Hefði getað skapast hætta hefði fólk verið nálægt gígunum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. apríl 2021 17:35 Ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum í síðustu viku og nú hafa fjórir nýir gígar opnast. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, var ásamt hópi vísindamanna á gossvæðinu í morgun að kortleggja og rannsaka hraunflæði þegar allt í einu opnuðust nýir gígar og mikil virkni hófst á svæðinu. „Þegar við komum á svæðið virtist allt vera með kyrrum kjörum en á nokkrum mínútum breyttist það því þá opnuðust nýir gígar eða fóru að verða virkir innan hraunbreiðunnar. Við ræddum við fólk sem kom rétt á undan okkur og þau höfðu fundið högg upp undir fæturna áður en það kom gufa og svo upp hraun.“ Ingibjörg segir að gígarnir hafi orðið mjög virkir á mjög skömmum tíma. „Það kom mjög mikið hraun upp úr og fór að flæða suðaustur. Fyrst sáum við gufumökk koma upp og svo glóandi hraun.“ Ingibjörg varð vitni að því þegar gígarnir fjórir opnuðust.Skjáskot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 Gígarnir voru fjórir og eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst. Ingibjörg segir enga hættu hafa skapast og hópurinn hafi ekki þurft að forða sér. „Vindur var hagstæður og öll mengun fór til norðurs þannig að öll skilyrði voru góð. Maður fann samt áberandi meiri varma koma frá hrauninu enda varð miklu meiri virkni. Áður fannst manni þessir gígar orðnir rólegir en nú hefur virknin snaraukist.“ Sletturnar geta verið hættulegar Ingibjörg telur þó að hætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið að ganga mjög nálægt gígunum í morgun en nær mannlaust var á svæðinu. „Þótt gígarnir séu innan hraunbreiðu þá eru þeir á jaðrinum og þá geta sletturnar sem koma upp verið mjög varhugaverðar.“ Ingibjörg segir almennt klárlega margar hættur á svæðinu en þær séu aðallega tengdar gasinu sem geti verið lúmskt. „Vindátt þarf ekki að breytast mikið til að fólk fái allt í einu yfir sig eiturgufur. Svo ef hraunrennsli breytist þá geta kantar sem hafa verið að byggja sig upp allt í einu brostið. Þannig að það er ekki gott að fara of nálægt hrauninu. “ Ingibjörg vill engu spá um þróun gossins. Það sé hreinlega ógerningur. „En þetta virðist ætla að halda áfram. Þegar þetta byrjar að hægja á sér og maður heldur að gosið sé að dala þá er það undanfari þess að nýjar sprungur eða gígar opnist. Það hefur verið reynslan síðustu vikuna en það er mjög erfitt að spá fyrir um framhaldið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
„Þegar við komum á svæðið virtist allt vera með kyrrum kjörum en á nokkrum mínútum breyttist það því þá opnuðust nýir gígar eða fóru að verða virkir innan hraunbreiðunnar. Við ræddum við fólk sem kom rétt á undan okkur og þau höfðu fundið högg upp undir fæturna áður en það kom gufa og svo upp hraun.“ Ingibjörg segir að gígarnir hafi orðið mjög virkir á mjög skömmum tíma. „Það kom mjög mikið hraun upp úr og fór að flæða suðaustur. Fyrst sáum við gufumökk koma upp og svo glóandi hraun.“ Ingibjörg varð vitni að því þegar gígarnir fjórir opnuðust.Skjáskot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 Gígarnir voru fjórir og eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst. Ingibjörg segir enga hættu hafa skapast og hópurinn hafi ekki þurft að forða sér. „Vindur var hagstæður og öll mengun fór til norðurs þannig að öll skilyrði voru góð. Maður fann samt áberandi meiri varma koma frá hrauninu enda varð miklu meiri virkni. Áður fannst manni þessir gígar orðnir rólegir en nú hefur virknin snaraukist.“ Sletturnar geta verið hættulegar Ingibjörg telur þó að hætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið að ganga mjög nálægt gígunum í morgun en nær mannlaust var á svæðinu. „Þótt gígarnir séu innan hraunbreiðu þá eru þeir á jaðrinum og þá geta sletturnar sem koma upp verið mjög varhugaverðar.“ Ingibjörg segir almennt klárlega margar hættur á svæðinu en þær séu aðallega tengdar gasinu sem geti verið lúmskt. „Vindátt þarf ekki að breytast mikið til að fólk fái allt í einu yfir sig eiturgufur. Svo ef hraunrennsli breytist þá geta kantar sem hafa verið að byggja sig upp allt í einu brostið. Þannig að það er ekki gott að fara of nálægt hrauninu. “ Ingibjörg vill engu spá um þróun gossins. Það sé hreinlega ógerningur. „En þetta virðist ætla að halda áfram. Þegar þetta byrjar að hægja á sér og maður heldur að gosið sé að dala þá er það undanfari þess að nýjar sprungur eða gígar opnist. Það hefur verið reynslan síðustu vikuna en það er mjög erfitt að spá fyrir um framhaldið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira