Svikahrappurinn Bernie Madoff er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 13:57 Bernie Madoff eftir að hann viðurkenndi brot sín árið 2009. AP/David Karp Hinn víðfrægi svikahrappur Bernie Madoff er dáinn. Hann dó fangelsi í Norður-Karólínu, þar sem hann var að afplána 150 ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikil fjársvik. AP fréttaveitan segir að Madoff, sem var 82 ára gamall, hafa dáið af eðlilegum orsökum. Í fyrra reyndu lögmenn hans að fá hann leystan úr fangelsi á þeim grundvelli að hann væri að glíma við alvarleg veikindi og ætti ekki langt eftir ólífað. Þeirri beiðni var hafnað. Stal 7,6 billjónum króna Madoff var dæmdur í fangelsi fyrir að svíkja um 65 milljarða dala af skjólstæðingum sínum. Það samsvarar rúmlega 7,6 billjónum króna (7.600.000.000.000) miðað við gengið í dag en það gerði hann yfir langt tímabil þar sem hann var ítrekað hylltur sem fjármálasnillingur. Í fjármálahruninu árið 2008 kom þó í ljós að viðskiptaveldi hans var byggt á sandi og reikningar skjólstæðinga hans, sem höfðu fjárfest hjá honum, tómar. Svik hans knésettu fjölda fólks og heilu góðgerðasamtökin. Málið reyndist eitt stærsta fjársvikamál sögunnar. Madoff var svo hataður að hann þurfti að vera í skotheldu vesti í réttarsal. Fékk hámarksrefsingu Hann viðurkenndi brot sín svo árið 2009 og var eins og áður segir dæmdur til allt að 150 ára fangelsisvistar, sem var hámarksrefsingin miðað við brot Madoff. Hann skilur eftir sig eiginkonu en báðir synir hans eru einnig látnir. Annar þeirra dó 48 ára gamall úr krabbameini árið 2014 en hinn framdi sjálfsvíg árið 2010. Hann var 46 ára. Hér má sjá samantekt á fréttaflutningi CNBC frá 2008 um Madoff. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBS þegar Madoff var dæmdur. Bandaríkin Hrunið Andlát Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
AP fréttaveitan segir að Madoff, sem var 82 ára gamall, hafa dáið af eðlilegum orsökum. Í fyrra reyndu lögmenn hans að fá hann leystan úr fangelsi á þeim grundvelli að hann væri að glíma við alvarleg veikindi og ætti ekki langt eftir ólífað. Þeirri beiðni var hafnað. Stal 7,6 billjónum króna Madoff var dæmdur í fangelsi fyrir að svíkja um 65 milljarða dala af skjólstæðingum sínum. Það samsvarar rúmlega 7,6 billjónum króna (7.600.000.000.000) miðað við gengið í dag en það gerði hann yfir langt tímabil þar sem hann var ítrekað hylltur sem fjármálasnillingur. Í fjármálahruninu árið 2008 kom þó í ljós að viðskiptaveldi hans var byggt á sandi og reikningar skjólstæðinga hans, sem höfðu fjárfest hjá honum, tómar. Svik hans knésettu fjölda fólks og heilu góðgerðasamtökin. Málið reyndist eitt stærsta fjársvikamál sögunnar. Madoff var svo hataður að hann þurfti að vera í skotheldu vesti í réttarsal. Fékk hámarksrefsingu Hann viðurkenndi brot sín svo árið 2009 og var eins og áður segir dæmdur til allt að 150 ára fangelsisvistar, sem var hámarksrefsingin miðað við brot Madoff. Hann skilur eftir sig eiginkonu en báðir synir hans eru einnig látnir. Annar þeirra dó 48 ára gamall úr krabbameini árið 2014 en hinn framdi sjálfsvíg árið 2010. Hann var 46 ára. Hér má sjá samantekt á fréttaflutningi CNBC frá 2008 um Madoff. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBS þegar Madoff var dæmdur.
Bandaríkin Hrunið Andlát Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira