Veðjað á að hugsanlegur fundur Putíns og Bidens verði í Tékklandi eða á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2021 11:32 Á flest er nú veðjað, meira að segja það hvar Biden og Pútín muni hittast ef af leiðtogafundi þeirra verður. Og þar telst Ísland líklegur kostur. Eflaust spilar þar inn í ógleymanlegur leiðtogafundurinn í Höfða þegar Ronald Regan Bandaríkjaforseti og Mikhaíl Gorbatsjev, leiðtogi Sovétríkjanna sálugu hittust í Reykjavík 1986. Efnt hefur verið til veðmáls þar sem talið er líklegast að fundur leiðtoga hinna fornu stórvelda verði haldinn í Tékkalandi en Ísland kemur þar fast á hæla. Fátt er það sem menn ekki veðja á. Og nú hefur veðmálafyrirtækið Betsson sett upp sérstakt veðmál þar sem menn geta veðjað á hvar fyrirhugaður mögulegur leiðtogafundur Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta verður. Eins og komið hefur fram á Vísi hefur Biden lagt það til við Pútín að þeir hittist til að fara yfir samskipti þjóðanna en stirð samskipti Rússa við Úkraínumenn eru áhyggjuefni. Þeir tveir hittust í varaforsetatíð Bidens árið 2011. Veðmálastuðlarnir sem sérfræðingar Betsson hafa sett upp eru athyglisverðir. Eins og áður sagði er Tékkland talinn líklegasti fundarstaðurinn, með 3,55 í svokallaðan stuðul. Sem þýðir að ef einhver leggur þúsund krónur á það fær hinn sami til baka 3.550 krónur til baka, verði sú raunin. Ísland er þar fast á hæla með 4 í stuðul og þar á eftir kemur Austurríki með stuðulinn 4,25. Eilítið neðar á blaði eru Finnland (5,25) en þeir tveir möguleikar sem reka lestina, Svíþjóð (15) og Úkraína (18) teljast ólíklegir samkvæmt þeim veðmálaspekúlöntum. Og ef menn vilja veðja á Svíþjóð og Úkraínu og svo fer að þar verði hinn hugsanlegi fundur haldinn, ávaxta menn vel sitt pund; það er margfaldað með stuðlinum. Eins og áður sagði liggur ekki einu sinni enn fyrir hvort fundurinn verði haldinn en veðmálið stendur út apríl, ef ekkert verður af því að Biden og Pútín hittist, þá fellur veðmálið niður og þeir sem lagt hafa undir fá það til baka. Fjárhættuspil Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Fátt er það sem menn ekki veðja á. Og nú hefur veðmálafyrirtækið Betsson sett upp sérstakt veðmál þar sem menn geta veðjað á hvar fyrirhugaður mögulegur leiðtogafundur Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta verður. Eins og komið hefur fram á Vísi hefur Biden lagt það til við Pútín að þeir hittist til að fara yfir samskipti þjóðanna en stirð samskipti Rússa við Úkraínumenn eru áhyggjuefni. Þeir tveir hittust í varaforsetatíð Bidens árið 2011. Veðmálastuðlarnir sem sérfræðingar Betsson hafa sett upp eru athyglisverðir. Eins og áður sagði er Tékkland talinn líklegasti fundarstaðurinn, með 3,55 í svokallaðan stuðul. Sem þýðir að ef einhver leggur þúsund krónur á það fær hinn sami til baka 3.550 krónur til baka, verði sú raunin. Ísland er þar fast á hæla með 4 í stuðul og þar á eftir kemur Austurríki með stuðulinn 4,25. Eilítið neðar á blaði eru Finnland (5,25) en þeir tveir möguleikar sem reka lestina, Svíþjóð (15) og Úkraína (18) teljast ólíklegir samkvæmt þeim veðmálaspekúlöntum. Og ef menn vilja veðja á Svíþjóð og Úkraínu og svo fer að þar verði hinn hugsanlegi fundur haldinn, ávaxta menn vel sitt pund; það er margfaldað með stuðlinum. Eins og áður sagði liggur ekki einu sinni enn fyrir hvort fundurinn verði haldinn en veðmálið stendur út apríl, ef ekkert verður af því að Biden og Pútín hittist, þá fellur veðmálið niður og þeir sem lagt hafa undir fá það til baka.
Fjárhættuspil Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira