Bakslag og Grealish frá næstu vikurnar | EM gæti verið í hættu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2021 22:00 Það eru enn nokkrar vikur í að Grealish snúi aftur á völlinn. Neville Williams/Getty Images Fyrir ekki svo löngu síðan virtist sem Jack Grealish væri á leiðinni á Evrópumótið í sumar með enska landsliðinu. Hann hefur hins vegar misst af síðustu sjö leikjum Aston Villa og verður frá í nokkrar vikur til viðbótar. Dean Smith, þjálfari Aston Villa, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Jack Grealish yrði frá næstu vikurnar þar sem hann hefði ekki jafnað sig af meiðslum. Ekki er alveg staðfest hver meiðslin eru en Grealish er talinn meiddur á kálfa, sköflung eða ökkla. #AVFC captain Jack Grealish will be out for another "few weeks" after suffering a setback in his recovery from injury, says head coach Dean Smith.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 9, 2021 „Það kom bakslag í þetta og hann verður frá næstu vikurnar. Hann þoldi ekki álagið. Við vitum að þetta eru ekki langtíma meiðsli en við ýttum honum mögulega of fljótt af stað,“ sagði Smith á blaðamannafundi í dag en Villa mætir Liverpool á morgun. Grealish hefur verið frábær með Aston Villa á leiktíðinni og lagt upp 12 mörk ásamt því að skora sex í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Talið var nær öruggt að hann yrði í enska landsliðshópnum sem færi á EM en nú er öldin önnur. Þó bæði Gary Neville og Jamie Carragher myndu taka hann með á mótið er óvíst hvað Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, gerir. Upprisa Jesse Lingard þýðir að hann er kominn inn í myndina og þá gleymist hversu öflugur Jadon Sancho hefur verið með Borussia Dortmund á leiktíðinni. Svo er óvíst hvar Grealish passar inn í 3-4-3 leikkerfið sem England mun að öllum líkindum spila í sumar. Eftir frábært tímabil er ljóst að Grealish hefði ekki getað meiðst á verri tíma. Hann þarf að sýna Southgate að hann sé klár í slaginn áður en hópurinn verður tilkynntur. Það verður í síðasta lagi 11. maí næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira
Dean Smith, þjálfari Aston Villa, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Jack Grealish yrði frá næstu vikurnar þar sem hann hefði ekki jafnað sig af meiðslum. Ekki er alveg staðfest hver meiðslin eru en Grealish er talinn meiddur á kálfa, sköflung eða ökkla. #AVFC captain Jack Grealish will be out for another "few weeks" after suffering a setback in his recovery from injury, says head coach Dean Smith.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 9, 2021 „Það kom bakslag í þetta og hann verður frá næstu vikurnar. Hann þoldi ekki álagið. Við vitum að þetta eru ekki langtíma meiðsli en við ýttum honum mögulega of fljótt af stað,“ sagði Smith á blaðamannafundi í dag en Villa mætir Liverpool á morgun. Grealish hefur verið frábær með Aston Villa á leiktíðinni og lagt upp 12 mörk ásamt því að skora sex í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Talið var nær öruggt að hann yrði í enska landsliðshópnum sem færi á EM en nú er öldin önnur. Þó bæði Gary Neville og Jamie Carragher myndu taka hann með á mótið er óvíst hvað Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, gerir. Upprisa Jesse Lingard þýðir að hann er kominn inn í myndina og þá gleymist hversu öflugur Jadon Sancho hefur verið með Borussia Dortmund á leiktíðinni. Svo er óvíst hvar Grealish passar inn í 3-4-3 leikkerfið sem England mun að öllum líkindum spila í sumar. Eftir frábært tímabil er ljóst að Grealish hefði ekki getað meiðst á verri tíma. Hann þarf að sýna Southgate að hann sé klár í slaginn áður en hópurinn verður tilkynntur. Það verður í síðasta lagi 11. maí næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira