Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Snorri Másson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Sautján greindust með kórónuveiruna í gær og var einn utan sóttkvíar. Flestir eru tengdir fyrri hópsýkingum, þar á meðal leikskólanum Jörfa þar sem 65-75 hafa greinst með covid. Það eru starfsmenn, börn og fjölskyldumeðlimir.

Stefnt er á að fólk til starfa og opna leikskólann Jörfa eftir hádegi á mánudag en starfsemin verður þó að einhverju leyti skert. Unnið er að því að fá starfsfólk til að manna leikskólann. 

Í kvöldfréttum er einnig rætt við formann velferðarráðs Reykjavíkurborgar um smáhýsin í Grafavogi en íbúarnir hafa að sögn lögreglu orðið fyrir innbrotum og ónæði frá því að þeir fluttu þar inn.

Í fréttatímanum förum við einnig í Heiðarskóla í Keflavík og fáum að sjá æfingu á söngleiknum Mamma Mia með tilheyrandi tóndæmum og fjöri.

 Þetta og meira til í laugardagsfréttapakka ásamtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30



Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×