Neita að ræða við uppreisnarmennina sem felldu forsetann Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2021 08:42 Hermenn Tjad fyrir framan kosningaskilti Idriss Deby. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Herráð Tjad mun ekki hefja viðræður við uppreisnarmennina sem felldu Idriss Deby, forseta landsins til þrjátíu ára. Eykur það líkurnar á því að uppreisnarmennirnir láti verða af hótunum sínum og ráðist á höfuðborg landsins, í samráði við aðra hópa sem eru ósáttir við að sonur Deby, Magamat, hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarhópurinn kallast FACT og hafa þeir verið með höfuðstöðvar í Líbíu. Fyrr í þessum mánuði gerðu þeir þó atlögu að Tjad, sama dag og Deby var kosinn til að sitja áfram í embætti forseta. Hann vann kosningarnar auðveldlega, samkvæmt opinberum tölum, en helstu leiðtogar stjórnarandstöðunnar neituðu að taka þátt í kosningunum. Degi eftir kosningarnar var tilkynnt að Deby hefði særst er hann heimsótti hermenn sem börðust gegn uppreisnarmönnunum og hann hefði dáið vegna sára sinna. Sonur hans, Mahamat Idriss Deby, var gerður að formanni herráðs landsins sem tók völdin. Ráðið segir að um tímabundna stjórn sé að ræða og að kosningar verði haldnar eftir eitt og hálft ár. Stjórnarandstaða Tjad segir Mahamat og herráðið hafa framið valdarán. Forseti þingsins hafi með réttu átt að taka við stjórn Tjad. Því hefur stjórnarandstaðan kallað eftir mótmælum í vikunni. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sótti jarðarför Deby en Tjad var frönsk nýlenda á árum áður og aðgerðum Franska hersins gegn vígamönnum á Sahel-svæðinu svokallaða er stýrt frá herstöð í landinu. Vígahópum og íslamistum hefur vaxið ásmegin á svæðinu á undanförnum árum. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Talsmaður FACT sagði í samtali við AP fréttaveituna að uppreisnarmennirnir ættu í viðræðum við aðra hópa vopnaðra manna sem séu ósáttir við að Mahamat hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarmennirnir tilkynntu um helgina að þeir væru tilbúnir til viðræðna við herráðið. Þeirri yfirlýsingu var ekki tekið fagnandi. Talsmaður hersins sagði í sjónvarpsávarpi uppreisnarmennirnir ætluðu sér að starfa með vígahópum og mannræningjum sem hafi starfað sem málaliðar í Líbíu. Ástandið væri ógn gegn stöðugleika í Tjad og Sahel og ekki væri hægt að ræða við þessa „útlaga“. „Þetta eru uppreisnarmenn, sem er ástæðan fyrir því að við erum að gera loftárásir á þá. Við erum í stríði,“ hefur BBC eftir herforingjanum Azem Bermendao Agouna. Agouna sagði að uppreisnarmenn hefðu flúið til Níger og kallaði hann eftir samvinnu yfirvalda þar. Tjad Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Uppreisnarhópurinn kallast FACT og hafa þeir verið með höfuðstöðvar í Líbíu. Fyrr í þessum mánuði gerðu þeir þó atlögu að Tjad, sama dag og Deby var kosinn til að sitja áfram í embætti forseta. Hann vann kosningarnar auðveldlega, samkvæmt opinberum tölum, en helstu leiðtogar stjórnarandstöðunnar neituðu að taka þátt í kosningunum. Degi eftir kosningarnar var tilkynnt að Deby hefði særst er hann heimsótti hermenn sem börðust gegn uppreisnarmönnunum og hann hefði dáið vegna sára sinna. Sonur hans, Mahamat Idriss Deby, var gerður að formanni herráðs landsins sem tók völdin. Ráðið segir að um tímabundna stjórn sé að ræða og að kosningar verði haldnar eftir eitt og hálft ár. Stjórnarandstaða Tjad segir Mahamat og herráðið hafa framið valdarán. Forseti þingsins hafi með réttu átt að taka við stjórn Tjad. Því hefur stjórnarandstaðan kallað eftir mótmælum í vikunni. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sótti jarðarför Deby en Tjad var frönsk nýlenda á árum áður og aðgerðum Franska hersins gegn vígamönnum á Sahel-svæðinu svokallaða er stýrt frá herstöð í landinu. Vígahópum og íslamistum hefur vaxið ásmegin á svæðinu á undanförnum árum. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Talsmaður FACT sagði í samtali við AP fréttaveituna að uppreisnarmennirnir ættu í viðræðum við aðra hópa vopnaðra manna sem séu ósáttir við að Mahamat hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarmennirnir tilkynntu um helgina að þeir væru tilbúnir til viðræðna við herráðið. Þeirri yfirlýsingu var ekki tekið fagnandi. Talsmaður hersins sagði í sjónvarpsávarpi uppreisnarmennirnir ætluðu sér að starfa með vígahópum og mannræningjum sem hafi starfað sem málaliðar í Líbíu. Ástandið væri ógn gegn stöðugleika í Tjad og Sahel og ekki væri hægt að ræða við þessa „útlaga“. „Þetta eru uppreisnarmenn, sem er ástæðan fyrir því að við erum að gera loftárásir á þá. Við erum í stríði,“ hefur BBC eftir herforingjanum Azem Bermendao Agouna. Agouna sagði að uppreisnarmenn hefðu flúið til Níger og kallaði hann eftir samvinnu yfirvalda þar.
Tjad Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira