Erlent

Mannskæð sprengjuárás á lúxushóteli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi sprenginarinnar í kvöld.
Frá vettvangi sprenginarinnar í kvöld. Vísir/AP

Að minnsta kosti fjórir fórust og ellefu slösuðust í sprengjuárás á lúxushóteli í pakistönsku borginni Quetta í kvöld.

BBC greinir frá því að árásinni sé beint að kínverska sendiherranum í Pakistan. Hann er sagður staddur í Quetta en var ekki á hótelinu, sem ber nafnið Serena hotel, þegar sprengingin varð.

Pakistanskir Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásum af hálfu samtakanna hefur fjölgað á nærliggjandi svæðum í grennd við afgönsku landamærin síðustu vikur.

Myndbönd og myndir frá hótelinu eftir sprenginguna í kvöld hafa komist í dreifingu á samfélagsmiðlum. Á þeim sést mikill eldur og eyðilegging í bílastæðahúsi hótelsins, þar sem sprengingin varð. Sheikh Rashid Ahmad innanríkisráðherra sagði í sjónvarpsviðtali í kvöld að „bíll fullur af sprengiefni“ hefði sprungið inni á hótelinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×