Finnur aðallega fyrir fordómum frá öðrum konum: „Lít bara á það sem afbrýðisemi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2021 07:02 Klara hefur grætt fimmtán milljónir inni á síðunni. Akureyringurinn Klara Sif Magnúsdóttir segist hafa grætt fimmtán milljónir á því að selja djarfar myndir af sér á vefsíðunni þekktu Only Fans. „Ég hef fengið rosalega góðar viðtökur eftir að ég opnaði mig með þetta,“ segir Klara í Brennslunni í gær en hún hefur einnig fengið nýja áskrifendur að Only Fans síðunni sinni. Klara segir að flestir fylgjendur sínir séu íslenskir karlmenn, en að hún skrifi allt á ensku til öryggis. „Ég er oftast ein á myndunum en stundum fer maður í samstarf við aðra inni á síðunni. Fólk hefur allskonar skoðanir í kringum þetta en mér persónulega er þannig lagað alveg sama hvað öðru fólki finnst.“ Hún segir að foreldrar hennar viti bæði af þessu starfi hennar. „Mamma var bara rosalega hress með þetta og hún hefur alltaf stutt mig í því sem ég vill gera, og það var í raun það sama með pabba.“ Klara segist lítið hugsa um það hvað mennirnir eru að gera þegar þeir skoði myndirnar af sér. Skilur fordómana „Þetta er þannig séð vinnan mín og ég er ekkert þannig að pæla í þessu. Ef ég finn fyrir einhverjum fordómum gagnvart þessu þá er það yfirleitt frá konum og stelpum á mínum aldri. Ég lít bara á það sem afbrýðissemi. Ég skil alveg þessa fordóma og hef alltaf verið manneskja með mjög opinn huga og hef getað sett mig í stöðu annara. Þannig að þegar einhver er að vera rosalega dómharður gagnvart mér get ég alveg reynt að skilja þann aðila en mér er samt alveg sama,“ segir Klara sem var spurð hvort hún væri á lausu og sagðist hún vera það. Stundum fær Klara sérstakar beiðnir inni á síðunni frá viðskiptavinum. Hún segist stundum fá mjög einkennilega beiðnir. „Þá segi ég bara nei og þeir svara því oftast bara með skilningi og eru næs með það. Sem dæmi fékk hún beiðni um að vera í sömu nærbuxunum í 48 klukkustundir og senda þær síðan heim til hans til að viðskiptavinurinn gæti átt þær.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Klöru. Klara ræddi þetta mál einnig við þær Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpinu Eigin konur. Brennslan Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
„Ég hef fengið rosalega góðar viðtökur eftir að ég opnaði mig með þetta,“ segir Klara í Brennslunni í gær en hún hefur einnig fengið nýja áskrifendur að Only Fans síðunni sinni. Klara segir að flestir fylgjendur sínir séu íslenskir karlmenn, en að hún skrifi allt á ensku til öryggis. „Ég er oftast ein á myndunum en stundum fer maður í samstarf við aðra inni á síðunni. Fólk hefur allskonar skoðanir í kringum þetta en mér persónulega er þannig lagað alveg sama hvað öðru fólki finnst.“ Hún segir að foreldrar hennar viti bæði af þessu starfi hennar. „Mamma var bara rosalega hress með þetta og hún hefur alltaf stutt mig í því sem ég vill gera, og það var í raun það sama með pabba.“ Klara segist lítið hugsa um það hvað mennirnir eru að gera þegar þeir skoði myndirnar af sér. Skilur fordómana „Þetta er þannig séð vinnan mín og ég er ekkert þannig að pæla í þessu. Ef ég finn fyrir einhverjum fordómum gagnvart þessu þá er það yfirleitt frá konum og stelpum á mínum aldri. Ég lít bara á það sem afbrýðissemi. Ég skil alveg þessa fordóma og hef alltaf verið manneskja með mjög opinn huga og hef getað sett mig í stöðu annara. Þannig að þegar einhver er að vera rosalega dómharður gagnvart mér get ég alveg reynt að skilja þann aðila en mér er samt alveg sama,“ segir Klara sem var spurð hvort hún væri á lausu og sagðist hún vera það. Stundum fær Klara sérstakar beiðnir inni á síðunni frá viðskiptavinum. Hún segist stundum fá mjög einkennilega beiðnir. „Þá segi ég bara nei og þeir svara því oftast bara með skilningi og eru næs með það. Sem dæmi fékk hún beiðni um að vera í sömu nærbuxunum í 48 klukkustundir og senda þær síðan heim til hans til að viðskiptavinurinn gæti átt þær.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Klöru. Klara ræddi þetta mál einnig við þær Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpinu Eigin konur.
Brennslan Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira