Margir áfangar í geimskoti SpaceX og NASA Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 13:32 Hér má sjá þau Thomas Pesquet, Megan McArthur, Shane Kimbrough og Akihiko Hoshide í búningum SpaceX, sem þau munu klæðast við geimskotið á fimmtudaginn. SpaceX Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu á fimmtudaginn skjóta fjórum geimförum af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Verður það í fyrsta sinn sem eldflaug og geimfar eru endurnýtt til að koma geimförum út í geim. Þeir sem eru á leið út í geim að þessu sinni eru Shane Kimbrough og Megan McArthur frá NASA, Akihiko Hoshide, frá Geimvísindastofnun Japans (JAXA) og Thomas Pesquet, frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9-eldflaug SpaceX frá Kennedy Space Center í Flórída. Sama eldflaug var notuð til að skjóta fjórum geimförum til geimstöðvarinnar í nóvember. Sjá einnig: Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Til stendur að reyna að lenda eldflauginni á drónaskipinu Of Course I Still Love You undan ströndum Flórída. Geimfararnir munu ferðast í Dragon-geimfari SpaceX og er það sama geimfar og var notað til að skjóta þeim Robert Behnken og Douglas Hurley til geimstöðvarinnar í lok maí í fyrra. Það var fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011 og í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendi menn út í geim. Samkvæmt tilkynningu á vef SpaceX mun það taka um tuttugu klukkustundir fyrir geimfarana að komast til geimstöðvarinnar. Þegar þeim áfanga verði náð, þá verði tvö Dragon-geimför tengd geimstöðinni og verður það sömuleiðis í fyrsta sinn sem það gerist. Skotglugginn svokallaði, það er tímaramminn sem til greina kemur að skjóta geimförunum á loft, opnast klukkan 10:11 á fimmtudagsmorgun. Veðursérfræðingar geimhers Bandaríkjanna segja litlar líkur á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið. Varaskotglugginn opnast 9:39 á föstudagsmorgun. Nú eru sjö manns um borð í geimstöðinni frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Japan. Þar af eru fjórir geimfarar sem SpaceX skaut á loft í nóvember og eiga þau snúa aftur til jarðar á miðvikudaginn 28. apríl. Sjá má hverjir eru um borð í geimstöðinni og frekari upplýsingar hér á vef NASA. Geimurinn SpaceX Tækni Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Bæði Bezoz og Branson sendu geimför á braut um jörðu Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Þeir sem eru á leið út í geim að þessu sinni eru Shane Kimbrough og Megan McArthur frá NASA, Akihiko Hoshide, frá Geimvísindastofnun Japans (JAXA) og Thomas Pesquet, frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9-eldflaug SpaceX frá Kennedy Space Center í Flórída. Sama eldflaug var notuð til að skjóta fjórum geimförum til geimstöðvarinnar í nóvember. Sjá einnig: Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Til stendur að reyna að lenda eldflauginni á drónaskipinu Of Course I Still Love You undan ströndum Flórída. Geimfararnir munu ferðast í Dragon-geimfari SpaceX og er það sama geimfar og var notað til að skjóta þeim Robert Behnken og Douglas Hurley til geimstöðvarinnar í lok maí í fyrra. Það var fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011 og í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendi menn út í geim. Samkvæmt tilkynningu á vef SpaceX mun það taka um tuttugu klukkustundir fyrir geimfarana að komast til geimstöðvarinnar. Þegar þeim áfanga verði náð, þá verði tvö Dragon-geimför tengd geimstöðinni og verður það sömuleiðis í fyrsta sinn sem það gerist. Skotglugginn svokallaði, það er tímaramminn sem til greina kemur að skjóta geimförunum á loft, opnast klukkan 10:11 á fimmtudagsmorgun. Veðursérfræðingar geimhers Bandaríkjanna segja litlar líkur á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið. Varaskotglugginn opnast 9:39 á föstudagsmorgun. Nú eru sjö manns um borð í geimstöðinni frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Japan. Þar af eru fjórir geimfarar sem SpaceX skaut á loft í nóvember og eiga þau snúa aftur til jarðar á miðvikudaginn 28. apríl. Sjá má hverjir eru um borð í geimstöðinni og frekari upplýsingar hér á vef NASA.
Geimurinn SpaceX Tækni Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Bæði Bezoz og Branson sendu geimför á braut um jörðu Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38
Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29
Bæði Bezoz og Branson sendu geimför á braut um jörðu Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06
Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10
Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20