Curry með ótrúlega skotsýningu í sigri á toppliðinu í austrinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 08:31 Stephen Curry hefur sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og undanfarnar vikur. getty/Rich Schultz Stephen Curry og Nikola Jokic áttu stórkostlega leiki fyrir lið sín, Golden State Warriors og Denver Nuggets, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Curry hefur spilað eins og engill að undanförnu og átti enn einn stórleikinn þegar Golden State sigraði topplið Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers, 96-107. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot. Hann hefur nú skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri. Í síðustu tíu leikjum hefur hann skorað samtals 72 þriggja stiga körfur sem er met. 49 POINTS, 10 THREES for Curry Most 3s in a 10-game span (72) 11th straight 30+ point game 10+ threes in 4 out of last 5 games@StephenCurry30 gonna Steph. pic.twitter.com/OBuwpGf8Ie— NBA (@NBA) April 20, 2021 11 straight games of 30+ points.. @StephenCurry is having fun. pic.twitter.com/RQW3tm2W9J— NBA (@NBA) April 20, 2021 Yngri bróðir Currys, Seth, skoraði fimmtán stig fyrir Philadelphia. Joel Embiid var atkvæðamestur í liði heimamanna með 28 stig, þrettán fráköst og átta stoðsendingar. Jokic sýndi allar sínar bestu hliðar og rúmlega það þegar Denver vann Memphis Grizzlies, 139-137, í tvíframlengdum leik. Serbinn skoraði 47 stig, tók fimmtán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Will Barton skoraði 28 stig og Michael Porter 21 stig. Ja Morant skoraði 36 stig og gaf tólf stoðsendingar fyrir Memphis. JOKER. TAKES. OVER. 47 points 15 boards 8 assists Clutch triple to lift @nuggets in 2OT pic.twitter.com/wf8UgTa7XH— NBA (@NBA) April 20, 2021 Devin Booker tryggði Phoenix Suns sætan sigur á Milwaukee Bucks, 127-128, í framlengdum leik. Hann setti niður vítaskot þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Khris Middleton jafnaði fyrir Milwaukee með þristi, 127-127, þegar 22 sekúndur voru eftir en í lokasókn Phoenix fiskaði Booker villu, fór á vítalínuna og kláraði leikinn. Booker skoraði 24 stig og var stigahæstur í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Chris Paul skoraði 22 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Hann er nú kominn upp í 5. sætið á listanum yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Now 5th on the all-time ASSISTS list.. @CP3!pic.twitter.com/KpX8XVvytF— NBA (@NBA) April 20, 2021 Giannis Antetokoumpo var með 33 stig og átta fráköst hjá Milwaukee sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Curry hefur spilað eins og engill að undanförnu og átti enn einn stórleikinn þegar Golden State sigraði topplið Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers, 96-107. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot. Hann hefur nú skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri. Í síðustu tíu leikjum hefur hann skorað samtals 72 þriggja stiga körfur sem er met. 49 POINTS, 10 THREES for Curry Most 3s in a 10-game span (72) 11th straight 30+ point game 10+ threes in 4 out of last 5 games@StephenCurry30 gonna Steph. pic.twitter.com/OBuwpGf8Ie— NBA (@NBA) April 20, 2021 11 straight games of 30+ points.. @StephenCurry is having fun. pic.twitter.com/RQW3tm2W9J— NBA (@NBA) April 20, 2021 Yngri bróðir Currys, Seth, skoraði fimmtán stig fyrir Philadelphia. Joel Embiid var atkvæðamestur í liði heimamanna með 28 stig, þrettán fráköst og átta stoðsendingar. Jokic sýndi allar sínar bestu hliðar og rúmlega það þegar Denver vann Memphis Grizzlies, 139-137, í tvíframlengdum leik. Serbinn skoraði 47 stig, tók fimmtán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Will Barton skoraði 28 stig og Michael Porter 21 stig. Ja Morant skoraði 36 stig og gaf tólf stoðsendingar fyrir Memphis. JOKER. TAKES. OVER. 47 points 15 boards 8 assists Clutch triple to lift @nuggets in 2OT pic.twitter.com/wf8UgTa7XH— NBA (@NBA) April 20, 2021 Devin Booker tryggði Phoenix Suns sætan sigur á Milwaukee Bucks, 127-128, í framlengdum leik. Hann setti niður vítaskot þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Khris Middleton jafnaði fyrir Milwaukee með þristi, 127-127, þegar 22 sekúndur voru eftir en í lokasókn Phoenix fiskaði Booker villu, fór á vítalínuna og kláraði leikinn. Booker skoraði 24 stig og var stigahæstur í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Chris Paul skoraði 22 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Hann er nú kominn upp í 5. sætið á listanum yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Now 5th on the all-time ASSISTS list.. @CP3!pic.twitter.com/KpX8XVvytF— NBA (@NBA) April 20, 2021 Giannis Antetokoumpo var með 33 stig og átta fráköst hjá Milwaukee sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira