Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 17:01 Hinn átján ára gamli Lamine Yamal kyssir Barcelona-treyjuna í sigurleiknum á Real Betis um helgina. Getty/Eric Verhoeven Meðalaldur byrjunarliðs Barcelona í sigri á Real Betis í spænsku deildinni um helgina var undir 24 árum sem er mögnuð staðreynd fyrir lið sem situr í efsta sæti deildarinnar. Barcelona náði fjögurra stiga forystu á Real Madrid á toppnum með 5-3 sigri á Betis en Real missteig sig síðan í gærkvöldi þegar liðið gat minnkað það aftur niður í eitt stig. Byrjunarlið Börsunga vakti mikla athygli og fékk tölfræðinga til að gramsa í gögnunum sínum. „Sagt er að hæfileikar séu ekki háðir aldri og La Masia er besta dæmið um það. Ár eftir ár heldur unglingaakademía Börsunga áfram að ala af sér leikmenn sem skilja leikinn, keppa eins og gamalreyndir menn og taka ábyrgð án þess að það íþyngi þeim. Fjárfesting í ungum hæfileikum, ásamt uppöldum leikmönnum og hnökralausum viðbótum, hefur komið Barca í góða stöðu fyrir nútíðina og sérstaklega fyrir framtíðina,“ segir í frétt á heimasíðu Barcelona. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) Þar er síðan farið yfir tölfræði yfir aldur byrjunarliðsins. Byrjunarliðið var með 23,34 ára meðalaldur, sem gerir það að yngsta liði Barca í spænsku deildinni, La Liga, síðan 28. desember 1930, þegar Börsungar sigruðu Racing Santander með liði sem var með 23,09 ára meðalaldur. Þessi samanburður útilokar reyndar leikinn frá 9. september 1984 gegn Zaragoza, þegar unglingaliðsmenn spiluðu vegna verkfalls atvinnumanna. Meðalaldurinn var þá 20,69 ár og var þetta því einstakt tilfelli út af verkfallsaðgerðum aðalliðsmanna. Meðal þeirra sem fengu tækifæri í byrjunarliðinu var tvítugur Svíi, Roony Bardghji, og hann skoraði eitt af fimm mörkum liðsins. Hinn 25 ára gamli Ferran Torres skoraði þrennu og hinn átján ára gamli Lamine Yamal skoraði síðasta markið úr vítaspyrnu. Hið sögulega byrjunarlið Börsunga samanstóð af Joan Garcia (24 ára, 7 mánaða og 2 daga) í markinu; ungri vörn með Alejandro Balde (22 ára, 1 mánaðar og 18 daga), Pau Cubarsí (18 ára, 10 mánaða og 14 daga), Gerard Martín (23 ára, 9 mánaða og 10 daga) og Jules Kounde (27 ára og 24 daga); Roony Bardghi (20 ára og 21 dags), Eric Garcia (24 ára, 10 mánaða og 27 daga), Pedri (23 ára og 11 daga), Lamine Yamal (18 ára, 4 mánaða og 23 daga), Ferran Torres (25 ára, 9 mánaða og 7 daga) og Marcus Rashford (28 ára, 1 mánaðar og 6 daga). Spænski boltinn Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Barcelona náði fjögurra stiga forystu á Real Madrid á toppnum með 5-3 sigri á Betis en Real missteig sig síðan í gærkvöldi þegar liðið gat minnkað það aftur niður í eitt stig. Byrjunarlið Börsunga vakti mikla athygli og fékk tölfræðinga til að gramsa í gögnunum sínum. „Sagt er að hæfileikar séu ekki háðir aldri og La Masia er besta dæmið um það. Ár eftir ár heldur unglingaakademía Börsunga áfram að ala af sér leikmenn sem skilja leikinn, keppa eins og gamalreyndir menn og taka ábyrgð án þess að það íþyngi þeim. Fjárfesting í ungum hæfileikum, ásamt uppöldum leikmönnum og hnökralausum viðbótum, hefur komið Barca í góða stöðu fyrir nútíðina og sérstaklega fyrir framtíðina,“ segir í frétt á heimasíðu Barcelona. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) Þar er síðan farið yfir tölfræði yfir aldur byrjunarliðsins. Byrjunarliðið var með 23,34 ára meðalaldur, sem gerir það að yngsta liði Barca í spænsku deildinni, La Liga, síðan 28. desember 1930, þegar Börsungar sigruðu Racing Santander með liði sem var með 23,09 ára meðalaldur. Þessi samanburður útilokar reyndar leikinn frá 9. september 1984 gegn Zaragoza, þegar unglingaliðsmenn spiluðu vegna verkfalls atvinnumanna. Meðalaldurinn var þá 20,69 ár og var þetta því einstakt tilfelli út af verkfallsaðgerðum aðalliðsmanna. Meðal þeirra sem fengu tækifæri í byrjunarliðinu var tvítugur Svíi, Roony Bardghji, og hann skoraði eitt af fimm mörkum liðsins. Hinn 25 ára gamli Ferran Torres skoraði þrennu og hinn átján ára gamli Lamine Yamal skoraði síðasta markið úr vítaspyrnu. Hið sögulega byrjunarlið Börsunga samanstóð af Joan Garcia (24 ára, 7 mánaða og 2 daga) í markinu; ungri vörn með Alejandro Balde (22 ára, 1 mánaðar og 18 daga), Pau Cubarsí (18 ára, 10 mánaða og 14 daga), Gerard Martín (23 ára, 9 mánaða og 10 daga) og Jules Kounde (27 ára og 24 daga); Roony Bardghi (20 ára og 21 dags), Eric Garcia (24 ára, 10 mánaða og 27 daga), Pedri (23 ára og 11 daga), Lamine Yamal (18 ára, 4 mánaða og 23 daga), Ferran Torres (25 ára, 9 mánaða og 7 daga) og Marcus Rashford (28 ára, 1 mánaðar og 6 daga).
Spænski boltinn Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira