Tímabilið undir hjá Skyttunum í Prag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2021 11:01 Nicolas Pépé (til hægri) skoraði mark Arsenal í fyrri leiknum gegn Slavia Prag. epa/NEIL HALL Staða ensku liðanna fyrir seinni leikina í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar er ansi ólík. Manchester United er komið með annan fótinn í undanúrslitin á meðan Arsenal þarf að taka á honum stóra sínum til að komast þangað. United vann fyrri leikinn gegn Granada á Spáni með tveimur mörkum gegn engu á meðan Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Slavia Prag á heimavelli. Nicolas Pépé kom Skyttunum yfir á 86. mínútu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Tomás Holes fyrir Tékkana. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig, tíu stigum frá 4. sætinu, þegar sjö leikir eru eftir. Möguleiki Arsenal á að komast í Meistaradeild Evrópu felst því í að vinna Evrópudeildina. Það yrði jafnframt fyrsti Evróputitill félagsins. Fyrsta Evrópulausa tímabilið í aldarfjórðung? Ef Arsenal fellur hins vegar úr leik í kvöld verður liðið að öllum líkindum ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili, í fyrsta sinn frá tímabilinu 1995-96. Arsenal komst í úrslit Evrópudeildarinnar undir stjórn Unais Emery fyrir tveimur árum en tapaði þá fyrir Chelsea, 4-1, í Aserbaídsjan. Arsenal gæti einmitt mætt Villarreal, sem Emery stýrir, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Villarreal vann fyrri leikinn gegn Dinamo í Zagreb, 0-1, og stendur því vel að vígi fyrir seinni leikinn í kvöld. Sterkir Tékkar Leið Arsenal í undanúrslitin verður ekki greið því Slavia Prag hefur ítrekað sýnt í hvað liðið er spunnið í Evrópudeildinni í vetur og þegar slegið út tvö sterk bresk lið í útsláttarkeppninni. Í 32-liða úrslitunum vann Slavia Prag Leicester City, 2-0 samanlagt. Í sextán liða úrslitunum slógu Tékkarnir svo Skotlandsmeistara Rangers út, 3-1 samanlagt. Seinni leikur liðanna á Ibrox, sem Slavia Prag vann með tveimur mörkum gegn engu, dró heldur betur dilk á eftir sér. Í gær var Ondrej Kúdela, varnarmaður Slavia Prag, dæmdur í tíu leikja bann fyrir að beita Glen Kamara, miðjumann Rangers, kynþáttaníði. Hann tekur fyrsta leikinn í banninu út gegn Arsenal í kvöld. Ekki er ljóst hvort Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, getur teflt fram þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Martin Ødegaard í leiknum í kvöld. Sá fyrrnefndi hefur verið veikur og sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. Bukayo Saka og Emile Smith Rowe eru hins vegar klárir í slaginn. Taplausir í þrjátíu heimaleikjum í röð Árangur Slavia Prag á heimavelli undanfarna mánuði hlýtur að blása leikmönnum liðsins von í brjóst. Slavia Prag hefur ekki tapað í þrjátíu heimaleikjum í röð, eða síðan í nóvember 2019. Varnarmenn Arsenal þurfa að hafa góðar gætur á Abdallah Sima í leiknum í kvöld. Þessi nítján ára senegalski framherji hefur skorað fimmtán mörk á tímabilinu, þar af fjögur í Evrópudeildinni. Með hagstæðum úrslitum í kvöld kemst Slavia Prag í fyrsta sinn í undanúrslit í Evrópukeppni síðan 1996. Þá komst liðið í undanúrslit UEFA-keppninnar en tapaði þar fyrir Bordeaux frá Frakklandi. Leikur Slavia Prag og Arsenal hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Sjá meira
United vann fyrri leikinn gegn Granada á Spáni með tveimur mörkum gegn engu á meðan Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Slavia Prag á heimavelli. Nicolas Pépé kom Skyttunum yfir á 86. mínútu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Tomás Holes fyrir Tékkana. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig, tíu stigum frá 4. sætinu, þegar sjö leikir eru eftir. Möguleiki Arsenal á að komast í Meistaradeild Evrópu felst því í að vinna Evrópudeildina. Það yrði jafnframt fyrsti Evróputitill félagsins. Fyrsta Evrópulausa tímabilið í aldarfjórðung? Ef Arsenal fellur hins vegar úr leik í kvöld verður liðið að öllum líkindum ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili, í fyrsta sinn frá tímabilinu 1995-96. Arsenal komst í úrslit Evrópudeildarinnar undir stjórn Unais Emery fyrir tveimur árum en tapaði þá fyrir Chelsea, 4-1, í Aserbaídsjan. Arsenal gæti einmitt mætt Villarreal, sem Emery stýrir, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Villarreal vann fyrri leikinn gegn Dinamo í Zagreb, 0-1, og stendur því vel að vígi fyrir seinni leikinn í kvöld. Sterkir Tékkar Leið Arsenal í undanúrslitin verður ekki greið því Slavia Prag hefur ítrekað sýnt í hvað liðið er spunnið í Evrópudeildinni í vetur og þegar slegið út tvö sterk bresk lið í útsláttarkeppninni. Í 32-liða úrslitunum vann Slavia Prag Leicester City, 2-0 samanlagt. Í sextán liða úrslitunum slógu Tékkarnir svo Skotlandsmeistara Rangers út, 3-1 samanlagt. Seinni leikur liðanna á Ibrox, sem Slavia Prag vann með tveimur mörkum gegn engu, dró heldur betur dilk á eftir sér. Í gær var Ondrej Kúdela, varnarmaður Slavia Prag, dæmdur í tíu leikja bann fyrir að beita Glen Kamara, miðjumann Rangers, kynþáttaníði. Hann tekur fyrsta leikinn í banninu út gegn Arsenal í kvöld. Ekki er ljóst hvort Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, getur teflt fram þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Martin Ødegaard í leiknum í kvöld. Sá fyrrnefndi hefur verið veikur og sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. Bukayo Saka og Emile Smith Rowe eru hins vegar klárir í slaginn. Taplausir í þrjátíu heimaleikjum í röð Árangur Slavia Prag á heimavelli undanfarna mánuði hlýtur að blása leikmönnum liðsins von í brjóst. Slavia Prag hefur ekki tapað í þrjátíu heimaleikjum í röð, eða síðan í nóvember 2019. Varnarmenn Arsenal þurfa að hafa góðar gætur á Abdallah Sima í leiknum í kvöld. Þessi nítján ára senegalski framherji hefur skorað fimmtán mörk á tímabilinu, þar af fjögur í Evrópudeildinni. Með hagstæðum úrslitum í kvöld kemst Slavia Prag í fyrsta sinn í undanúrslit í Evrópukeppni síðan 1996. Þá komst liðið í undanúrslit UEFA-keppninnar en tapaði þar fyrir Bordeaux frá Frakklandi. Leikur Slavia Prag og Arsenal hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn