Arteta ekki sáttur við sína menn í aðdraganda jöfnunarmarksins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2021 22:16 Mikel Arteta á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/NEIL HALL Mikel Arteta var frekar súr er hann ræddi við BT Sport eftir 1-1 jafntefli Arsenal og Slavia Prag í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. „Við vorum með stjórn á leiknum. Við náðum inn markinu sem við þurftum en fórum illa með góð færi. Við spiluðum illa í aðdragandanum að hornspyrnunni. Þeir hrúguðu mönnum inn á teig og svona getur gerst. Þetta breytir tilfinningunni í leikslok,“ sagði Arteta að leik loknum. „Við vissum að við ættum möguleika á að breyta hlutunum með fimm skiptingum. Við töldum að þetta væri rétti tíminn miðað við uppleggið okkar. Þetta var rétt augnablik og skiptingarnar spiluðu stóran þátt. Við vitum að varamenn hafa mikið að segja í þessari keppni. Því miður náðum við ekki að nýta það.“ „Þetta er erfitt því þeir eru gott lið. Þeir hafa sigrað nokkur stór lið og það er erfitt að spila gegn þeim. Þeir verjast mikið maður á mann en þegar við leystum það þá sköpuðum við góð færi, en þegar þú getur ekki leyst maður á mann stöðurnar þá er þetta erfitt.“ „Við vorum öflugir í hápressunni, þeir eru góðir að sækja eftir að þeir vinna boltann en við stjórnuðum þeim hluta leiksins vel. Það er aðallega niðurstaða leiksins sem skilur eftir óbragð í munni.“ „Við verðum að vinna leikinn. Hugarfarið er að vinna leikinn, við veðrum að skora. Við höfum gert það áður og þurfum að gera það núna á nýjan leik,“ sagði Arteta að lokum um næsta leik liðanna sem fram fer eftir viku í Tékklandi. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
„Við vorum með stjórn á leiknum. Við náðum inn markinu sem við þurftum en fórum illa með góð færi. Við spiluðum illa í aðdragandanum að hornspyrnunni. Þeir hrúguðu mönnum inn á teig og svona getur gerst. Þetta breytir tilfinningunni í leikslok,“ sagði Arteta að leik loknum. „Við vissum að við ættum möguleika á að breyta hlutunum með fimm skiptingum. Við töldum að þetta væri rétti tíminn miðað við uppleggið okkar. Þetta var rétt augnablik og skiptingarnar spiluðu stóran þátt. Við vitum að varamenn hafa mikið að segja í þessari keppni. Því miður náðum við ekki að nýta það.“ „Þetta er erfitt því þeir eru gott lið. Þeir hafa sigrað nokkur stór lið og það er erfitt að spila gegn þeim. Þeir verjast mikið maður á mann en þegar við leystum það þá sköpuðum við góð færi, en þegar þú getur ekki leyst maður á mann stöðurnar þá er þetta erfitt.“ „Við vorum öflugir í hápressunni, þeir eru góðir að sækja eftir að þeir vinna boltann en við stjórnuðum þeim hluta leiksins vel. Það er aðallega niðurstaða leiksins sem skilur eftir óbragð í munni.“ „Við verðum að vinna leikinn. Hugarfarið er að vinna leikinn, við veðrum að skora. Við höfum gert það áður og þurfum að gera það núna á nýjan leik,“ sagði Arteta að lokum um næsta leik liðanna sem fram fer eftir viku í Tékklandi. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira