Finnur Freyr: Náðum að kreista út sigurinn Gunnar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2021 21:25 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Vísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Vals i körfuknattleik, sagði liðið varla hafa verðskuldað 91-95 sigur sinn á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Stórleikur Jordan Roland, sem skoraði 33 stig í seinni hálfleik en aðeins tvö í þeim fyrr, skildi liðin að. „Ég gerði ekkert ákveðið,“ svaraði Finnur Freyr aðspurður um hvernig hann hefði kveikt á Jordan í hálfleik. „Hann var ekki sáttur við sinn leik í fyrrihálfleik frekar en bróðurparturinn af liðinu. Hann og aðrir stigu upp í seinni hálfleik. Mér fannst við oft ekki leita nóg að honum í fyrri hálfleik, hann fékk ekki boltann í sínum bestu stöðum en í seinni hálfleik var hann ákveðinn og gerði hrikalega vel.“ Finnur Freyr viðurkenndi þó að Valur mætti þakka fyrir að hafa hreppt sigurinn og stigin tvö en liðið virtist ryðgað framan af eftir mánaðarhlé í deildinni vegna Covid-faraldursins. „Frammistaðan var ekki nógu góð en sigurinn geggjaður. Við getum spilað töluvert betur. En það er eðlilegt að það sé smá ryð eftir pásuna. Mér fannst Höttur spila virkilega vel en við vorum daprir varnarlega og í raun á hælunum frá fyrstu mínútu. Í byrjun seinni hálfleiks náðum við nokkrum körfum í röð en skotin þeirra láku inn, Dino og fleiri settu niður stór skot og svo var Mallory frábær allan leikinn. Í lokum skoruðum við nokkrar körfur, náðum lykilstoppum og þannig að kreista þetta út. Þar við sat.“ Valur er nú kominn í fimmta sætið, tveimur stigum á eftir KR í hinu dýrmæta fjórða sæti sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Það gleður okkur að fara með tvö stig frá virkilega erfiðum útivelli. Hver leikur er fyrir okkur úrslitakeppnisleikur, við viljum tryggja okkur inn og komast eins hátt og hægt er en það er margt sem við þurfum að gera betur en í dag.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Valur Dominos-deild karla Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
„Ég gerði ekkert ákveðið,“ svaraði Finnur Freyr aðspurður um hvernig hann hefði kveikt á Jordan í hálfleik. „Hann var ekki sáttur við sinn leik í fyrrihálfleik frekar en bróðurparturinn af liðinu. Hann og aðrir stigu upp í seinni hálfleik. Mér fannst við oft ekki leita nóg að honum í fyrri hálfleik, hann fékk ekki boltann í sínum bestu stöðum en í seinni hálfleik var hann ákveðinn og gerði hrikalega vel.“ Finnur Freyr viðurkenndi þó að Valur mætti þakka fyrir að hafa hreppt sigurinn og stigin tvö en liðið virtist ryðgað framan af eftir mánaðarhlé í deildinni vegna Covid-faraldursins. „Frammistaðan var ekki nógu góð en sigurinn geggjaður. Við getum spilað töluvert betur. En það er eðlilegt að það sé smá ryð eftir pásuna. Mér fannst Höttur spila virkilega vel en við vorum daprir varnarlega og í raun á hælunum frá fyrstu mínútu. Í byrjun seinni hálfleiks náðum við nokkrum körfum í röð en skotin þeirra láku inn, Dino og fleiri settu niður stór skot og svo var Mallory frábær allan leikinn. Í lokum skoruðum við nokkrar körfur, náðum lykilstoppum og þannig að kreista þetta út. Þar við sat.“ Valur er nú kominn í fimmta sætið, tveimur stigum á eftir KR í hinu dýrmæta fjórða sæti sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Það gleður okkur að fara með tvö stig frá virkilega erfiðum útivelli. Hver leikur er fyrir okkur úrslitakeppnisleikur, við viljum tryggja okkur inn og komast eins hátt og hægt er en það er margt sem við þurfum að gera betur en í dag.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Valur Dominos-deild karla Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti