Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.00.
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.00. vísir

Í hádegisfréttum verður fjallað um kórónuveirufaraldurinn innanlands en nú liggja tveir á spítala vegna veirunnar. Annar er á gjörgæsludeild Landspítalans í öndunarvél.

Sóttvarnalæknir segir að AstraZeneca bóluefnið verði áfram notað fyrir tiltekna hópa og væntanlega verði Janssen einnig tekið í notkun.

Forstjóri heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leita til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Nánar verður fjallað um andlega hlið faraldursins í hádegisfréttum.

Ekki er talið að boðuð lækkun hámarkshraða í Reykjavík leiði til þess að ferðatími Strætó lengist. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra.

Þá verður fjallað um skýrslu ríkisendurskoðunar um fall flugfélagsins WOW air sem er áfellisdómur að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×