Ófyrirséð afleiðing Covid-19: „Við erum að verða uppiskroppa með sæði“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 08:42 Þegar kórónuveirufaraldurinn braust út voru brögð að því að salernispappír og aðrar nauðsynjar væru hamstraðar. Nú er kominn upp óvæntur, og ef til vill ófyrirséður skortur í Svíþjóð: „Við erum að verða uppiskroppa með sæði,“ segir Ann Thurin Kjellberg, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Skortinn má rekja til þess að gjöfum hefur fækkað snarlega vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hans hefur bið eftir frjósemismeðferð lengst úr sex mánuðum í 30 mánuði. „Það er streituvaldandi að geta ekki fengið fasta tímasetningu eða dagsetningu fyrir meðferð,“ segir Elin Bergsten, 28 ára stærðfræðikennari. Eiginmaður hennar framleiðir ekki sæði og nú hefur meðferð Elinar verið sett á frest vegna sæðisskortsins. Thurin Kjellberg segir skortinn á landsvísu; sæðisbirgðirnar séu uppurnar í Gautaborg og Malmö og klárist brátt í Stokkhólmi. Einkastofur komast hjá vandanum með því að kaupa sæði erlendis frá en það hefur í för með sér aukinn kostnað, sem getur numið allt að 1,5 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt Reuters má hver gjafi aðeins feðra börn sex kvenna og flestir gjafar hafa náð þessu hámarki nú þegar. Þannig stendur aðeins konum sem hafa þegar eignast börn með gjafasæði, sama sæði til boða. Margareta Kitlinski, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu á Skáni, segir það taka um átta mánuði að samþykkja nýjan gjafa og þá ónýtast margir sæðisskammtar vegna algengra vandamála við frystingu. „Ef 50 menn hafa samband þá verða í besta falli helmingur þeirra gjafar.“ Sums staðar hafa yfirvöld auglýst eftir gjöfum á samfélagsmiðlum en Thurin Kjellberg segir sjónvarpið næsta kost til að vekja athygli á vandamálinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Frjósemi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
„Við erum að verða uppiskroppa með sæði,“ segir Ann Thurin Kjellberg, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Skortinn má rekja til þess að gjöfum hefur fækkað snarlega vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hans hefur bið eftir frjósemismeðferð lengst úr sex mánuðum í 30 mánuði. „Það er streituvaldandi að geta ekki fengið fasta tímasetningu eða dagsetningu fyrir meðferð,“ segir Elin Bergsten, 28 ára stærðfræðikennari. Eiginmaður hennar framleiðir ekki sæði og nú hefur meðferð Elinar verið sett á frest vegna sæðisskortsins. Thurin Kjellberg segir skortinn á landsvísu; sæðisbirgðirnar séu uppurnar í Gautaborg og Malmö og klárist brátt í Stokkhólmi. Einkastofur komast hjá vandanum með því að kaupa sæði erlendis frá en það hefur í för með sér aukinn kostnað, sem getur numið allt að 1,5 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt Reuters má hver gjafi aðeins feðra börn sex kvenna og flestir gjafar hafa náð þessu hámarki nú þegar. Þannig stendur aðeins konum sem hafa þegar eignast börn með gjafasæði, sama sæði til boða. Margareta Kitlinski, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu á Skáni, segir það taka um átta mánuði að samþykkja nýjan gjafa og þá ónýtast margir sæðisskammtar vegna algengra vandamála við frystingu. „Ef 50 menn hafa samband þá verða í besta falli helmingur þeirra gjafar.“ Sums staðar hafa yfirvöld auglýst eftir gjöfum á samfélagsmiðlum en Thurin Kjellberg segir sjónvarpið næsta kost til að vekja athygli á vandamálinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Frjósemi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira