Brown með sögulega frammistöðu þegar Boston vann stórveldaslaginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2021 09:29 Leikmenn Los Angeles Lakers réðu ekkert við Jaylen Brown. ap/Ringo H.W. Chiu Boston Celtics sigraði erkifjendur sína í Los Angeles Lakers, 113-121, í stórleik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Jaylen Brown var í miklum ham í liði Boston og skoraði fjörutíu stig og hitti úr sautján af tuttugu skotum sínum. Hann tók einnig níu fráköst. Brown er fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston sem skorar fjörutíu stig í leik og er með 85 prósent skotnýtingu. JAYLEN BROWN COULDN'T MISS @FCHWPO leads the @celtics to 5 straight wins as he becomes the first player in franchise history to score 40+ points on 85.0 FG% or better! pic.twitter.com/7UcBnZr3tW— NBA (@NBA) April 16, 2021 Boston náði mest 27 stiga forskoti en var næstum því búið að kasta henni frá sér undir lokin. Liðið hélt hins vegar út og vann fimmta leikinn í röð. LeBron James og Anthony Davis eru enn fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Talen Horton-Tucker var stigahæstur í liði Lakers með nítján stig en enginn í byrjunarliðinu skoraði meira en átján stig. Milwaukee Bicks lagði Atlanta Hawks að velli, 109-120. Giannis Antetokounmpo sneri aftur í lið Milwaukee eftir sex leikja fjarveru vegna meiðsla og skoraði fimmtán stig. Jrue Holiday var stigahæstur í liði Milwaukee með 23 stig. 23 points & 7 dimes for @Jrue_Holiday11 in the @Bucks W! pic.twitter.com/n4rZ2f0Rdw— NBA (@NBA) April 16, 2021 Stephen Curry heldur áfram að spila eins og engill fyrir Golden State Warriors og skoraði 33 stig þegar liðið vann Cleveland Cavaliers, 101-119, á útivelli. Þetta var fjórði sigur Golden State í röð. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í níu leikjum í röð. Hann setti met með því að hitta úr 29 þriggja stiga skotum í síðustu þremur leikjum en var frekar kaldur fyrir utan í nótt. Átta fyrstu skot Currys fyrir utan þriggja stiga línuna geiguðu og hann endaði með fjóra þrista í þrettán tilraunum. 33 points for @StephenCurry30.9th straight 30-point game.4th straight @warriors win. pic.twitter.com/6r0OwfNBxu— NBA (@NBA) April 16, 2021 Þá vann Phoenix Suns Sacramento Kings á heimavelli, 122-114. Deandre Ayton skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Ayton hitti úr tíu af ellefu skotum sínum og nýtti öll sex vítaskot sín. 26 PTS 11 REB 10-11 FGM 6-6 FTM@DeandreAyton leads the @Suns to 4 straight wins! pic.twitter.com/daYkBHPd1C— NBA (@NBA) April 16, 2021 Úrslitin í nótt LA Lakers 113-121 Boston Atlanta 109-120 Milwaukee Cleveland 101-119 Golden State Phoenix 122-114 Sacramento NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Jaylen Brown var í miklum ham í liði Boston og skoraði fjörutíu stig og hitti úr sautján af tuttugu skotum sínum. Hann tók einnig níu fráköst. Brown er fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston sem skorar fjörutíu stig í leik og er með 85 prósent skotnýtingu. JAYLEN BROWN COULDN'T MISS @FCHWPO leads the @celtics to 5 straight wins as he becomes the first player in franchise history to score 40+ points on 85.0 FG% or better! pic.twitter.com/7UcBnZr3tW— NBA (@NBA) April 16, 2021 Boston náði mest 27 stiga forskoti en var næstum því búið að kasta henni frá sér undir lokin. Liðið hélt hins vegar út og vann fimmta leikinn í röð. LeBron James og Anthony Davis eru enn fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Talen Horton-Tucker var stigahæstur í liði Lakers með nítján stig en enginn í byrjunarliðinu skoraði meira en átján stig. Milwaukee Bicks lagði Atlanta Hawks að velli, 109-120. Giannis Antetokounmpo sneri aftur í lið Milwaukee eftir sex leikja fjarveru vegna meiðsla og skoraði fimmtán stig. Jrue Holiday var stigahæstur í liði Milwaukee með 23 stig. 23 points & 7 dimes for @Jrue_Holiday11 in the @Bucks W! pic.twitter.com/n4rZ2f0Rdw— NBA (@NBA) April 16, 2021 Stephen Curry heldur áfram að spila eins og engill fyrir Golden State Warriors og skoraði 33 stig þegar liðið vann Cleveland Cavaliers, 101-119, á útivelli. Þetta var fjórði sigur Golden State í röð. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í níu leikjum í röð. Hann setti met með því að hitta úr 29 þriggja stiga skotum í síðustu þremur leikjum en var frekar kaldur fyrir utan í nótt. Átta fyrstu skot Currys fyrir utan þriggja stiga línuna geiguðu og hann endaði með fjóra þrista í þrettán tilraunum. 33 points for @StephenCurry30.9th straight 30-point game.4th straight @warriors win. pic.twitter.com/6r0OwfNBxu— NBA (@NBA) April 16, 2021 Þá vann Phoenix Suns Sacramento Kings á heimavelli, 122-114. Deandre Ayton skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Ayton hitti úr tíu af ellefu skotum sínum og nýtti öll sex vítaskot sín. 26 PTS 11 REB 10-11 FGM 6-6 FTM@DeandreAyton leads the @Suns to 4 straight wins! pic.twitter.com/daYkBHPd1C— NBA (@NBA) April 16, 2021 Úrslitin í nótt LA Lakers 113-121 Boston Atlanta 109-120 Milwaukee Cleveland 101-119 Golden State Phoenix 122-114 Sacramento NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
LA Lakers 113-121 Boston Atlanta 109-120 Milwaukee Cleveland 101-119 Golden State Phoenix 122-114 Sacramento
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira