Watford upp í úrvalsdeildina eftir stutt stopp Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 16:31 Watford féll úr úrvalsdeildinni síðasta sumar en eru nú komnir aftur upp í fyrstu tilraun. Getty Images/Richard Heathcote Watford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að ári með 1-0 sigri á Millwall, félagi Jóns Daða Böðvarssonar. Watford fer því upp eftir aðeins eina leiktíð í Championship-deildinni. Watford hafði fyrir leik dagsins myndað töluvert bil niður í næstu lið fyrir neðan og ljóst að sigur myndi duga til úrvalsdeildarsætis. Mark Senegalans Ismaila Sarr úr vítaspyrnu eftir ellefu mínútna leik dugði liðinu til 1-0 sigurs og því hægt að ganga að sæti á meðal þeirra bestu sem vísu. Watford er með 88 stig í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Norwich. Sex stig eru í pottinum og eiga Watford-menn enn tölfræðilegan möguleika á því að vinna deildina. Jón Daði kom ekki við sögu og sat allan leikinn á varamannabekk Millwall. Getty Images/Richard Heathcote Fyrr í dag vann Brentford 1-0 útisigur á Bournemouth í umspilsslag. Liðin í 3.-6. sæti fara í fjögurra liða umspil um sæti í úrvalsdeildinni en sigur Brenford tryggði þeim eitt sætanna fjögurra. Reading er í sjöunda sæti, því neðsta sem ekki veitir umspilssæti, átta stigum frá Swansea sem er í sjötta sætinu með 76 stig. Þau eigast við klukkan 11:00 á morgun en sigur Swansea mun tryggja þeim, auk Barnsley og Bournemouth sem eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar, sæti í umspilinu með Brentford. Úrslit dagsins í Championship-deildinni: Bournemouth 0-1 Brentford Barnsley 1-0 Rotherham United Blackburn Rovers 5-2 Huddersfield Town Cardiff City 2-1 Wycombe Wanderers Coventry City 0-1 Preston North End Derby County 1-2 Birmingham City Middlesbrough 3-1 Sheffield Wednesday Nottingham Forest 1-1 Stoke City QPR 1-3 Norwich City Watford 1-0 Millwall Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Watford hafði fyrir leik dagsins myndað töluvert bil niður í næstu lið fyrir neðan og ljóst að sigur myndi duga til úrvalsdeildarsætis. Mark Senegalans Ismaila Sarr úr vítaspyrnu eftir ellefu mínútna leik dugði liðinu til 1-0 sigurs og því hægt að ganga að sæti á meðal þeirra bestu sem vísu. Watford er með 88 stig í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Norwich. Sex stig eru í pottinum og eiga Watford-menn enn tölfræðilegan möguleika á því að vinna deildina. Jón Daði kom ekki við sögu og sat allan leikinn á varamannabekk Millwall. Getty Images/Richard Heathcote Fyrr í dag vann Brentford 1-0 útisigur á Bournemouth í umspilsslag. Liðin í 3.-6. sæti fara í fjögurra liða umspil um sæti í úrvalsdeildinni en sigur Brenford tryggði þeim eitt sætanna fjögurra. Reading er í sjöunda sæti, því neðsta sem ekki veitir umspilssæti, átta stigum frá Swansea sem er í sjötta sætinu með 76 stig. Þau eigast við klukkan 11:00 á morgun en sigur Swansea mun tryggja þeim, auk Barnsley og Bournemouth sem eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar, sæti í umspilinu með Brentford. Úrslit dagsins í Championship-deildinni: Bournemouth 0-1 Brentford Barnsley 1-0 Rotherham United Blackburn Rovers 5-2 Huddersfield Town Cardiff City 2-1 Wycombe Wanderers Coventry City 0-1 Preston North End Derby County 1-2 Birmingham City Middlesbrough 3-1 Sheffield Wednesday Nottingham Forest 1-1 Stoke City QPR 1-3 Norwich City Watford 1-0 Millwall
Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira