Westbrook hrellti gömlu félagana Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 09:30 Westbrook hefur lengi kunnað vel við sig í Oklahoma. Getty Images/Will Newton Leikstjórnandinn Russell Westbrook heimsótti gamlan heimavöll og náði í 28. þreföldu tvennu sína á leiktíðinni er hann fór fyrir Washington Wizards í 129-109 sigri á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt. Sjö leikir fóru fram vestanhafs. Westbrook, sem lék með Oklahoma í ellefu ár, frá 2008 til 2019, var óstöðvandi á gamla heimavellinum í nótt. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Liðsfélagi hans, Bradley Beal, skoraði 33 stig og voru þeir félagar því með 70 af 129 stigum Washington í leiknum. Sigur Wizards er þeirra sjöundi í röð en liðið situr í 10. sæti Austurdeildarinnar og berst fyrir sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina. ANOTHER Russ triple-double.ANOTHER Wizards win.37, 11, 11 for @russwest44 in the @WashWizards 7th consecutive victory! #DCAboveAll pic.twitter.com/hYLbmkIW4N— NBA (@NBA) April 24, 2021 Stephen Curry skoraði þá 25 stig í síðari hálfleik fyrir Golden State Warriors sem léku fyrir framan áhorfendur í fyrsta skipti í rúmt ár í 118-97 sigri á Denver Nuggets í San Francisco. Alls var Curry með 32 stig í leiknum en Kelly Oubre Jr. var næststigahæstur með 23 stig af bekknum. Draymond Green átti einnig góðan leik þrátt fyrir að skora aðeins eitt stig, þar sem hann tók ellefu fráköst og gaf 19 stoðsendingar. Michael Porter Jr. var stigahæstur í liði Denver með 26 stig. Steph's 25-point 2nd half lifts @warriors! pic.twitter.com/I8gq7FsuMm— NBA (@NBA) April 24, 2021 Brooklyn Nets fóru á topp Austurdeildarinnar eftir 109-104 sigur á Boston Celtics. Kyrie Irving gekk þar illa að hitta körfuna, þar sem aðeins fjögur af 19 skotum hans utan af velli fóru niður, en átti þó níu fráköst og ellefu stoðsendingar auk 15 stiga sinna fyrir Nets í leiknum. Liðsfélagi hans Joe Harris var með 20 stig og Jeff Green 19. Stigahæstur á vellinum var Jayson Tatum úr liði Boston með 38 stig en hann tók að auki tíu fráköst. Brooklyn hafa unnið 40 leiki af 60 í vetur og fóru með sigrinum á topp Austurdeildarinnar. Philadelphia 76ers, sem hafa tapað þremur í röð, eiga leik inni og jafna Brooklyn á toppnum með sigri. Efficient night off the bench for @BruceBrown11 to spark the @BrooklynNets!15 PTS (7-8 FGM) | 8 REB pic.twitter.com/RzJogT1z3w— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar Atlanta Hawks 118-103 Miami Heat Brooklyn Nets 109-104 Boston Celtics Cleveland Cavaliers 102-108 Charlotte Hornets Portland TrailBlazers 128-130 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 118-97 Denver Nuggets Houston Rockets 104-109 Los Angeles Clippers Oklahoma City Thunder 109-129 Washington Wizards NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Westbrook, sem lék með Oklahoma í ellefu ár, frá 2008 til 2019, var óstöðvandi á gamla heimavellinum í nótt. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Liðsfélagi hans, Bradley Beal, skoraði 33 stig og voru þeir félagar því með 70 af 129 stigum Washington í leiknum. Sigur Wizards er þeirra sjöundi í röð en liðið situr í 10. sæti Austurdeildarinnar og berst fyrir sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina. ANOTHER Russ triple-double.ANOTHER Wizards win.37, 11, 11 for @russwest44 in the @WashWizards 7th consecutive victory! #DCAboveAll pic.twitter.com/hYLbmkIW4N— NBA (@NBA) April 24, 2021 Stephen Curry skoraði þá 25 stig í síðari hálfleik fyrir Golden State Warriors sem léku fyrir framan áhorfendur í fyrsta skipti í rúmt ár í 118-97 sigri á Denver Nuggets í San Francisco. Alls var Curry með 32 stig í leiknum en Kelly Oubre Jr. var næststigahæstur með 23 stig af bekknum. Draymond Green átti einnig góðan leik þrátt fyrir að skora aðeins eitt stig, þar sem hann tók ellefu fráköst og gaf 19 stoðsendingar. Michael Porter Jr. var stigahæstur í liði Denver með 26 stig. Steph's 25-point 2nd half lifts @warriors! pic.twitter.com/I8gq7FsuMm— NBA (@NBA) April 24, 2021 Brooklyn Nets fóru á topp Austurdeildarinnar eftir 109-104 sigur á Boston Celtics. Kyrie Irving gekk þar illa að hitta körfuna, þar sem aðeins fjögur af 19 skotum hans utan af velli fóru niður, en átti þó níu fráköst og ellefu stoðsendingar auk 15 stiga sinna fyrir Nets í leiknum. Liðsfélagi hans Joe Harris var með 20 stig og Jeff Green 19. Stigahæstur á vellinum var Jayson Tatum úr liði Boston með 38 stig en hann tók að auki tíu fráköst. Brooklyn hafa unnið 40 leiki af 60 í vetur og fóru með sigrinum á topp Austurdeildarinnar. Philadelphia 76ers, sem hafa tapað þremur í röð, eiga leik inni og jafna Brooklyn á toppnum með sigri. Efficient night off the bench for @BruceBrown11 to spark the @BrooklynNets!15 PTS (7-8 FGM) | 8 REB pic.twitter.com/RzJogT1z3w— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar Atlanta Hawks 118-103 Miami Heat Brooklyn Nets 109-104 Boston Celtics Cleveland Cavaliers 102-108 Charlotte Hornets Portland TrailBlazers 128-130 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 118-97 Denver Nuggets Houston Rockets 104-109 Los Angeles Clippers Oklahoma City Thunder 109-129 Washington Wizards
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira