pusey játaði að hafa gert grín að lögreglumönnunum þar sem þeir lágu deyjandi. epa Ástralskur maður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa myndað og talað niður til lögreglumanna þar sem þeir lágu fyrir dauðanum. Hinn 42 ára Richard Pusey hefur setið um 300 daga í gæsluvarðhaldi og verður líklega sleppt á næstu dögum. Pusey, sem vinnur í fjármálastarfsemi, var gripinn við hraðakstur í Melbourne í fyrra og stöðvaður af fjórum lögreglumönnum. Þegar þeir hugðust handtaka Pusey ók hins vegar vöruflutningabíll utan akreinar og á lögreglumennina. Pusey stóð nokkra metra frá og slapp en brást við með því að draga upp símann og taka myndskeið af lögreglumönnunum. Sum mynskeiðin voru meira en þrjár mínútur að lengd. Upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna sýndu hvernig hann talaði niður til þeirra á meðan. Að minnsta kosti einn lögreglumaðurinn er talinn hafa verið enn í lífi þegar þetta átti sér stað. „Þarna hefur þú það. Ótrúlegt, algjörlega ótrúlegt,“ heyrist Pusey segja á einni upptökunni. „Það eina sem mig langaði að gera var að fara heim og fá mér sushi,“ bætir hann við. Þá bölvaði hann lögreglunni fyrir að eyðileggja Porsche-bifreið sína. Pusey flúði en var handtekinn daginn eftir. Það var þá sem lögregla komst á snoðir um myndskeiðin og að Pusey hefði deilt þeim með vinum. Lögreglumennirnir sem létu lífið. Fjórar hetjur létu lífið... „einn sálarlaus heigull lifði“ Ökumaður vöruflutningabílsins hlaut á dögunum 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið lögrelgumönnunum að bana en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar atvikið átti sér stað. Dómarinn í máli Pusey sagði hann líklega hataðasta mann í Ástralíu um þessar mundir og fordæmdi hegðun hans harðlega en ítrekaði að hann hefði ekki átt sök á dauða lögreglumannanna. „Framganga þín; að mynda lögreglumennina þar sem þeir lágu fyrir dauðanum, til viðbótar við þau orð sem þú lést falla á upptökunum voru ekki bara niðrandi og hræðileg heldur grimmdarleg og vítaverð,“ sagði Trevor Wraight. Hann gekkst við því að Pusey þjáðist af persónuleikaröskun sem skýrði ef til vill hegðun hans að einhverju leyti en sagði hana ekki fría hann ábyrgð. Pusey hefur sagst sjá eftir því að hafa myndað lögreglumennina. Aðstandendur lögrelgumannanna hafa fordæmt niðurstöðuna og eiginmaður lögreglumannsins sem var á lífi þegar Pusey tók myndskeiðin sagðist finna til óbærilegs sársauka í hvert sinn sem hann hugsaði til þeirrar niðurlægingar sem eiginkona sín hefði mátt þola á síðustu augnablikum lífs síns. Formaður samtaka lögreglumanna í Viktoríu-ríki gagnrýndi einnig niðurstöðuna. „Fjórar framúrskarandi hetjur létust þennan dag... og einn sálarlaus heigull lifði,“ sagði hann. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16 Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Pusey, sem vinnur í fjármálastarfsemi, var gripinn við hraðakstur í Melbourne í fyrra og stöðvaður af fjórum lögreglumönnum. Þegar þeir hugðust handtaka Pusey ók hins vegar vöruflutningabíll utan akreinar og á lögreglumennina. Pusey stóð nokkra metra frá og slapp en brást við með því að draga upp símann og taka myndskeið af lögreglumönnunum. Sum mynskeiðin voru meira en þrjár mínútur að lengd. Upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna sýndu hvernig hann talaði niður til þeirra á meðan. Að minnsta kosti einn lögreglumaðurinn er talinn hafa verið enn í lífi þegar þetta átti sér stað. „Þarna hefur þú það. Ótrúlegt, algjörlega ótrúlegt,“ heyrist Pusey segja á einni upptökunni. „Það eina sem mig langaði að gera var að fara heim og fá mér sushi,“ bætir hann við. Þá bölvaði hann lögreglunni fyrir að eyðileggja Porsche-bifreið sína. Pusey flúði en var handtekinn daginn eftir. Það var þá sem lögregla komst á snoðir um myndskeiðin og að Pusey hefði deilt þeim með vinum. Lögreglumennirnir sem létu lífið. Fjórar hetjur létu lífið... „einn sálarlaus heigull lifði“ Ökumaður vöruflutningabílsins hlaut á dögunum 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið lögrelgumönnunum að bana en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar atvikið átti sér stað. Dómarinn í máli Pusey sagði hann líklega hataðasta mann í Ástralíu um þessar mundir og fordæmdi hegðun hans harðlega en ítrekaði að hann hefði ekki átt sök á dauða lögreglumannanna. „Framganga þín; að mynda lögreglumennina þar sem þeir lágu fyrir dauðanum, til viðbótar við þau orð sem þú lést falla á upptökunum voru ekki bara niðrandi og hræðileg heldur grimmdarleg og vítaverð,“ sagði Trevor Wraight. Hann gekkst við því að Pusey þjáðist af persónuleikaröskun sem skýrði ef til vill hegðun hans að einhverju leyti en sagði hana ekki fría hann ábyrgð. Pusey hefur sagst sjá eftir því að hafa myndað lögreglumennina. Aðstandendur lögrelgumannanna hafa fordæmt niðurstöðuna og eiginmaður lögreglumannsins sem var á lífi þegar Pusey tók myndskeiðin sagðist finna til óbærilegs sársauka í hvert sinn sem hann hugsaði til þeirrar niðurlægingar sem eiginkona sín hefði mátt þola á síðustu augnablikum lífs síns. Formaður samtaka lögreglumanna í Viktoríu-ríki gagnrýndi einnig niðurstöðuna. „Fjórar framúrskarandi hetjur létust þennan dag... og einn sálarlaus heigull lifði,“ sagði hann.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16 Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16
Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00