„Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. apríl 2021 14:48 Þingmaður Samfylkingarinnar biðlaði til stjórnarþingmanna um að standa ekki í vegi fyrir því að frumvarp Samfylkingarinnar er varðar landamærin komist á dagskrá. Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að stjórnvöld verði að leita allra leiða til að koma til móts við landsmenn sem þjást vegna COVID-19, hvort sem það sé heilsufarslega, félagslega eða vegna atvinnumissis. Oddný gerði frumvarp Samfylkingarinnar að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag en frumvarpið heimilar sóttvarnayfirvöldum að grípa til sóttvarnaaðgerða á borð við skikka fólk til skyldudvalar á sóttvarnahótel við komuna til landsins. Þingflokkurinn hefur þegar lagt fram frumvarpið og á Oddný von á að málið komist til umræðu á morgun. „Ég treysti því að háttvirtir stjórnarþingmenn komi ekki í veg fyrir að svo brýnt COVID mál komist á dagskrá jafnvel þó það sé lagt fram af stjórnarandstöðuflokki. Við erum öll í þessu saman er það ekki? Veiran spyr ekki um flokksskýrteini.“ Oddný sagði að því fyrr sem sóttvarnayfirvöld næðu að draga úr smitum því fyrr gætu landsmenn lifað eðlilegu lífi. Því væri brýnt að veita sóttvarnalækni þær lagaheimildir sem heimila honum að ráðleggja ráðherra með þeim hætti sem honum finnst best. „Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för, látum almannahag ráða för.“ Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum í Hörpu í dag klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi. Að loknum fundi verður spurningum blaðamanna svarað. Við lok ríkisstjórnarfundar í dag vildu ráðherrar ekki upplýsa um hvaða ákvörðun hefði verið tekin er varðar ráðstafanir á landamærunum. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að ríflega sextíu og tvö prósent landsmanna eru fylgjandi skyldudvöl komufarþega frá há-áhættusvæðum í sóttvarnahúsi við komuna til Íslands. Þrjátíu og fjögur prósent eru sátt við núverandi fyrirkomulag. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. 19. apríl 2021 17:45 Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Oddný gerði frumvarp Samfylkingarinnar að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag en frumvarpið heimilar sóttvarnayfirvöldum að grípa til sóttvarnaaðgerða á borð við skikka fólk til skyldudvalar á sóttvarnahótel við komuna til landsins. Þingflokkurinn hefur þegar lagt fram frumvarpið og á Oddný von á að málið komist til umræðu á morgun. „Ég treysti því að háttvirtir stjórnarþingmenn komi ekki í veg fyrir að svo brýnt COVID mál komist á dagskrá jafnvel þó það sé lagt fram af stjórnarandstöðuflokki. Við erum öll í þessu saman er það ekki? Veiran spyr ekki um flokksskýrteini.“ Oddný sagði að því fyrr sem sóttvarnayfirvöld næðu að draga úr smitum því fyrr gætu landsmenn lifað eðlilegu lífi. Því væri brýnt að veita sóttvarnalækni þær lagaheimildir sem heimila honum að ráðleggja ráðherra með þeim hætti sem honum finnst best. „Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för, látum almannahag ráða för.“ Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum í Hörpu í dag klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi. Að loknum fundi verður spurningum blaðamanna svarað. Við lok ríkisstjórnarfundar í dag vildu ráðherrar ekki upplýsa um hvaða ákvörðun hefði verið tekin er varðar ráðstafanir á landamærunum. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að ríflega sextíu og tvö prósent landsmanna eru fylgjandi skyldudvöl komufarþega frá há-áhættusvæðum í sóttvarnahúsi við komuna til Íslands. Þrjátíu og fjögur prósent eru sátt við núverandi fyrirkomulag.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. 19. apríl 2021 17:45 Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. 19. apríl 2021 17:45
Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47
62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07