Giannis í stuði í stærsta tapi 76ers á leiktíðinni Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2021 09:31 Antetokounmpo var öflugur í nótt. Aaron Gash/AP Photo Hart er barist á toppi Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta en Philadelphia 76ers urðu af toppsætinu eftir stórtap fyrir Milwaukee Bucks í nótt. Átta leikir voru á dagskrá. Lið Philadelphiu hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn sem gerði Brooklyn Nets að komast upp fyrir þá á topp Austurdeildarinnar í fyrrinótt. 76ers gátu jafnað Nets á toppnum með sigri á Milwaukee Bucks en þeir síðarnefndu voru í þriðja sætinu, og gátu því stimplað sig rækilega inn í baráttuna um efstu sætin. Það varð raunin þar sem Milwaukee, með Grikkjann Giannis Antetokounmpo fremstan í flokki, vann öruggan 132-94 heimasigur. Giannis var með 24 stig, 14 fráköst og sjö stoðsendingar en Bobby Portis kom sterkur inn af bekknum og var næst stigahæstur í liði Milwaukee. Dwight Howard var atkvæðamestur í liði Philadelphiu með tólf stig og tólf fráköst. @Giannis_An34's 24 PTS, 14 REB, 7 AST in 3 quarters of play helps the @Bucks top PHI at home! #FearTheDeer pic.twitter.com/YUvpyP9UMq— NBA (@NBA) April 24, 2021 Luka Doncic átti að venju fínan leik fyrir Dallas Mavericks er liðið vann 108-93 sigur á Los Angeles Lakers, en Dallas nálgast Lakers-liðið í töflunni með sigrinum. Tapið var það þriðja hjá Lakers í röð en sigur Dallas sá þriðji þeirra í röð. Lakers leiddu lengi vel og náðu mest 17 stiga forskoti. Dallas vann muninn hægt og rólega upp þar sem miðherjinn Dwight Powell steig upp. Mikið opnaðist fyrir Powell við ítrekaða tvöföldun Lakers-varnarinnar á Luka Doncic en Powell var stigahæstur á gólfinu með 25 stig, þar af 12 í fjórða leikhluta. Doncic var með 18 stig og 13 stoðsendingar, auk átta frákasta. Anthony Davis var að spila sinn annan leik eftir meiðsli með liði Lakers og var stigahæstur þeirra með 17 stig. The @dallasmavs top LAL behind @DwightPowell33's 25 PTS on 11-12 shooting from the field! #MFFL pic.twitter.com/8EhzZYKSnX— NBA (@NBA) April 25, 2021 Vonir New Orleans Pelicans um sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina veiktust í gær eftir naumt tveggja stiga tap, 110-108, fyrir San Antonio Spurs á heimavelli. Spurs hafa unnið 30 leiki líkt og Golden State Warriors, en þau lið verma neðstu tvö umspilssætin í Vesturdeildinni, það níunda og tíunda. New Orleans er sætinu neðar og hefur unnið fjórum leikjum færra. DeMar DeRozan skoraði 32 stig fyrir San Antonio en hjá Pelicans var Zion Williamson með 33 stig og 14 fráköst. .@DeMar_DeRozan steers SAS in NOLA!32 PTS | 7 REB | 8 AST pic.twitter.com/yyaA2pajyR— NBA (@NBA) April 25, 2021 New York Knicks eru á hvínandi siglingu austan megin en liðið vann sinn níunda sigur í röð, 120-103 sigur Toronto Raptors í Madison Square Garden. Julius Randle var með 31 stig og tíu fráköst fyrir Knicks en liðsfélagi hans RJ Barrett setti 25 stig og tók tólf fráköst. Fred VanVleet skoraði 27 stig fyrir Toronto, auk þess að gefa ellefu stoðsendingar, en félagi hans OG Anunoby skoraði sömuleiðis 27 stig. D-Rose handles & drops in the floater! @Raptors 83@nyknicks 94Early 4th on ESPN pic.twitter.com/IBBLshE0Mu— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar og helstu tilþrifin New York Knicks 120-103 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 132-94 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 115-109 Detroit Pistons New Orleans Pelicans 108-110 San Antonio Spurs Miami Heat 106-101 Chicago Bulls Dallas Mavericks 108-93 Los Angeles Lakers Utah Jazz 96-101 Minnesota Timberwolves Denver Nuggets 129-116 Houston Rockets watch on YouTube NBA Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Lið Philadelphiu hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn sem gerði Brooklyn Nets að komast upp fyrir þá á topp Austurdeildarinnar í fyrrinótt. 76ers gátu jafnað Nets á toppnum með sigri á Milwaukee Bucks en þeir síðarnefndu voru í þriðja sætinu, og gátu því stimplað sig rækilega inn í baráttuna um efstu sætin. Það varð raunin þar sem Milwaukee, með Grikkjann Giannis Antetokounmpo fremstan í flokki, vann öruggan 132-94 heimasigur. Giannis var með 24 stig, 14 fráköst og sjö stoðsendingar en Bobby Portis kom sterkur inn af bekknum og var næst stigahæstur í liði Milwaukee. Dwight Howard var atkvæðamestur í liði Philadelphiu með tólf stig og tólf fráköst. @Giannis_An34's 24 PTS, 14 REB, 7 AST in 3 quarters of play helps the @Bucks top PHI at home! #FearTheDeer pic.twitter.com/YUvpyP9UMq— NBA (@NBA) April 24, 2021 Luka Doncic átti að venju fínan leik fyrir Dallas Mavericks er liðið vann 108-93 sigur á Los Angeles Lakers, en Dallas nálgast Lakers-liðið í töflunni með sigrinum. Tapið var það þriðja hjá Lakers í röð en sigur Dallas sá þriðji þeirra í röð. Lakers leiddu lengi vel og náðu mest 17 stiga forskoti. Dallas vann muninn hægt og rólega upp þar sem miðherjinn Dwight Powell steig upp. Mikið opnaðist fyrir Powell við ítrekaða tvöföldun Lakers-varnarinnar á Luka Doncic en Powell var stigahæstur á gólfinu með 25 stig, þar af 12 í fjórða leikhluta. Doncic var með 18 stig og 13 stoðsendingar, auk átta frákasta. Anthony Davis var að spila sinn annan leik eftir meiðsli með liði Lakers og var stigahæstur þeirra með 17 stig. The @dallasmavs top LAL behind @DwightPowell33's 25 PTS on 11-12 shooting from the field! #MFFL pic.twitter.com/8EhzZYKSnX— NBA (@NBA) April 25, 2021 Vonir New Orleans Pelicans um sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina veiktust í gær eftir naumt tveggja stiga tap, 110-108, fyrir San Antonio Spurs á heimavelli. Spurs hafa unnið 30 leiki líkt og Golden State Warriors, en þau lið verma neðstu tvö umspilssætin í Vesturdeildinni, það níunda og tíunda. New Orleans er sætinu neðar og hefur unnið fjórum leikjum færra. DeMar DeRozan skoraði 32 stig fyrir San Antonio en hjá Pelicans var Zion Williamson með 33 stig og 14 fráköst. .@DeMar_DeRozan steers SAS in NOLA!32 PTS | 7 REB | 8 AST pic.twitter.com/yyaA2pajyR— NBA (@NBA) April 25, 2021 New York Knicks eru á hvínandi siglingu austan megin en liðið vann sinn níunda sigur í röð, 120-103 sigur Toronto Raptors í Madison Square Garden. Julius Randle var með 31 stig og tíu fráköst fyrir Knicks en liðsfélagi hans RJ Barrett setti 25 stig og tók tólf fráköst. Fred VanVleet skoraði 27 stig fyrir Toronto, auk þess að gefa ellefu stoðsendingar, en félagi hans OG Anunoby skoraði sömuleiðis 27 stig. D-Rose handles & drops in the floater! @Raptors 83@nyknicks 94Early 4th on ESPN pic.twitter.com/IBBLshE0Mu— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar og helstu tilþrifin New York Knicks 120-103 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 132-94 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 115-109 Detroit Pistons New Orleans Pelicans 108-110 San Antonio Spurs Miami Heat 106-101 Chicago Bulls Dallas Mavericks 108-93 Los Angeles Lakers Utah Jazz 96-101 Minnesota Timberwolves Denver Nuggets 129-116 Houston Rockets watch on YouTube
NBA Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira