Hefði getað skapast hætta hefði fólk verið nálægt gígunum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. apríl 2021 17:35 Ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum í síðustu viku og nú hafa fjórir nýir gígar opnast. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, var ásamt hópi vísindamanna á gossvæðinu í morgun að kortleggja og rannsaka hraunflæði þegar allt í einu opnuðust nýir gígar og mikil virkni hófst á svæðinu. „Þegar við komum á svæðið virtist allt vera með kyrrum kjörum en á nokkrum mínútum breyttist það því þá opnuðust nýir gígar eða fóru að verða virkir innan hraunbreiðunnar. Við ræddum við fólk sem kom rétt á undan okkur og þau höfðu fundið högg upp undir fæturna áður en það kom gufa og svo upp hraun.“ Ingibjörg segir að gígarnir hafi orðið mjög virkir á mjög skömmum tíma. „Það kom mjög mikið hraun upp úr og fór að flæða suðaustur. Fyrst sáum við gufumökk koma upp og svo glóandi hraun.“ Ingibjörg varð vitni að því þegar gígarnir fjórir opnuðust.Skjáskot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 Gígarnir voru fjórir og eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst. Ingibjörg segir enga hættu hafa skapast og hópurinn hafi ekki þurft að forða sér. „Vindur var hagstæður og öll mengun fór til norðurs þannig að öll skilyrði voru góð. Maður fann samt áberandi meiri varma koma frá hrauninu enda varð miklu meiri virkni. Áður fannst manni þessir gígar orðnir rólegir en nú hefur virknin snaraukist.“ Sletturnar geta verið hættulegar Ingibjörg telur þó að hætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið að ganga mjög nálægt gígunum í morgun en nær mannlaust var á svæðinu. „Þótt gígarnir séu innan hraunbreiðu þá eru þeir á jaðrinum og þá geta sletturnar sem koma upp verið mjög varhugaverðar.“ Ingibjörg segir almennt klárlega margar hættur á svæðinu en þær séu aðallega tengdar gasinu sem geti verið lúmskt. „Vindátt þarf ekki að breytast mikið til að fólk fái allt í einu yfir sig eiturgufur. Svo ef hraunrennsli breytist þá geta kantar sem hafa verið að byggja sig upp allt í einu brostið. Þannig að það er ekki gott að fara of nálægt hrauninu. “ Ingibjörg vill engu spá um þróun gossins. Það sé hreinlega ógerningur. „En þetta virðist ætla að halda áfram. Þegar þetta byrjar að hægja á sér og maður heldur að gosið sé að dala þá er það undanfari þess að nýjar sprungur eða gígar opnist. Það hefur verið reynslan síðustu vikuna en það er mjög erfitt að spá fyrir um framhaldið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
„Þegar við komum á svæðið virtist allt vera með kyrrum kjörum en á nokkrum mínútum breyttist það því þá opnuðust nýir gígar eða fóru að verða virkir innan hraunbreiðunnar. Við ræddum við fólk sem kom rétt á undan okkur og þau höfðu fundið högg upp undir fæturna áður en það kom gufa og svo upp hraun.“ Ingibjörg segir að gígarnir hafi orðið mjög virkir á mjög skömmum tíma. „Það kom mjög mikið hraun upp úr og fór að flæða suðaustur. Fyrst sáum við gufumökk koma upp og svo glóandi hraun.“ Ingibjörg varð vitni að því þegar gígarnir fjórir opnuðust.Skjáskot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 Gígarnir voru fjórir og eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst. Ingibjörg segir enga hættu hafa skapast og hópurinn hafi ekki þurft að forða sér. „Vindur var hagstæður og öll mengun fór til norðurs þannig að öll skilyrði voru góð. Maður fann samt áberandi meiri varma koma frá hrauninu enda varð miklu meiri virkni. Áður fannst manni þessir gígar orðnir rólegir en nú hefur virknin snaraukist.“ Sletturnar geta verið hættulegar Ingibjörg telur þó að hætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið að ganga mjög nálægt gígunum í morgun en nær mannlaust var á svæðinu. „Þótt gígarnir séu innan hraunbreiðu þá eru þeir á jaðrinum og þá geta sletturnar sem koma upp verið mjög varhugaverðar.“ Ingibjörg segir almennt klárlega margar hættur á svæðinu en þær séu aðallega tengdar gasinu sem geti verið lúmskt. „Vindátt þarf ekki að breytast mikið til að fólk fái allt í einu yfir sig eiturgufur. Svo ef hraunrennsli breytist þá geta kantar sem hafa verið að byggja sig upp allt í einu brostið. Þannig að það er ekki gott að fara of nálægt hrauninu. “ Ingibjörg vill engu spá um þróun gossins. Það sé hreinlega ógerningur. „En þetta virðist ætla að halda áfram. Þegar þetta byrjar að hægja á sér og maður heldur að gosið sé að dala þá er það undanfari þess að nýjar sprungur eða gígar opnist. Það hefur verið reynslan síðustu vikuna en það er mjög erfitt að spá fyrir um framhaldið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira