Var búinn að sætta sig við það að eignast aldrei börn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2021 07:01 Valdimar Guðmundsson á von á barni með kærustunni sinni þann 15. júlí. vísir/vilhelm Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari landsins og hefur verið það í nokkur ár. Hann er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Sjálfur segir hann að lítið hafi farið fyrir sér í skóla en í dag eru líklega fáir Íslendingar sem ekki þekkja hann í sjón, sem Maraþonmann Íslandsbanka eða þá fyrir silkimjúka röddina sem berst landsmönnum reglulega á öldum ljósvakans. Valdimar er algjörlega sjálflærður söngvari, að undanskildum þeim hæfileikum sem hægt er að yfirfæra af básúnunni yfir á söng. Í dag á Valdimar von á barni með kærustunni sinni Önnu Björk Sigurjónsdóttur og er von á drengnum í heiminn í sumar en settur dagur er 15. júlí. Allt breyttist með Önnu „Þetta leggst mjög vel í mig og auðvitað á þetta eftir að verða mjög skemmtilegt. Auðvitað hefur maður heyrt allskonar, eins og ég eigi ekkert eftir að sofa í fjögur ár. En ég er bara ofboðslega tilbúinn í þetta. Áður en ég kynntist Önnu þá hugsaði ég oft um það að ég yrði ekkert gaurinn sem myndi eignast börn. Kannski verð ég ekkert pabbi og það er bara fínt og ég var alveg bara sáttur við það. Svo þegar maður kynnist réttu manneskjunni og maður er kominn í samband sem maður vill rækta þá fer þessi fjölskyldupæling að verða meira heillandi. Ég er mjög spenntur að verða pabbi,“ segir Valdimar sem hlakkar til að spila fyrir hann vínylplötur og að kynnast syninum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Valdimar Guðmundsson Særandi umræða Í þættinum talar Valdimar einnig um það þegar hann upplifði fitufordóma eftir að rætt var um það í útvarpsþættinum Zúúber að hann ætti von á barni. Valdimar hefur ekki tjáð sig um atvikið áður. „Offita er þannig að þegar þú ert kominn yfir ákveðið stig, sem ég klárlega er, þá er þetta svolítið heilsufarsvandamál. Það má ekkert vera að hunsa það, það er óhollt að vera með svona mörg aukakíló utan á sér. En það að maður sé metinn út frá því er ekki skemmtilegt. Það er eitt nærtækt dæmi sem ég gæti talað um og ég er búinn að reyna tala ekkert um það. Það er ekkert svo langt síðan að það kom upp umræða í útvarpinu sem varð svolítið fjaðrafok í kringum. Þetta var allt svo undarlegt allt saman,“ segir Valdimar og heldur áfram: „Þetta var rosalega skringilegt og ég verð að viðurkenna að þetta var svolítið særandi.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Börn og uppeldi Tónlist Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Sjá meira
Sjálfur segir hann að lítið hafi farið fyrir sér í skóla en í dag eru líklega fáir Íslendingar sem ekki þekkja hann í sjón, sem Maraþonmann Íslandsbanka eða þá fyrir silkimjúka röddina sem berst landsmönnum reglulega á öldum ljósvakans. Valdimar er algjörlega sjálflærður söngvari, að undanskildum þeim hæfileikum sem hægt er að yfirfæra af básúnunni yfir á söng. Í dag á Valdimar von á barni með kærustunni sinni Önnu Björk Sigurjónsdóttur og er von á drengnum í heiminn í sumar en settur dagur er 15. júlí. Allt breyttist með Önnu „Þetta leggst mjög vel í mig og auðvitað á þetta eftir að verða mjög skemmtilegt. Auðvitað hefur maður heyrt allskonar, eins og ég eigi ekkert eftir að sofa í fjögur ár. En ég er bara ofboðslega tilbúinn í þetta. Áður en ég kynntist Önnu þá hugsaði ég oft um það að ég yrði ekkert gaurinn sem myndi eignast börn. Kannski verð ég ekkert pabbi og það er bara fínt og ég var alveg bara sáttur við það. Svo þegar maður kynnist réttu manneskjunni og maður er kominn í samband sem maður vill rækta þá fer þessi fjölskyldupæling að verða meira heillandi. Ég er mjög spenntur að verða pabbi,“ segir Valdimar sem hlakkar til að spila fyrir hann vínylplötur og að kynnast syninum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Valdimar Guðmundsson Særandi umræða Í þættinum talar Valdimar einnig um það þegar hann upplifði fitufordóma eftir að rætt var um það í útvarpsþættinum Zúúber að hann ætti von á barni. Valdimar hefur ekki tjáð sig um atvikið áður. „Offita er þannig að þegar þú ert kominn yfir ákveðið stig, sem ég klárlega er, þá er þetta svolítið heilsufarsvandamál. Það má ekkert vera að hunsa það, það er óhollt að vera með svona mörg aukakíló utan á sér. En það að maður sé metinn út frá því er ekki skemmtilegt. Það er eitt nærtækt dæmi sem ég gæti talað um og ég er búinn að reyna tala ekkert um það. Það er ekkert svo langt síðan að það kom upp umræða í útvarpinu sem varð svolítið fjaðrafok í kringum. Þetta var allt svo undarlegt allt saman,“ segir Valdimar og heldur áfram: „Þetta var rosalega skringilegt og ég verð að viðurkenna að þetta var svolítið særandi.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Börn og uppeldi Tónlist Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Sjá meira