Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2021 23:30 Asantewa Feaster, formaður BLM Iceland. Vísir/Skjáskot Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. Morðið á Floyd síðasta vor varð kveikjan að miklum mótmælum gegn rasisma og lögregluofbeldi bæði innan Bandaríkjanna sem utan. Mikill fjöldi safnaðist saman og krafðist réttlætis og breytinga undir slagorðinu „black lives matter“. Ábyrgð, ekki réttlæti Asantewa Feaster er formaður Black lives matter Iceland og segir niðurstöðuna í máli Chauvins snúast um ábyrgð, réttlæti sé þó ekki tryggt. „Maður er ánægður með þetta að vissu leyti en George Floyd snýr aldrei aftur. Það er þörf á að fólk sé látið axla ábyrgð en þetta er ekki réttlæti af því þú vekur engan upp frá dauðum,“ segir Asantewa. Kynþáttafordómar séu kerfislægir í Bandaríkjunum. „Þetta snýst ekki um fáeina svarta sauði. Þetta er tréið, jarðvegurinn. Kerfið virkar einfaldlega eins og því var ætlað. Það gengur út á að útskúfa fólki sem er ekki hvítt. Þess vegna þurfum við nýtt kerfi,“ segir hún og bætir við: „Daunte Wright var drepinn fyrir viku. Ma‘Khia Bryant í gær. Þannig um leið og verið var að úrskurða morðingja George Floyd sekann var unglingsstúlka skotin til bana. Þetta er ekkert einangrað atvik heldur gerist þetta trekk í trekk. Við höldum áfram að krefjast réttlætis en virðumst vera að hrópa út í tómið.“ Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin yfir Chauvin fóru fram.AP/Jim Mone Kerfið ekki lagað á einu ári Eftir mótmæli síðasta árs og í aðdraganda kosninga nóvembermánaðar í Bandaríkjunum ræddu Demókratar um að gera umbætur á löggæslu í landinu til að vinna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Þær aðgerðir hafa ekki enn borið sjáanlegan árangur en Asantewa segir slíkan sigur ekki unninn á einu ári. „Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga hver það er sem skilgreinir hvað nákvæmlega felst í umbótum, í öðru lagi þarf að horfa til hvernig þessum umbótum er komið á. Sumir kalla það umbætur að skella sökinni á sýslurnar eða ríkin þar sem lögregluþjónarnir störfuðu. Aðrir tala um að færa til fjármagn eða taka hin eða þessi verkefnin af fjárlögum,“ segir hún og heldur áfram: „Það er ekki hægt að laga kerfið á einu ári. Það er ekki raunhæft enda var kerfið ekki byggt á einu ári. Þá þurfti fólk að átta sig á réttu aðferðunum. Hvernig væri hægt að halda fólki niðri, koma í veg fyrir að það geti kosið og svo framvegis. Nú þurfum við löggjöf sem vindur ofan af þessu.“ Líður hvergi öruggri Aðspurð um hvort henni líði öruggri í návist bandarískra lögregluþjóna segir Asantewa: „Alls ekki. Nei, það væri fráleitt. Ég hef ekki upplifað mig örugga í þeim ástæðum síðan ég var þrettán ára. Þá stöðvaði lögregla mig þegar ég var á leið í skóla, krafði mig um skilríki og spurði hvort ég væri nokkuð með eiturlyf. Ég var þrettán ára. Þannig nei, mér líður hvergi öruggri í návist lögreglu.“ Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira
Morðið á Floyd síðasta vor varð kveikjan að miklum mótmælum gegn rasisma og lögregluofbeldi bæði innan Bandaríkjanna sem utan. Mikill fjöldi safnaðist saman og krafðist réttlætis og breytinga undir slagorðinu „black lives matter“. Ábyrgð, ekki réttlæti Asantewa Feaster er formaður Black lives matter Iceland og segir niðurstöðuna í máli Chauvins snúast um ábyrgð, réttlæti sé þó ekki tryggt. „Maður er ánægður með þetta að vissu leyti en George Floyd snýr aldrei aftur. Það er þörf á að fólk sé látið axla ábyrgð en þetta er ekki réttlæti af því þú vekur engan upp frá dauðum,“ segir Asantewa. Kynþáttafordómar séu kerfislægir í Bandaríkjunum. „Þetta snýst ekki um fáeina svarta sauði. Þetta er tréið, jarðvegurinn. Kerfið virkar einfaldlega eins og því var ætlað. Það gengur út á að útskúfa fólki sem er ekki hvítt. Þess vegna þurfum við nýtt kerfi,“ segir hún og bætir við: „Daunte Wright var drepinn fyrir viku. Ma‘Khia Bryant í gær. Þannig um leið og verið var að úrskurða morðingja George Floyd sekann var unglingsstúlka skotin til bana. Þetta er ekkert einangrað atvik heldur gerist þetta trekk í trekk. Við höldum áfram að krefjast réttlætis en virðumst vera að hrópa út í tómið.“ Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin yfir Chauvin fóru fram.AP/Jim Mone Kerfið ekki lagað á einu ári Eftir mótmæli síðasta árs og í aðdraganda kosninga nóvembermánaðar í Bandaríkjunum ræddu Demókratar um að gera umbætur á löggæslu í landinu til að vinna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Þær aðgerðir hafa ekki enn borið sjáanlegan árangur en Asantewa segir slíkan sigur ekki unninn á einu ári. „Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga hver það er sem skilgreinir hvað nákvæmlega felst í umbótum, í öðru lagi þarf að horfa til hvernig þessum umbótum er komið á. Sumir kalla það umbætur að skella sökinni á sýslurnar eða ríkin þar sem lögregluþjónarnir störfuðu. Aðrir tala um að færa til fjármagn eða taka hin eða þessi verkefnin af fjárlögum,“ segir hún og heldur áfram: „Það er ekki hægt að laga kerfið á einu ári. Það er ekki raunhæft enda var kerfið ekki byggt á einu ári. Þá þurfti fólk að átta sig á réttu aðferðunum. Hvernig væri hægt að halda fólki niðri, koma í veg fyrir að það geti kosið og svo framvegis. Nú þurfum við löggjöf sem vindur ofan af þessu.“ Líður hvergi öruggri Aðspurð um hvort henni líði öruggri í návist bandarískra lögregluþjóna segir Asantewa: „Alls ekki. Nei, það væri fráleitt. Ég hef ekki upplifað mig örugga í þeim ástæðum síðan ég var þrettán ára. Þá stöðvaði lögregla mig þegar ég var á leið í skóla, krafði mig um skilríki og spurði hvort ég væri nokkuð með eiturlyf. Ég var þrettán ára. Þannig nei, mér líður hvergi öruggri í návist lögreglu.“
Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira