Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 10:11 Herflugmenn Taívan hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði. EPA/RITCHIE B. TONGO Ráðamenn í Kína hafa lýst heræfingum sínum nærri Taívan sem æfingum fyrir átök og varað Bandaríkjamenn við því að eiga í samskiptum við eyríkið. Bandarískir erindrekar eru staddir í Taívan í ferð sem Hvíta húsið segir ætlað að sýna stuðning Bandaríkjanna við ríkið. Chris Dodd, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, og Richard Armitage og James Steinberg, sem báðir eru fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherrar, lentu í Taívan í morgun og munu meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívans, á morgun. Kínverjar hafa verið með töluverða viðveru undan ströndum Taívans undanfarið. Orrustuþotum og sprengjuflugvélum hafa verið flogið inn í lofthelgi Taívans og áhöfn kínversks flugmóðurskips hefur verið við æfingar á Taívansundi. Á mánudaginn var 25 orrustuþotum og sprengjuvélum flogið inn í lofthelgi Taívans, og segja ráðamenn þar að þær hafi aldrei verið fleiri en kínverskum orrustuþotum hefur verið flogið inn í lofthelgi Taívans daglega undanfarnar vikur. Reuters hefur eftir Ma Xiaoguang, talsmanni stofnunarinnar sem heldur utan um samskipti Kína við Taívan, að um „réttmæt viðbrögð“ við afskiptum af öflum og ögrunum frá sjálfstæðissinnum í Taívan sé að ræða. Átakaæfingar hersins í Taívansundi væru nauðsynlegar vegna öryggisástandsins á svæðinu og til að tryggja fullveldi Kína. Hann sagði þeim ætlað að senda þau skilaboð að Kínverjar ætluðu sér að stöðva sjálfstæðisviðleitni Taívana og samvinnu þeirra með Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn ættu að hætta að „leika sér að eldi“ eftir að gefnar voru út nýjar starfsreglur í Washington DC, sem gera erindrekum auðveldara að eiga í samskiptum við embættismenn í Taívan. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og hefur Tsai til að mynd ítrekað sagt að Taívan sé sjálfstætt ríki sem heiti í raun Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn ríkisins. þar að auki hefur þrýstingur Kína á eyríkið aukist verulega. Þá hafa kínverskir ráðamenn rætt mögulega innrás í Taívan sín á milli. Taívan Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Chris Dodd, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, og Richard Armitage og James Steinberg, sem báðir eru fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherrar, lentu í Taívan í morgun og munu meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívans, á morgun. Kínverjar hafa verið með töluverða viðveru undan ströndum Taívans undanfarið. Orrustuþotum og sprengjuflugvélum hafa verið flogið inn í lofthelgi Taívans og áhöfn kínversks flugmóðurskips hefur verið við æfingar á Taívansundi. Á mánudaginn var 25 orrustuþotum og sprengjuvélum flogið inn í lofthelgi Taívans, og segja ráðamenn þar að þær hafi aldrei verið fleiri en kínverskum orrustuþotum hefur verið flogið inn í lofthelgi Taívans daglega undanfarnar vikur. Reuters hefur eftir Ma Xiaoguang, talsmanni stofnunarinnar sem heldur utan um samskipti Kína við Taívan, að um „réttmæt viðbrögð“ við afskiptum af öflum og ögrunum frá sjálfstæðissinnum í Taívan sé að ræða. Átakaæfingar hersins í Taívansundi væru nauðsynlegar vegna öryggisástandsins á svæðinu og til að tryggja fullveldi Kína. Hann sagði þeim ætlað að senda þau skilaboð að Kínverjar ætluðu sér að stöðva sjálfstæðisviðleitni Taívana og samvinnu þeirra með Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn ættu að hætta að „leika sér að eldi“ eftir að gefnar voru út nýjar starfsreglur í Washington DC, sem gera erindrekum auðveldara að eiga í samskiptum við embættismenn í Taívan. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og hefur Tsai til að mynd ítrekað sagt að Taívan sé sjálfstætt ríki sem heiti í raun Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn ríkisins. þar að auki hefur þrýstingur Kína á eyríkið aukist verulega. Þá hafa kínverskir ráðamenn rætt mögulega innrás í Taívan sín á milli.
Taívan Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira