„Þau höfðu verið á Laugarvatni í tæpan sólarhring. Þegar það kom í ljós að nemandinn væri smitaður var ákveðið að þau færu öll heim, og fóru beint með rútunni í skimun,“ segir Hanna Guðbjörg.
Nemandinn sem í ljós kom að var smitaður af Covid-19 var ekki með í ferðinni þar sem hann var þá í sóttkví. Allir nemendur í 8., 9. og 10. bekk auk kennara verða í sóttkví til föstudags. Þá fara 9. bekkingarnir í seinni skimun og aðrir í eina skimun áður en þau losna úr sóttkví.
„Þetta er lítil unglingadeild með mikla nánd, alir á einum gangi. Svo það var ákveðið að taka svona á málunum,“ segir Hanna Guðbjörg. Vissulega hafi verið leiðinlegt að 9. bekkur hafi ekki getað lokið við skólaferðalagið.
„Það var náttúrulega alveg glatað. En frábær minning samt að vera einu grunnskólabörnin á Íslandi sem hafa farið saman í sýnatöku. En við verðum að gera eitthvað fyrir þessa krakka þegar þau eru komin til baka,“ segir Hanna Guðbjörg.