Bann við þungunarrofi vegna Downs fær að standa Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 13:09 Samtök sem framkvæma þungunarrof eins og Planned Parenthood létu reyna á lögmæti bannsins í Ohio fyrir dómstólum. AP/RIck Bowmer Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að lög sem leggja bann við þungunarrofi þegar fóstur greinist með Downs-heilkenni í Ohio megi standa. Annar áfrýjunardómstóll hafði áður fellt sambærileg lög í Arkansas úr gildi og er líklegt að bannið komi nú til kasta íhaldssams Hæstaréttar Bandaríkjanna. Lögin í Ohio voru sett árið 2017 en samtök sem framkvæma þungunarrof í ríkinu létu reyna á lögmæti þeirra fyrir dómstólum. Læknar geta verið sviptir lækningaleyfi og verið dæmdir í allt að átján mánaða fangelsi geri þeir þungunarrof hjá konum ef Downs-greining á fóstri átti einhvern þátt í ákvörðun þeirra um þungunarrof. Umdæmisdómstóll taldi lögin þrengja að rétti sumra kvenna til þungunarrofs áður en fóstur er orðið lífvænlegt með ólögmætum hætti. Alríkisáfrýjunardómstóll í Cincinnati sneri þeim úrskurði við. Töldu níu dómara af sextán að lögin hindruðu konur ekki í að komast í þungunarrof að verulegu leyti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði sex dómara við réttinn sem hefur tekið skarpa hægri beygju undanfarin ár. Dómarinn sem skrifaði meirihlutaálitið sagði að lögin tryggðu hagsmuni Ohio-ríkis að uppræta smánun barna með Downs-heilkenni og hvetja lækna til þess að bregðast við greiningu með „umhyggju og heilun“. Sjö dómarar sem vildu ógilda lögin bentu á að afleiðing bannsins yrði sú að læknar og þungaðar konur hættu að ræða ástæðu þess að þær veldu að gangast undir þungunarrof. Sökuðu þeir meirihlutann um að sýna dómafordæmi hæstaréttar um að konur hafi rétt til þungunarrofs fyrirlitningu. Dómsmálaráðherra Arkansas óskaði eftir því að Hæstiréttur Bandaríkjanna tæki upp lögmæti sambærilegra laga sem voru samþykkt þar en áfrýjunardómstóll felldi úr gildi í janúar. Hæstiréttur er nú skipaður öruggum meirihluta íhaldssamra dómara. Repúblikanar og íhaldssamir aðgerðasinnar vinna nú að því að koma málum sem varða rétt kvenna til þungunarrofs fyrir dómstólinn í þeirri von að íhaldssömu dómararnir snúi við dómafordæminu sem hefur verið kennt við Roe gegn Wade. Bandaríkin Þungunarrof Downs-heilkenni Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Lögin í Ohio voru sett árið 2017 en samtök sem framkvæma þungunarrof í ríkinu létu reyna á lögmæti þeirra fyrir dómstólum. Læknar geta verið sviptir lækningaleyfi og verið dæmdir í allt að átján mánaða fangelsi geri þeir þungunarrof hjá konum ef Downs-greining á fóstri átti einhvern þátt í ákvörðun þeirra um þungunarrof. Umdæmisdómstóll taldi lögin þrengja að rétti sumra kvenna til þungunarrofs áður en fóstur er orðið lífvænlegt með ólögmætum hætti. Alríkisáfrýjunardómstóll í Cincinnati sneri þeim úrskurði við. Töldu níu dómara af sextán að lögin hindruðu konur ekki í að komast í þungunarrof að verulegu leyti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði sex dómara við réttinn sem hefur tekið skarpa hægri beygju undanfarin ár. Dómarinn sem skrifaði meirihlutaálitið sagði að lögin tryggðu hagsmuni Ohio-ríkis að uppræta smánun barna með Downs-heilkenni og hvetja lækna til þess að bregðast við greiningu með „umhyggju og heilun“. Sjö dómarar sem vildu ógilda lögin bentu á að afleiðing bannsins yrði sú að læknar og þungaðar konur hættu að ræða ástæðu þess að þær veldu að gangast undir þungunarrof. Sökuðu þeir meirihlutann um að sýna dómafordæmi hæstaréttar um að konur hafi rétt til þungunarrofs fyrirlitningu. Dómsmálaráðherra Arkansas óskaði eftir því að Hæstiréttur Bandaríkjanna tæki upp lögmæti sambærilegra laga sem voru samþykkt þar en áfrýjunardómstóll felldi úr gildi í janúar. Hæstiréttur er nú skipaður öruggum meirihluta íhaldssamra dómara. Repúblikanar og íhaldssamir aðgerðasinnar vinna nú að því að koma málum sem varða rétt kvenna til þungunarrofs fyrir dómstólinn í þeirri von að íhaldssömu dómararnir snúi við dómafordæminu sem hefur verið kennt við Roe gegn Wade.
Bandaríkin Þungunarrof Downs-heilkenni Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira