Íslenska parið neitar því að hafa kveikt í húsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2021 10:41 Frá vettvangi brunans síðdegis 25. júní 2020. Vísir/vilhelm Íslenskt par sem bjó á fyrstu hæð hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til grunna síðasta sumar, neitar því að hafa átt þátt í íkveikjunni. Þau voru bæði heima þegar eldurinn kviknaði og lýsa skelfilegri atburðarás síðdegis 25. júní 2020. Þetta kom fram á öðrum degi aðalmeðferðar í málinu sem hófst klukkan 9:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í húsinu 25. júní í fyrra. Þrír létust í brunanum. Marek neitar sök en hann er metin ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Fraus ekki eins og hinir Maður sem bjó á fyrstu hæð Bræðraborgarstígs 1 ásamt þáverandi sambýliskonu sinni gaf fyrstur skýrslu fyrir dómi í morgun. Þarna virðist komið fólkið sem bæði Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks og Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari spurðu vitni ítrekað um í gær. Maðurinn lýsti því að hann hefði verið að hengja upp þvott þegar hann tók eftir því að fólk væri byrjað að safnast saman fyrir utan húsið. Hann hefði þá farið út, litið upp og séð að húsið var alelda. Hann hefði þá farið aftur inn og vakið sambýliskonu sína. Maðurinn kvaðst hafa verið í neyslu á þessum tíma og hafi þetta síðdegi verið undir áhrifum. Það hefði líklega verið þess vegna sem hann hafi ekki „frosið“ eins og margir aðrir sem komnir voru fyrir utan húsið. Sá höfuð konunnar skella í gáminn Honum hefði sýnst að minnsta kosti eina manneskju hlaupandi inni í eldinum. Allt hefði gerst mjög hratt. Eldurinn hefði breiðst út í íbúð á hlið hússins, þar sem gengið var inn að aftan, og tvær manneskjur hefðu verið þar inni. Hann hefði sótt ruslagám sem stóð þarna nærri svo manneskjurnar inni gætu stokkið út og á gáminn. Kona sem var inni hefði hoppað út, með þeim afleiðingum að hún snerist í fallinu og skall með höfuðið utan í gáminn. Hún lést af höfuðhögginu. Þá sagðist maðurinn hafa hlaupið aftur inn í brennandi húsið þar sem hann hafi verið á nærbuxunum einum fata og viljað ná sér í föt. Þegar inn var komið hefði hann verið „keyrður niður“ af lögreglumanni og viðbeinsbrotnað. Marek Moszczynski fyrir dómi í gær.Vísir/vilhelm Aldrei krúnurakaður Maðurinn sagðist ekki hafa þekkt fólkið sem bjó á annarri og þriðju hæð hússins. Hann hefði raunar aldrei komið þangað upp. Hann kvaðst ekki muna, eða í það minnsta muna það óljóst, hvort lögregla hefði verið kölluð út til hans og sambýliskonu hans nóttina fyrir brunann. Lögregla hefði komið nokkrum sinnum til þeirra. Þá var hann spurður hvernig hann hefði verið um hárið á þessum tíma. Hann sagðist hafa verið svipaður og núna, þ.e. með tiltölulega hefðbundna herraklippingu, og neitaði að hafa nokkurn tímann verið krúnurakaður á fullorðinsárum. Stefán Karl verjandi sagði byggja þessa spurningu sína á því að til væri mynd af manninum kvöldið áður. Þess má geta að í gær voru vitni ítrekað spurð hvort maður á fyrstu hæðinni hefði verið snoðaður eða sköllóttur. Maðurinn sagði sambýliskonu sína hafa aðstoðað sig við að færa áðurnefndan ruslagám en kom því annars óskýrt fyrir sig hvar hún hefði verið, líklega úti á garði. Hún hefði þó einnig hlaupið aftur inn í húsið með honum en hann áttaði sig ekki á því hversu langt hún hefði farið inn. Hann hefði, eins og áður sagði, viljað komast í föt og bjarga dekkjum og felgum út úr íbúðinni. Þá var borin undir hann lýsing lögreglu á því að hann hefði sést reyna að hlaupa inn í „aðalhúsið“ með dekk í fanginu. Maðurinn þverneitaði því, hann hefði borið dekkin út úr húsinu. Þau væru dýr og hann vildi ekki að þau brynnu inni. „Af hverju ætti ég að bera dekk inn í hús, spyr ég bara?“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks, í dómsal í gær.Vísir/vilhelm Stefán Karl spurði manninn loks hvort hann teldi sambýliskonu sína færa um að hafa hreinlega kveikt sjálf í húsinu að Bræðraborgarstíg 1. Maðurinn sagði að hún hefði ekki getað kveikt í húsinu, hún hefði verið sofandi. Hann hefði jafnframt ekki orðið var við mannaferðir við húsið. Svaf þungum svefni Næst kom fyrir dóm umrædd sambýliskona mannsins. Fólkið er þó ekki lengur par. Konan var greinilega nokkuð slegin eftir atburðina og virtist finnast óþægilegt að rifja atburðina upp, sem hún lýsti sem hryllilegum. Hún sagðist hafa verið sofandi þegar eldurinn kviknaði en maðurinn vakið hana. Til þess hefði þurft ítrekaðar tilraunir, hún hefði verið undir áhrifum og sofið mjög þungum svefni. Konan sagðist ekki hafa trúað manninum í fyrstu, sem sagði henni að eldur logaði í húsinu. Það hefði ekki verið fyrr en hún kom út úr húsinu og sá eldinn að hún hafði fyrir víst að kviknað væri í. Þá sagðist konan hafa farið aftur inn í húsið þar sem maðurinn hefði beðið hana að koma að ná í dót. Þá hefði hún líka verið að kanna hvort köttur vinkonu hennar væri inni í húsinu. Konan var handtekin á vettvangi en kvaðst ekki hafa heyrt í lögreglu áður en það gerðist. Hún hefði svo ekki fengið að vita fyrr en eftir á að hún hefði verið handtekin fyrir að hlýða ekki fyrirmælum. Neitaði að hafa keypt bensínbrúsa Þá rámaði konuna í að lögregla hefði haft afskipti af henni og sambýlismanninum nóttina á undan vegna heimilisofbeldis. Hún hefði farið að sofa fljótlega eftir að lögregla fór um morguninn. Konan var einnig spurð hvernig hárið á sambýlismanni hennar hefði verið á þessum tíma. „Hann var algjör lubbi og með skegg,“ sagði hún. Hann hefði aldrei verið sköllóttur á þeim tíma sem þau voru saman en stundum snöggklipptur. Stefán Karl verjandi bar svo undir konuna framburð vitnis frá því í gær, sem lýsti því að hún hefði ekki viljað fara út úr húsinu. Konan sagði það einfaldlega ekki rétt. Þá spurði Stefán Karl hvort konan og sambýlismaður hennar hefðu farið á N1 og keypt bensínbrúsa. Hún neitaði því. „Hvorki þú né [nafn sambýlismannsins] hafið átt þátt í að kveikja þennan bruna?“ spurði Stefán Karl. „Nei,“ svaraði konan. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Kom inn ganginn í ljósum logum Örvænting og skelfing einkenndi frásagnir íbúa að Bræðraborgarstíg 1 þegar þeir lýstu eldsvoðanum 25. júní í fyrra við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá sögðu þeir frá því að Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana í húsinu með íkveikju, hefði verið mikill rólyndismaður – en sumir tóku eftir einkennilegri hegðun hans í aðdraganda eldsvoðans. 26. apríl 2021 16:32 „Hvað get ég sagt? Ég er saklaus“ Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, baðst undan því að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði í fyrri skýrslur sem teknar voru af honum hjá lögreglu og ítrekaði að hann væri saklaus. 26. apríl 2021 09:46 Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. 26. apríl 2021 06:16 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Þetta kom fram á öðrum degi aðalmeðferðar í málinu sem hófst klukkan 9:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í húsinu 25. júní í fyrra. Þrír létust í brunanum. Marek neitar sök en hann er metin ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Fraus ekki eins og hinir Maður sem bjó á fyrstu hæð Bræðraborgarstígs 1 ásamt þáverandi sambýliskonu sinni gaf fyrstur skýrslu fyrir dómi í morgun. Þarna virðist komið fólkið sem bæði Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks og Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari spurðu vitni ítrekað um í gær. Maðurinn lýsti því að hann hefði verið að hengja upp þvott þegar hann tók eftir því að fólk væri byrjað að safnast saman fyrir utan húsið. Hann hefði þá farið út, litið upp og séð að húsið var alelda. Hann hefði þá farið aftur inn og vakið sambýliskonu sína. Maðurinn kvaðst hafa verið í neyslu á þessum tíma og hafi þetta síðdegi verið undir áhrifum. Það hefði líklega verið þess vegna sem hann hafi ekki „frosið“ eins og margir aðrir sem komnir voru fyrir utan húsið. Sá höfuð konunnar skella í gáminn Honum hefði sýnst að minnsta kosti eina manneskju hlaupandi inni í eldinum. Allt hefði gerst mjög hratt. Eldurinn hefði breiðst út í íbúð á hlið hússins, þar sem gengið var inn að aftan, og tvær manneskjur hefðu verið þar inni. Hann hefði sótt ruslagám sem stóð þarna nærri svo manneskjurnar inni gætu stokkið út og á gáminn. Kona sem var inni hefði hoppað út, með þeim afleiðingum að hún snerist í fallinu og skall með höfuðið utan í gáminn. Hún lést af höfuðhögginu. Þá sagðist maðurinn hafa hlaupið aftur inn í brennandi húsið þar sem hann hafi verið á nærbuxunum einum fata og viljað ná sér í föt. Þegar inn var komið hefði hann verið „keyrður niður“ af lögreglumanni og viðbeinsbrotnað. Marek Moszczynski fyrir dómi í gær.Vísir/vilhelm Aldrei krúnurakaður Maðurinn sagðist ekki hafa þekkt fólkið sem bjó á annarri og þriðju hæð hússins. Hann hefði raunar aldrei komið þangað upp. Hann kvaðst ekki muna, eða í það minnsta muna það óljóst, hvort lögregla hefði verið kölluð út til hans og sambýliskonu hans nóttina fyrir brunann. Lögregla hefði komið nokkrum sinnum til þeirra. Þá var hann spurður hvernig hann hefði verið um hárið á þessum tíma. Hann sagðist hafa verið svipaður og núna, þ.e. með tiltölulega hefðbundna herraklippingu, og neitaði að hafa nokkurn tímann verið krúnurakaður á fullorðinsárum. Stefán Karl verjandi sagði byggja þessa spurningu sína á því að til væri mynd af manninum kvöldið áður. Þess má geta að í gær voru vitni ítrekað spurð hvort maður á fyrstu hæðinni hefði verið snoðaður eða sköllóttur. Maðurinn sagði sambýliskonu sína hafa aðstoðað sig við að færa áðurnefndan ruslagám en kom því annars óskýrt fyrir sig hvar hún hefði verið, líklega úti á garði. Hún hefði þó einnig hlaupið aftur inn í húsið með honum en hann áttaði sig ekki á því hversu langt hún hefði farið inn. Hann hefði, eins og áður sagði, viljað komast í föt og bjarga dekkjum og felgum út úr íbúðinni. Þá var borin undir hann lýsing lögreglu á því að hann hefði sést reyna að hlaupa inn í „aðalhúsið“ með dekk í fanginu. Maðurinn þverneitaði því, hann hefði borið dekkin út úr húsinu. Þau væru dýr og hann vildi ekki að þau brynnu inni. „Af hverju ætti ég að bera dekk inn í hús, spyr ég bara?“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks, í dómsal í gær.Vísir/vilhelm Stefán Karl spurði manninn loks hvort hann teldi sambýliskonu sína færa um að hafa hreinlega kveikt sjálf í húsinu að Bræðraborgarstíg 1. Maðurinn sagði að hún hefði ekki getað kveikt í húsinu, hún hefði verið sofandi. Hann hefði jafnframt ekki orðið var við mannaferðir við húsið. Svaf þungum svefni Næst kom fyrir dóm umrædd sambýliskona mannsins. Fólkið er þó ekki lengur par. Konan var greinilega nokkuð slegin eftir atburðina og virtist finnast óþægilegt að rifja atburðina upp, sem hún lýsti sem hryllilegum. Hún sagðist hafa verið sofandi þegar eldurinn kviknaði en maðurinn vakið hana. Til þess hefði þurft ítrekaðar tilraunir, hún hefði verið undir áhrifum og sofið mjög þungum svefni. Konan sagðist ekki hafa trúað manninum í fyrstu, sem sagði henni að eldur logaði í húsinu. Það hefði ekki verið fyrr en hún kom út úr húsinu og sá eldinn að hún hafði fyrir víst að kviknað væri í. Þá sagðist konan hafa farið aftur inn í húsið þar sem maðurinn hefði beðið hana að koma að ná í dót. Þá hefði hún líka verið að kanna hvort köttur vinkonu hennar væri inni í húsinu. Konan var handtekin á vettvangi en kvaðst ekki hafa heyrt í lögreglu áður en það gerðist. Hún hefði svo ekki fengið að vita fyrr en eftir á að hún hefði verið handtekin fyrir að hlýða ekki fyrirmælum. Neitaði að hafa keypt bensínbrúsa Þá rámaði konuna í að lögregla hefði haft afskipti af henni og sambýlismanninum nóttina á undan vegna heimilisofbeldis. Hún hefði farið að sofa fljótlega eftir að lögregla fór um morguninn. Konan var einnig spurð hvernig hárið á sambýlismanni hennar hefði verið á þessum tíma. „Hann var algjör lubbi og með skegg,“ sagði hún. Hann hefði aldrei verið sköllóttur á þeim tíma sem þau voru saman en stundum snöggklipptur. Stefán Karl verjandi bar svo undir konuna framburð vitnis frá því í gær, sem lýsti því að hún hefði ekki viljað fara út úr húsinu. Konan sagði það einfaldlega ekki rétt. Þá spurði Stefán Karl hvort konan og sambýlismaður hennar hefðu farið á N1 og keypt bensínbrúsa. Hún neitaði því. „Hvorki þú né [nafn sambýlismannsins] hafið átt þátt í að kveikja þennan bruna?“ spurði Stefán Karl. „Nei,“ svaraði konan.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Kom inn ganginn í ljósum logum Örvænting og skelfing einkenndi frásagnir íbúa að Bræðraborgarstíg 1 þegar þeir lýstu eldsvoðanum 25. júní í fyrra við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá sögðu þeir frá því að Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana í húsinu með íkveikju, hefði verið mikill rólyndismaður – en sumir tóku eftir einkennilegri hegðun hans í aðdraganda eldsvoðans. 26. apríl 2021 16:32 „Hvað get ég sagt? Ég er saklaus“ Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, baðst undan því að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði í fyrri skýrslur sem teknar voru af honum hjá lögreglu og ítrekaði að hann væri saklaus. 26. apríl 2021 09:46 Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. 26. apríl 2021 06:16 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Kom inn ganginn í ljósum logum Örvænting og skelfing einkenndi frásagnir íbúa að Bræðraborgarstíg 1 þegar þeir lýstu eldsvoðanum 25. júní í fyrra við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá sögðu þeir frá því að Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana í húsinu með íkveikju, hefði verið mikill rólyndismaður – en sumir tóku eftir einkennilegri hegðun hans í aðdraganda eldsvoðans. 26. apríl 2021 16:32
„Hvað get ég sagt? Ég er saklaus“ Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, baðst undan því að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði í fyrri skýrslur sem teknar voru af honum hjá lögreglu og ítrekaði að hann væri saklaus. 26. apríl 2021 09:46
Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. 26. apríl 2021 06:16