Kom ekki heim til sín í mánuð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 08:30 Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Rut Jónsdóttir, leikmaður KA/Þór í Olís-deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki komið heim til sín síðan í byrjun mars vegna anna með landsliðinu, æfingabanns hér á landi og fleira. Rut var í viðtali við RÚV fyrir landsleiki Íslands og Slóveníu í umspili um sæti á HM í handbolta. Fyrri leikurinn fer fram á laugardaginn kemur klukkan 15.30 og sá síðari á miðvikudaginn eftir viku klukkan 19.45. „Erum ekki margar í hópnum sem fengum að upplifa HM fyrir tíu árum. Það var rosalega skemmtilegt og við eigum góðar minningar þaðan. Ég vona að hinar stelpurnar í hópnum fái þá reynslu,“ sagði hin þrítuga Rut í viðtali sínu við RÚV. „Líkurnar eru kannski ekki með okkur í liði en það er allt hægt. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu verkefni og hef trú á hópnum,“ bætti hún við. Rut gekk til liðs við KA/Þór fyrir yfirstandandi tímabil en hún hafði leikið í Danmörku frá árinu 2008. Verkefni með landsliðinu í Norður-Makedóníu, æfingabann hér á landi og almennt bras í kringum kórónufaraldurinn hefur gert það að verkum að Rut hefur eytt litlum tíma á Akureyri að undanförnu. „Ég rétt skrapp heim í einn og hálfan dag um helgina en fyrir það var mánuður síðan ég kom heim til mín. Er svo heppin að hafa dásamlegt fólk í kringum mig, kærasta og fjölskyldu, sem sýna skilning og það skiptir miklu máli. Vonandi verð ég svo komin heim 24. apríl,“ sagði Rut að endingu. Mikilvæg verkefni framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta!https://t.co/MfEFzYPmMy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 13, 2021 Rut og stöllur hennar í KA/Þór hafa heldur betur staðið fyrir sínu á tímabilinu en liðið er sem stendur efst í Olís-deild kvenna með 19 stig eftir 12 leiki, stigi meira en Fram sem er í 2. sæti deildarinnar. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri HM 2021 í handbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Rut var í viðtali við RÚV fyrir landsleiki Íslands og Slóveníu í umspili um sæti á HM í handbolta. Fyrri leikurinn fer fram á laugardaginn kemur klukkan 15.30 og sá síðari á miðvikudaginn eftir viku klukkan 19.45. „Erum ekki margar í hópnum sem fengum að upplifa HM fyrir tíu árum. Það var rosalega skemmtilegt og við eigum góðar minningar þaðan. Ég vona að hinar stelpurnar í hópnum fái þá reynslu,“ sagði hin þrítuga Rut í viðtali sínu við RÚV. „Líkurnar eru kannski ekki með okkur í liði en það er allt hægt. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu verkefni og hef trú á hópnum,“ bætti hún við. Rut gekk til liðs við KA/Þór fyrir yfirstandandi tímabil en hún hafði leikið í Danmörku frá árinu 2008. Verkefni með landsliðinu í Norður-Makedóníu, æfingabann hér á landi og almennt bras í kringum kórónufaraldurinn hefur gert það að verkum að Rut hefur eytt litlum tíma á Akureyri að undanförnu. „Ég rétt skrapp heim í einn og hálfan dag um helgina en fyrir það var mánuður síðan ég kom heim til mín. Er svo heppin að hafa dásamlegt fólk í kringum mig, kærasta og fjölskyldu, sem sýna skilning og það skiptir miklu máli. Vonandi verð ég svo komin heim 24. apríl,“ sagði Rut að endingu. Mikilvæg verkefni framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta!https://t.co/MfEFzYPmMy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 13, 2021 Rut og stöllur hennar í KA/Þór hafa heldur betur staðið fyrir sínu á tímabilinu en liðið er sem stendur efst í Olís-deild kvenna með 19 stig eftir 12 leiki, stigi meira en Fram sem er í 2. sæti deildarinnar.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri HM 2021 í handbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira