Ætla að kalla hermenn heim fyrir ellefta september Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 16:43 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kalla alla bandaríska hermenn í Afganistan heim fyrir 11. september. Þá verða tuttugu ár liðin frá árásinni á Tvíburaturnanna svokölluðu, sem leiddi til innrásar Bandaríkjanna í Afganistan. Stríðið er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Biden er sagður ætla að tilkynna ákvörðun sína á morgun en fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá henni í dag. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafði gert samkomulag við Talibana, sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrásina 2001 og stýra enn stórum hluta landsins, um að kalla alla hermenn heim fyrir 1. mars. Talibanar hafa heitið því að fjölga árásum á hermenn Bandaríkjanna og annarra Atlantshafsbandalagsríkja verði þeir ekki farnir frá landinu fyrir það. Í frétt Washington Post segir að möguleikar Bandaríkjamanna í Afganistan hafi verið teknir til skoðunar innan veggja Hvíta hússins og varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir tveggja áratuga átök eru Talibanar í góðri stöðu í landinu og ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana. Talibanar voru hraktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Ráðamenn í Afganistan hafa lýst yfir áhyggjum af því að bandarískir hermenn fari frá landinu eins og staðan er núna og óttast árlega vorsókn Talibana. Rúmlega tíu þúsund hermenn á vegum NATO eru í Afganistan og þar af rúmlega þrjú þúsund Bandaríkjamenn. Þeir vinna að mestu að því að þjálfa heimamenn. Yfirgefi Bandaríkin landið er ólíklegt að önnur ríki Bandaríkins geti haldið áfram aðgerðum þar. Einn heimildarmaður Washington Post segir að ef Bandaríkin rjúfi samkomulagið um að flytja hermenn heim fyrir 1. maí, án þess að hafa áætlun um hvenær hermenn verði kallaðir heim, lendi Bandaríkin aftur í stríði við Talibana. Það sé ekki eitthvað sem Biden telji í hag Bandaríkjanna. Því verði allir hermenn kallaðir heim fyrir fyrsta september. Afganistan Bandaríkin NATO Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Biden er sagður ætla að tilkynna ákvörðun sína á morgun en fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá henni í dag. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafði gert samkomulag við Talibana, sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrásina 2001 og stýra enn stórum hluta landsins, um að kalla alla hermenn heim fyrir 1. mars. Talibanar hafa heitið því að fjölga árásum á hermenn Bandaríkjanna og annarra Atlantshafsbandalagsríkja verði þeir ekki farnir frá landinu fyrir það. Í frétt Washington Post segir að möguleikar Bandaríkjamanna í Afganistan hafi verið teknir til skoðunar innan veggja Hvíta hússins og varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir tveggja áratuga átök eru Talibanar í góðri stöðu í landinu og ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana. Talibanar voru hraktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Ráðamenn í Afganistan hafa lýst yfir áhyggjum af því að bandarískir hermenn fari frá landinu eins og staðan er núna og óttast árlega vorsókn Talibana. Rúmlega tíu þúsund hermenn á vegum NATO eru í Afganistan og þar af rúmlega þrjú þúsund Bandaríkjamenn. Þeir vinna að mestu að því að þjálfa heimamenn. Yfirgefi Bandaríkin landið er ólíklegt að önnur ríki Bandaríkins geti haldið áfram aðgerðum þar. Einn heimildarmaður Washington Post segir að ef Bandaríkin rjúfi samkomulagið um að flytja hermenn heim fyrir 1. maí, án þess að hafa áætlun um hvenær hermenn verði kallaðir heim, lendi Bandaríkin aftur í stríði við Talibana. Það sé ekki eitthvað sem Biden telji í hag Bandaríkjanna. Því verði allir hermenn kallaðir heim fyrir fyrsta september.
Afganistan Bandaríkin NATO Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira