Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Sóttvarnalæknir segir smit sem greindust utan sóttkvíar í gær þó mögulega vísbendingu um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til og að tilslakanir verði endurskoðaðar ef svo reynist. 

Að óbreyttu verða verulega tilslakanir gerðar á samkomutakmörkunum á fimmtudag þegar sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, leikhús og barir opna á ný.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og einnig rætt við sóttvarnalækni um bóluefni Janssen en bólusetningum með efninu hefur verið slegið á frest þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir.

Í fréttatímanum fylgjumst við einnig með bólusetningum sem fóru fram í Laugardalshöll í dag þar sem 65 ára og eldri með undirliggjandi sjúkdóma voru bólusettir. Við verðum í beinni frá gosstöðvunum þar sem meðal annars verður rætt við björgunarsveitarmann um öryggi þess að fara upp að gosinu en fjórir nýir gígar opnuðust í morgun og fleiri gætu opnast hvenær sem er.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.

Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×