Þjónandi forysta Eva Björk Harðardóttir skrifar 19. apríl 2021 07:01 Kynin eru almennt ólík að eðlisfari. Mismunandi hormón hafa áhrif á hvaða hlutar heilans í hverju kyni fyrir sig eru virkari en önnur. Við hugsum oft og leysum mál með mismunandi hætti eftir kynjum því styrkleikar okkar eru mismunandi. Við myndum alla jafna sambönd við okkar lífsförunauta út frá því hvernig við getum bætt hvert annað upp og virðumst oft dragast að andstæðum okkar. Tökum eftir hvernig hjón eru oft á tíðum ótrúlega ólík en samt samhent og farsæl í lífinu. Leiðtoga þessa lands þyrfti að mínu mati að velja sem þverskurð af því samfélagi sem þeim er ætlað að leiða eða þjóna hverju sinni. Þannig ættum við að ná sem bestum árangri þegar kemur að því að velta upp öllum hliðum þeirra mála sem við erum að glíma við hverju sinni. Afdrifaríkar ákvarðanatökur sem snerta líf og afkomu fólks í landinu má ekki gjaldfella með því að velja í leiðtogahlutverkin einhæfar stereotýpur með sömu menntun, búsetu og uppruna. Ég hef alla tíð aðhyllst þá aðferðarfræði, að leiðtogi þurfi að vera þjónn þeirra sem hann leiðir. Löngu áður en ég hafði heyrt um eða lesið mér til um þjónandi leiðtoga. Fyrst sem kennari, þar sem nemendur mínir og foreldrar voru þeir aðilar sem ég var að þjóna og síðar sem hótelstjóri. Þar uppgötvaði ég fljótlega að þar sem ég gat ekki sjálf verið í öllum hlutverkum til lengdar þá yrði ég að þjóna mínu starfsfólki á þann hátt að þau hefðu þau tæki og tól sem þau þörfnuðust til að þjóna gestum hótelsins þannig að þeir færu ánægðir frá okkur. Einnig er það ótvírætt þannig að ánægður starfsmaður er mun hæfari til að veita betri þjónustu en ósáttur starfsmaður. Sömu hugmyndafræði hef ég notað í sveitarstjórnarmálunum. Þeir sem veljast til forystu þurfa að mínu mati að vera tilbúnir að vera þjónar þess samfélags sem velur þá í það hlutverk ef vel á að vera. Það þýðir ekki það að slíkir leiðtogar verði þá eins og viljalaus verkfæri. Ákveðin framtíðarsýn og sterk gildi eru nauðsynlegt veganesti því ef þú ætlar að taka spor inn í framtíðina og ná fólkinu með þér, þá er eins gott að snúast ekki eins og skopparakringla eftir skoðunum síðasta ræðumanns. Á tímum þarf að taka erfiðar ákvarðanir en þá er eins gott að þær séu réttar fyrir heildina og skref í rétta átt þótt það komi ekki í ljós fyrr en seinna. Alþingismaður þarf að vera tilbúinn til að slá vörð um fólkið og fyrirtækin í landinu og veita þeim þá þjónustu sem þau þurfa á að halda til að geta vaxið og lifað góðu lífi í þessu landi. Ég tel mjög nauðsynlegt að koma hreint fram með skoðanir á umdeildum málaflokkum. Oft finnst mér eins og fólk veigri sér við að taka umræðuna ef skoðanir eru skiptar. Ég hef sjálf fallið í þá gryfju. En kjósendur eiga rétt á því að vita nákvæmlega fyrir hvað viðkomandi frambjóðendur standa, skoðanir þeirra og gildi. Ef við frambjóðendur, bjóðum uppá orðræðu sem við höldum að kjósendur vilji heyra í stað þess að koma hreint fram og bera það á borð sem kjósendur þurfa að heyra, þá erum við að svíkja þá. Höfundur er í framboði til prófkjörs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi 29. maí nk. og sækist eftir 2.-3.sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Sjá meira
Kynin eru almennt ólík að eðlisfari. Mismunandi hormón hafa áhrif á hvaða hlutar heilans í hverju kyni fyrir sig eru virkari en önnur. Við hugsum oft og leysum mál með mismunandi hætti eftir kynjum því styrkleikar okkar eru mismunandi. Við myndum alla jafna sambönd við okkar lífsförunauta út frá því hvernig við getum bætt hvert annað upp og virðumst oft dragast að andstæðum okkar. Tökum eftir hvernig hjón eru oft á tíðum ótrúlega ólík en samt samhent og farsæl í lífinu. Leiðtoga þessa lands þyrfti að mínu mati að velja sem þverskurð af því samfélagi sem þeim er ætlað að leiða eða þjóna hverju sinni. Þannig ættum við að ná sem bestum árangri þegar kemur að því að velta upp öllum hliðum þeirra mála sem við erum að glíma við hverju sinni. Afdrifaríkar ákvarðanatökur sem snerta líf og afkomu fólks í landinu má ekki gjaldfella með því að velja í leiðtogahlutverkin einhæfar stereotýpur með sömu menntun, búsetu og uppruna. Ég hef alla tíð aðhyllst þá aðferðarfræði, að leiðtogi þurfi að vera þjónn þeirra sem hann leiðir. Löngu áður en ég hafði heyrt um eða lesið mér til um þjónandi leiðtoga. Fyrst sem kennari, þar sem nemendur mínir og foreldrar voru þeir aðilar sem ég var að þjóna og síðar sem hótelstjóri. Þar uppgötvaði ég fljótlega að þar sem ég gat ekki sjálf verið í öllum hlutverkum til lengdar þá yrði ég að þjóna mínu starfsfólki á þann hátt að þau hefðu þau tæki og tól sem þau þörfnuðust til að þjóna gestum hótelsins þannig að þeir færu ánægðir frá okkur. Einnig er það ótvírætt þannig að ánægður starfsmaður er mun hæfari til að veita betri þjónustu en ósáttur starfsmaður. Sömu hugmyndafræði hef ég notað í sveitarstjórnarmálunum. Þeir sem veljast til forystu þurfa að mínu mati að vera tilbúnir að vera þjónar þess samfélags sem velur þá í það hlutverk ef vel á að vera. Það þýðir ekki það að slíkir leiðtogar verði þá eins og viljalaus verkfæri. Ákveðin framtíðarsýn og sterk gildi eru nauðsynlegt veganesti því ef þú ætlar að taka spor inn í framtíðina og ná fólkinu með þér, þá er eins gott að snúast ekki eins og skopparakringla eftir skoðunum síðasta ræðumanns. Á tímum þarf að taka erfiðar ákvarðanir en þá er eins gott að þær séu réttar fyrir heildina og skref í rétta átt þótt það komi ekki í ljós fyrr en seinna. Alþingismaður þarf að vera tilbúinn til að slá vörð um fólkið og fyrirtækin í landinu og veita þeim þá þjónustu sem þau þurfa á að halda til að geta vaxið og lifað góðu lífi í þessu landi. Ég tel mjög nauðsynlegt að koma hreint fram með skoðanir á umdeildum málaflokkum. Oft finnst mér eins og fólk veigri sér við að taka umræðuna ef skoðanir eru skiptar. Ég hef sjálf fallið í þá gryfju. En kjósendur eiga rétt á því að vita nákvæmlega fyrir hvað viðkomandi frambjóðendur standa, skoðanir þeirra og gildi. Ef við frambjóðendur, bjóðum uppá orðræðu sem við höldum að kjósendur vilji heyra í stað þess að koma hreint fram og bera það á borð sem kjósendur þurfa að heyra, þá erum við að svíkja þá. Höfundur er í framboði til prófkjörs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi 29. maí nk. og sækist eftir 2.-3.sæti.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun