Rashford sá fyrsti í rúman áratug eða síðan Rooney tókst það 2010 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2021 07:00 Marcus Rashford hefur skorað 20 mörk fyrir Manchester United á þessari leiktíð. EPA-EFE/Phil Noble Marcus Rashford varð í gær fyrsti leikmaður Manchester United til að skora 20 mörk eða fleiri tvö tímabil í röð síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið fyrir rúmum áratug. Eftir 2-0 sigur Manchester United gegn Granada, liðinu í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, sagði Ole Gunar Solskjær að Rashford hefði verið tekinn af velli þar sem hann væri ekki fær um að klára heilan leik vegna meiðsla. Norðmaðurinn vonaðist til að framherjinn yrði klár í leik helgarinnar gegn Tottenham Hotspur. Rashford hefur spilað í gegnum sársaukann fyrir United á þessari leiktíð sem og þeirri síðustu. Hann spilaði í gegnum bakverk sem á endanum neyddi hann til að taka sér langa pásu á hliðarlínunni og ef ekki hefði verið frestun deildarinnar á Englandi vegna kórónufaraldursins hefði hann ekki klárað tímabilið. Hann kom hins vegar tvíefldur til baka síðasta sumar og endaði á því að skora 22 mörk fyrir Manchester United í 44 leikjum – ásamt því að leggja upp 12 mörk til viðbótar. Ekki amalegt fyrir vinstri vængmann. Rashford hefur haldið sínu striki á þessari leiktíð og skoraði í gærkvöld sitt 20. mark á leiktíðinni. Helmingur hefur komið í úrvalsdeildinni – ásamt níu stoðsendingum – á meðan sex komu í Meistaradeildinni, tvö í Evrópudeildinni sem og eitt í bæði deildar- og FA-bikarnum. Marcus Rashford is the first Manchester United player to score 20+ goals in consecutive seasons since Wayne Rooney in 2010 pic.twitter.com/R3cyTulA1t— B/R Football (@brfootball) April 8, 2021 Hefur enginn leikmaður Man United náð þessum áfanga síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið sama tímabilin 2008-2009 og 2009-2010. Fyrra tímabilið skoraði Rooney slétt 20 mörk en 34 síðara tímabilið. Rashford er enn nokkuð frá 34 mörkum en til að setja þetta í samhengi var Rooney þarna líklega í eina skiptið á ferlinum að spila sem fremsti maður á meðan Rashford er nær alltaf út á vinstri væng. Þá tók Rooney ef till vítaspyrnu eða tvær á meðan Bruno Fernandes hefur séð um það síðan í janúar á síðasta ári er hann kom frá Sporting Lisbon í Portúgal. Ef Rashford hefði fengið að taka einhverjar af þeim 20 vítaspyrnum sem Bruno hefur tekið síðan hann gekk til liðs við Rauðu Djöflanna gæti Rashford verið að brjóta 30 marka múrinn. Sama hvernig á þetta er litið þá er hér um að ræða magnaðan árangur leikmanns sem er enn aðeins 23 ára gamall. Stærsta spurningin er hvort álagið sé of mikið og muni koma í bakið á honum þegar hann eldist. Ef marka má feril Rooney sem og Michael Owen þá er svarið er ljóst að álagið og meiðslin munu taka sinn toll fyrr heldur en síðar. Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Eftir 2-0 sigur Manchester United gegn Granada, liðinu í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, sagði Ole Gunar Solskjær að Rashford hefði verið tekinn af velli þar sem hann væri ekki fær um að klára heilan leik vegna meiðsla. Norðmaðurinn vonaðist til að framherjinn yrði klár í leik helgarinnar gegn Tottenham Hotspur. Rashford hefur spilað í gegnum sársaukann fyrir United á þessari leiktíð sem og þeirri síðustu. Hann spilaði í gegnum bakverk sem á endanum neyddi hann til að taka sér langa pásu á hliðarlínunni og ef ekki hefði verið frestun deildarinnar á Englandi vegna kórónufaraldursins hefði hann ekki klárað tímabilið. Hann kom hins vegar tvíefldur til baka síðasta sumar og endaði á því að skora 22 mörk fyrir Manchester United í 44 leikjum – ásamt því að leggja upp 12 mörk til viðbótar. Ekki amalegt fyrir vinstri vængmann. Rashford hefur haldið sínu striki á þessari leiktíð og skoraði í gærkvöld sitt 20. mark á leiktíðinni. Helmingur hefur komið í úrvalsdeildinni – ásamt níu stoðsendingum – á meðan sex komu í Meistaradeildinni, tvö í Evrópudeildinni sem og eitt í bæði deildar- og FA-bikarnum. Marcus Rashford is the first Manchester United player to score 20+ goals in consecutive seasons since Wayne Rooney in 2010 pic.twitter.com/R3cyTulA1t— B/R Football (@brfootball) April 8, 2021 Hefur enginn leikmaður Man United náð þessum áfanga síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið sama tímabilin 2008-2009 og 2009-2010. Fyrra tímabilið skoraði Rooney slétt 20 mörk en 34 síðara tímabilið. Rashford er enn nokkuð frá 34 mörkum en til að setja þetta í samhengi var Rooney þarna líklega í eina skiptið á ferlinum að spila sem fremsti maður á meðan Rashford er nær alltaf út á vinstri væng. Þá tók Rooney ef till vítaspyrnu eða tvær á meðan Bruno Fernandes hefur séð um það síðan í janúar á síðasta ári er hann kom frá Sporting Lisbon í Portúgal. Ef Rashford hefði fengið að taka einhverjar af þeim 20 vítaspyrnum sem Bruno hefur tekið síðan hann gekk til liðs við Rauðu Djöflanna gæti Rashford verið að brjóta 30 marka múrinn. Sama hvernig á þetta er litið þá er hér um að ræða magnaðan árangur leikmanns sem er enn aðeins 23 ára gamall. Stærsta spurningin er hvort álagið sé of mikið og muni koma í bakið á honum þegar hann eldist. Ef marka má feril Rooney sem og Michael Owen þá er svarið er ljóst að álagið og meiðslin munu taka sinn toll fyrr heldur en síðar.
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira