Segir frábært hvað ræst hefur úr fisksölu í faraldri Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2021 21:21 Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Fyrir aftan er verið að landa úr togaranum Tómasi Þorvaldssyni GK-10. Sigurjón Ólason Aflabrögð á vetrarvertíð í Grindavík hafa verið mjög góð frá áramótum. Hjá stærstu útgerðinni, Þorbirni, hefur sala sjávarafurða á erlenda markaði gengið vonum framar og verðlækkanir vegna covid-faraldursins reynst minni en óttast var. Grindavík hefur í gegnum tíðina verið næst stærsta löndunarhöfn landsins í botnfiski, á eftir Reykjavík, en í hópi tíu kvótahæstu útgerða landsins eiga Grindvíkingar tvær; Þorbjörn hf. og Vísi hf. Í fréttum Stöðvar 2 sáum við löndun á frystum afurðum úr togaranum Tómasi Þorvaldssyni, sem Þorbjörn gerir út, en búið var að vinna aflann um borð. Fiskverkendur þurftu í fyrra að laga sig að breyttum neysluvenjum vegna heimsfaraldursins til að selja fiskinn úr landi. Frá Grindavíkurhöfn. Sjómenn á Sighvati GK-57, skipi Vísis hf., búa sig undir róður.Sigurjón Ólason „En það tókst allt fyrir rest og um áramótin síðustu til dæmis áttum við minni birgðir af vöru heldur en við áttum um áramótin þar á undan þegar var ekkert covid. Þannig að það er eiginlega frábært hvað okkar viðskiptavinir hafa náð að snúa vörn í sókn í þessu,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Menn neyddust þó til að sætta sig við lækkun á fiskverði, þó ekki eins mikla og í kjöti. „Þar fór það alveg niður fyrir fimmtán prósent. Við höfum ekki farið svo langt niður. En við lækkuðum, það er alveg rétt.“ Gunnar segir þetta ár fara vel af stað í fisksölunni. „Það er bara ágætis neysla. Og eins og ég segi; á síðasta ári voru menn að læra á covidið. Núna kunna þeir á það. Og stórmarkaðirnir úti í Evrópu og Bandaríkjunum, og bara út um heim, þeir hafa aldrei lifað betri tíma og þeir eru okkar stærstu viðskiptavinir í dag.“ Framkvæmdastjóri Þorbjarnar ræðir við fréttamann Stöðvar 2. Sigurjón Ólason Hér er langt liðið á vetrarvertíð. „Núna er þorskurinn hérna á miðunum að hrygna út í eitt eins og enginn sé morgundagurinn og það er búið að loka hérna svæðum svo hann fái að hrygna í friði. Skipin okkar eru svolítið að leita á aðrar slóðir á meðan.“ Og það hefur aflast vel. „Fiskeríið byrjaði bara mjög vel. Bara strax í janúar var mikið fiskerí og hefur bara gengið mjög vel. Það var svona heldur lakara síðastliðið haust en svo kom það bara til baka núna og hefur gengið framar öllum vonum,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Grindavík Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. 3. febrúar 2021 19:41 Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. 13. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Grindavík hefur í gegnum tíðina verið næst stærsta löndunarhöfn landsins í botnfiski, á eftir Reykjavík, en í hópi tíu kvótahæstu útgerða landsins eiga Grindvíkingar tvær; Þorbjörn hf. og Vísi hf. Í fréttum Stöðvar 2 sáum við löndun á frystum afurðum úr togaranum Tómasi Þorvaldssyni, sem Þorbjörn gerir út, en búið var að vinna aflann um borð. Fiskverkendur þurftu í fyrra að laga sig að breyttum neysluvenjum vegna heimsfaraldursins til að selja fiskinn úr landi. Frá Grindavíkurhöfn. Sjómenn á Sighvati GK-57, skipi Vísis hf., búa sig undir róður.Sigurjón Ólason „En það tókst allt fyrir rest og um áramótin síðustu til dæmis áttum við minni birgðir af vöru heldur en við áttum um áramótin þar á undan þegar var ekkert covid. Þannig að það er eiginlega frábært hvað okkar viðskiptavinir hafa náð að snúa vörn í sókn í þessu,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Menn neyddust þó til að sætta sig við lækkun á fiskverði, þó ekki eins mikla og í kjöti. „Þar fór það alveg niður fyrir fimmtán prósent. Við höfum ekki farið svo langt niður. En við lækkuðum, það er alveg rétt.“ Gunnar segir þetta ár fara vel af stað í fisksölunni. „Það er bara ágætis neysla. Og eins og ég segi; á síðasta ári voru menn að læra á covidið. Núna kunna þeir á það. Og stórmarkaðirnir úti í Evrópu og Bandaríkjunum, og bara út um heim, þeir hafa aldrei lifað betri tíma og þeir eru okkar stærstu viðskiptavinir í dag.“ Framkvæmdastjóri Þorbjarnar ræðir við fréttamann Stöðvar 2. Sigurjón Ólason Hér er langt liðið á vetrarvertíð. „Núna er þorskurinn hérna á miðunum að hrygna út í eitt eins og enginn sé morgundagurinn og það er búið að loka hérna svæðum svo hann fái að hrygna í friði. Skipin okkar eru svolítið að leita á aðrar slóðir á meðan.“ Og það hefur aflast vel. „Fiskeríið byrjaði bara mjög vel. Bara strax í janúar var mikið fiskerí og hefur bara gengið mjög vel. Það var svona heldur lakara síðastliðið haust en svo kom það bara til baka núna og hefur gengið framar öllum vonum,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Grindavík Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. 3. febrúar 2021 19:41 Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. 13. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20
Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. 3. febrúar 2021 19:41
Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. 13. febrúar 2020 21:15