Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. apríl 2021 11:27 „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, sagði á sama vettvangi í síðustu viku að transfólk upplifði oft fordóma í sundlaugum og við aðra íþróttaiðkun en Veiga segist ekki kannast við það. „Ég var byrjuð að fara í sund áður en ég fór í aðgerð og þá fór ég yfirleitt bara afsíðis og skipti um föt og fór í sturtu í sundbol,“ segir hún. Veiga segist sjálf ekki hafa viljað að nokkur maður sæi það sem hún hefði milli fótanna. „Ég held að við transfólk skömmumst okkar öll mjög mikið fyrir það sem við erum með þarna milli lappanna,“ útskýrir hún. „Ég var búin að fara í brjóstastækkun en ekki aðgerðina þannig að mín spegilmynd... ég var aldrei sátt við hana. Þannig að ég vildi ekki sjá þetta sjálf, hvað þá að sýna öðrum. En svo hef ég upplifað eftir ferlið, sérstaklega eftir að ég var búin að róa hringinn og myndin mín komin út þannig að fólk kannaðist við mig, að fólk er að gjóa augunum og skoða.“ Með hjartað í buxunum þegar dóttirin kallaði á pabba Veiga segist telja að um sé að ræða saklausa forvitni; að minnsta kosti sé það þannig sem hún taki augngotunum. Fólk sé hreinlega forvitið um það hvernig líkaminn lítur út eftir leiðréttingaraðgerð og hún kippi sér ekkert upp við það. Hún fór fyrst í kvennaklefann í Noregi. Þá var hún byrjuð í ferlinu og vildi ekki missa af því að fara með dóttur sinni í sund. Það tók nokkrar tilraunir, nokkrar ferðir framhjá sundlauginni, áður en hún komst alla leið inn. „Af því ég var bara með hjartað í buxunum, ég var svo hrædd. Svo fór ég nokkrum sinnum og það gekk bara rosalega vel,“ segir Veiga. Hún lýsir reyndar einu augnabliki þegar dóttir hennar kallaði á pabba sinn í sturtuklefanum. „Mig langaði að gufa upp en einu viðbrögðin sem ég fékk voru að konurnar brostu til mín.“ Veiga segist hafa heyrt sögur af fordómum í garð annarra trans einstaklinga og viðurkennir að sjálf sé hún ef til vill ónæmari en aðrir. Hún minnist þess meðal annars að hafa neitað því, spurð eftir fyrirlestur, að hún yrði vör við að fólk væri að horfa á sig. „En vinkona mín sem var með mér á þessum fyrirlestri og var að hlusta, hún rétti bara upp höndina og sagði: Veistu, fyrirgefðu Veiga, en það er stundum horft á þig. Þú tekur bara ekki eftir því vegna þess að þér er alveg sama.“ Verður helst vör við fordóma í tilhugalífinu Veiga segist raunar hafa orðið fyrir mestum fordómum í tilhugalífinu, frá samkynhneigðum konum. Þar segist hún hafa hætt að segja fólki frá því fyrirfram að hún væri trans. „Ég hvar búin að spjalla við konu í dágóðan tíma sem leist vel á mig og við áttum sameiginleg áhugamál og allt að ganga upp,“ segir hún um eitt skiptið. „Ég segi henni svo að ég sé trans og hún segir: Ekkert mál. En sendir mér skilaboð fimm mínútum seinna: Ég vil ekki tala meira.“ Veiga segir að það sé sín tilfinning að ekki sé um að ræða fordóma viðkomandi gagnvart trans fólki heldur ótta við fordóma annarra. Hún segist ekki verða vör við fordóma á Ísafirði, þar sem hún býr. Þá hefur hún starfað í ferðaþjónstu um nokkurt skeið og hafa komist að því að þrátt fyrir að hún sé að ferðast með fólk víðsvegar að, þá skipti það engu að hún sé trans. „Ég hef oft sagt að mestu fordómarnir sem ég hef upplifað voru mínir eigin fordómar. Það er að segja, ég var búin að gera öðrum upp fordóma í minn garð.“ Hinsegin Sundlaugar Mannréttindi Bítið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, sagði á sama vettvangi í síðustu viku að transfólk upplifði oft fordóma í sundlaugum og við aðra íþróttaiðkun en Veiga segist ekki kannast við það. „Ég var byrjuð að fara í sund áður en ég fór í aðgerð og þá fór ég yfirleitt bara afsíðis og skipti um föt og fór í sturtu í sundbol,“ segir hún. Veiga segist sjálf ekki hafa viljað að nokkur maður sæi það sem hún hefði milli fótanna. „Ég held að við transfólk skömmumst okkar öll mjög mikið fyrir það sem við erum með þarna milli lappanna,“ útskýrir hún. „Ég var búin að fara í brjóstastækkun en ekki aðgerðina þannig að mín spegilmynd... ég var aldrei sátt við hana. Þannig að ég vildi ekki sjá þetta sjálf, hvað þá að sýna öðrum. En svo hef ég upplifað eftir ferlið, sérstaklega eftir að ég var búin að róa hringinn og myndin mín komin út þannig að fólk kannaðist við mig, að fólk er að gjóa augunum og skoða.“ Með hjartað í buxunum þegar dóttirin kallaði á pabba Veiga segist telja að um sé að ræða saklausa forvitni; að minnsta kosti sé það þannig sem hún taki augngotunum. Fólk sé hreinlega forvitið um það hvernig líkaminn lítur út eftir leiðréttingaraðgerð og hún kippi sér ekkert upp við það. Hún fór fyrst í kvennaklefann í Noregi. Þá var hún byrjuð í ferlinu og vildi ekki missa af því að fara með dóttur sinni í sund. Það tók nokkrar tilraunir, nokkrar ferðir framhjá sundlauginni, áður en hún komst alla leið inn. „Af því ég var bara með hjartað í buxunum, ég var svo hrædd. Svo fór ég nokkrum sinnum og það gekk bara rosalega vel,“ segir Veiga. Hún lýsir reyndar einu augnabliki þegar dóttir hennar kallaði á pabba sinn í sturtuklefanum. „Mig langaði að gufa upp en einu viðbrögðin sem ég fékk voru að konurnar brostu til mín.“ Veiga segist hafa heyrt sögur af fordómum í garð annarra trans einstaklinga og viðurkennir að sjálf sé hún ef til vill ónæmari en aðrir. Hún minnist þess meðal annars að hafa neitað því, spurð eftir fyrirlestur, að hún yrði vör við að fólk væri að horfa á sig. „En vinkona mín sem var með mér á þessum fyrirlestri og var að hlusta, hún rétti bara upp höndina og sagði: Veistu, fyrirgefðu Veiga, en það er stundum horft á þig. Þú tekur bara ekki eftir því vegna þess að þér er alveg sama.“ Verður helst vör við fordóma í tilhugalífinu Veiga segist raunar hafa orðið fyrir mestum fordómum í tilhugalífinu, frá samkynhneigðum konum. Þar segist hún hafa hætt að segja fólki frá því fyrirfram að hún væri trans. „Ég hvar búin að spjalla við konu í dágóðan tíma sem leist vel á mig og við áttum sameiginleg áhugamál og allt að ganga upp,“ segir hún um eitt skiptið. „Ég segi henni svo að ég sé trans og hún segir: Ekkert mál. En sendir mér skilaboð fimm mínútum seinna: Ég vil ekki tala meira.“ Veiga segir að það sé sín tilfinning að ekki sé um að ræða fordóma viðkomandi gagnvart trans fólki heldur ótta við fordóma annarra. Hún segist ekki verða vör við fordóma á Ísafirði, þar sem hún býr. Þá hefur hún starfað í ferðaþjónstu um nokkurt skeið og hafa komist að því að þrátt fyrir að hún sé að ferðast með fólk víðsvegar að, þá skipti það engu að hún sé trans. „Ég hef oft sagt að mestu fordómarnir sem ég hef upplifað voru mínir eigin fordómar. Það er að segja, ég var búin að gera öðrum upp fordóma í minn garð.“
Hinsegin Sundlaugar Mannréttindi Bítið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira